Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 33
Kynningarblað - Bjór 5 27. febrúar–2. mars 2015 tiltölulega lítillar skoðanakönnunar sem sýndi fram á meirihlutastuðn­ ing við banninu. Þegar komið var vel inn á níunda áratuginn varð aftur á móti áberandi breyting á viðhorfi almennings sem óneitanlega setti þrýsting á Alþingi um að aflétta banninu. Nokkrar ástæður voru fyrir þessum mikla viðsnúningi fólks. Til dæmis má nefna að frá og með árinu 1979 gátu ferðamenn flutt bjór með sér inn í landið í gegnum fríhöfnina í Keflavík eftir ferðir sínar erlendis. Þetta þótti mörgum óréttlátt, að fólk sem hefði efni á slíkum ferðum hefði þennan möguleika fram yfir þá sem ekki áttu þess kost. Neysla og sala bjórlíkis var einnig orðin töluverð en bjórlíkið var búið til úr blöndu af sterku áfengi og löglegum pilsner. Bjórlíkið var upphaflega hugsað sem staðgengill bjórsins en hlutverk þess þótti þó almennt ekki ganga upp. Á þessum tíma áttu sér einnig stað áhrifamiklar samfélagsbreytingar sem höfðu mikil áhrif á afléttingu bannsins, Alþingi tók þó sinn tíma í að meðtaka þessar breytingar því það var ekki fyrr en árið 1988 sem Alþingi aflétti hinu eiginlega bjór­ banni. Fyrsta dag marsmánaðar árið 1989 tóku hin nýju lög gildi og gátu Íslendingar þá loksins keypt og framleitt alvöru bjór hér á landi án nokkurra lagabrota. Fylgni milli búsetu fólks og afstöðu til bannsins Á tímum bjórbannsins var áberandi fylgni á milli afstöðu fólks gagnvart banninu og búsetu þess. Verkalýðs­ félög landsins voru einnig fylgjend­ ur bannsins og tóku talsmenn þeirra undir rök landlæknis á sínum tíma um að bjórinn ætti eftir að koma nið­ ur á vinnuframlagi fólks. Karlmenn, sérstaklega yngri, voru þeir sem helst fóru fyrir afnámi bannsins á síðari hluta tuttugustu aldar og áttu þeir flestir rætur sínar að rekja til höfuðborgarsvæðisins. Ör fólksfjölgun með tilheyr­ andi búsetubreytingum hafði í för með sér aukna tengingu Íslands við önnur vestræn samfélög og tíminn hér á landi fór hægt og rólega að tifa í takt við nútímavæðingu hinna vest­ rænu þjóða. Umræddar breytingar skiluðu sér í byltingu í ferðamannageiranum á Íslandi en aukin tenging Íslands við hið alþjóðlega samfélag á seinni hluta tuttugustu aldar kristallast í gögnum Ferðamálaráðs Íslands frá árinu 1996. Árið 1988, þegar bjórfrumvarpið komst alla leið á Alþingi, komu hing­ að til lands 130 þúsund ferðamenn og að jafnaði heimsóttu fleiri en tveir af hverjum þremur Íslendingum út­ lönd, hvorki meira né minna en 150 þúsund manns. Þegar hér er komið sögu var stór hluti Íslendinga farinn að ferðast um heim allan og kynn­ ast menningu og siðum annarra samfélaga. Á þessum ferðum sínum fyrir afléttingu bannsins fengu Ís­ lendingar meðal annars að kynn­ ast bjórmenningu annarra landa í þeirri mynd sem hún birtist okkur í dag. Íslendingar fóru því að bera Bjórbanni aflétt 1. mars 1989 saman stöðu sína við önnur vest­ ræn samfélög og þannig fór opnun landsins smám saman að hafa áhrif á gang mála í baráttunni um bjórinn. Þessi samanburður fólks gróf smám saman undan forsendum bjór­ bannsins og þegnar landsins kölluðu á breytingar. Frumvarp til laga um afnám bjórbannsins Þingárið 1987 til 1988 er sögulegt fyrir þær sakir að þá var bjórinn lögleidd­ ur á Íslandi. Á þessum tíma skipt­ ist Alþingi upp í efri og neðri deild en slík skipting er alþekkt fyrirbæri um heim allan. Þriðjungur þing­ manna átti sæti í efri deild þingsins og tveir þriðju í þeirri neðri en frum­ vörp þurftu almennt að ná í gegnum báðar deildir til að verða samþykkt. Þegar hér var komið sögu vildu þing­ menn greinilega fara að koma mál­ inu frá fyrir fullt og allt. Það yrði ann­ aðhvort gert á þann hátt að banna alfarið aðgang að bjór á Íslandi eða þá almennt að leyfa bæði sölu og framleiðslu á bjór. Hálfgerð þreyta á umræðuefninu virtist einkenna um­ ræður þingsins um áfengis lögin á þessum tíma Þrátt fyrir mikla andstöðu margra í neðri deild þingsins var bjórfrum­ varpið samþykkt þann 19. apríl árið 1988 með 23 atkvæðum gegn 17. Efri deild Alþingis tók við af neðri deildinni þann 20. apríl árið 1988 en þá höfðu áfengislögin verið á dagskrá neðri deildar í tæplega tvo mánuði. Sem fyrr þótti mönnum óþarflega mikill tími fara í afgreiðslu þessa máls og áðurnefnd þreyta á málinu komin í þingheima. Þann 