Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 15
Fréttir 15 S tóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 81,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári sem var aukning um 16 milljarða milli ára. Til að setja þessar tölur í samhengi þá nam samanlagður hagnaður bankanna þriggja 222 milljónum króna á sólarhring. Það þýðir að fyrirtækin þrjú græddu samtals rúmar níu milljónir króna á hverri klukkustund síðasta árs. Með samanlögðum hagnaði bankanna væri hægt að greiða öll­ um 26.044 fullgildum félagsmönn­ um VR, stærsta stéttarfélags lands­ ins, lágmarkslaun upp á 206.203 krónur í heilt ár