9. maí árið 1988 var bjór­ frumvarpið loksins samþykkt í efri deild þingsins með þrettán atkvæð­ um gegn átta. Eins og áður hefur komið fram tók aflétting bannsins þó ekki gildi fyrr en tæplega ári seinna, þann 1. mars árið 1989. Áhrif afléttingar bjórbannsins á áfengisneyslu Fyrsti dagur marsmánaðar árið 1989 er stór dagur í menningarsögu okkar Íslendinga. Segja má að á þeim degi hafi drykkjumenning Íslendinga tek­ ið stakkaskiptum en til sögunnar var kominn hinn umdeildi og nú lög­ legi bjór. Árið 1987 hafði neyslan náð sögulegu hámarki á tímabilinu fyrir afléttingu bannsins, nánar tiltekið 3,48 lítrum á hvern íbúa landsins. Það sem einkenndi þetta tímabil var það magn sem drukkið var af sterku víni. Að vísu var um lítið annað að velja en þó sóttist fólk mun meira í sterk vín frekar en þau léttu. Frumraun bjórsins, hvað varð­ ar sölu á íslenskum markaði, var líf­ leg og nam bjórneysla landsmanna 1,42 alkóhóllítrum strax fyrsta árið en þó var þá enn drukkið mest af sterku víni og reyndar næstu fimm ár til viðbótar. Það tók bjórinn örfá ár að festa sig almennilega í sessi hér á landi en bjórneysla tók að minnka lítillega næstu ár, þó aðeins fram til ársins 1992. Árið 1995 velti bjórinn sterka vín­ inu úr sessi sem mest neytta áfengi landsins. Í kjölfarið lá neyslutöluleið bjórsins einungis upp á við og náði hún sögulegu hámarki árið 2007 eða 3,12 alkóhóllítrum á mann. Árið 2002 fóru neyslutölur léttra vína fram úr neyslutölum sterkra vína. Neysla á léttum vínum hélst stöðug í kjölfar afléttingar bannsins en þegar leið á tíunda áratuginn tók hún að aukast jafnt og þétt með tilheyr­ andi breytingum á vínmenningu Ís­ lendinga. Í dag svífur lögleg íslensk bjórmenning yfir landinu Aflétting bjórbannsins hafði óneitan­ lega í för með sér breytta tíma hér á landi því í dag svífur lögleg íslensk bjórmenning yfir landinu. Upp­ haflega átti gamla bjórbannið ræt­ ur sínar að rekja til þess tíma þegar allt áfengi var bannað á Íslandi. Í framhaldinu var bjórinn á einhvern undarlegan hátt notaður sem skipt­ imynt í afgreiðslu áfengislaganna árið 1935 og eftir stóð bjórbannið eins og við þekkjum það í dag. Að undanskildum örfáum undantekn­ ingum var bjórinn þannig með öllu bannaður stærsta hluta tuttugustu aldar og stóð hið eiginlega bjór­ bann yfir í rúmlega hálfa öld. Fljót­ lega varð þó ljóst að ákveðnar samfé­ lagsbreytingar þurfti til að hreyfa við þeirri kyrrstöðu sem einkenndi bjór­ bannið hin síðari ár. Pólitísk afstaða fólks gagnvart banninu rann saman við búsetu þess en á endanum þurfti hið veika dreifbýli að víkja fyrir hinu stóra og öfluga þéttbýli. Nútímavæðingin gekk hægt og rólega í garð og landið tók að opn­ ast, bæði inn á við og út á við, sem meðal annars hafði í för með sér byltingu í ferðamannageiranum hér á landi. Íslensk fólksfjölgun fór einnig að segja til sín en aukin fólks­ fjölgun á síðari hluta tuttugustu aldar hafði jafnframt mikil áhrif á afléttingu bannsins. Þrýstingur tók að myndast á stjórnvöld landsins um að aflétta hinu umdeilda bjórbanni sem og þau gerðu endanlega þann 9. maí árið 1988 eftir miklar og fjör­ legar umræður í efri og neðri deild­ um Alþingis það sama ár. Sala á bjór hófst svo árið eftir, þann 1. mars árið 1989, en eins og sjá má á neyslutöl­ um landsmanna var bjórinn fljótur að festa sig í sessi á Íslandi. Neysla á sterkum vínum hríðféll í kjölfar afléttingar bannsins og lands­ menn fóru að drekka léttari vín í rík­ ari mæli í stað þeirra sterku en þar lék bjórinn stórt hlutverk. Ljóst er að bjórbannið í sinni gömlu mynd ætti erfitt uppdráttar í því samfélagi og þeirri menningu sem nú einkennir Ísland. Í dag er bjórinn rótgróinn við margar þær afþreyingar sem fólk stundar í rík­ um mæli. Að fá sér einn kaldan og að sötra bjór yfir leiknum er alþekkt í dag og nánast óhugsandi að slík iðja hafi verið bönnuð með lögum fyrir ekki meira en 23 árum. n Hluti af ritgerð Guðjóns Ólafssonar „Baráttan um bjórinn - Birtingar- mynd bjórbannsins á Íslandi í dag“ í BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði á Félagsvísindasviði. „Þrátt fyrir mikla andstöðu margra í neðri deild þingsins var bjórfrumvarpið samþykkt þann 19. apríl árið 1988 með 23 atkvæðum gegn 17 Guðjón Ólafsson Höfundur og bjóráhugamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.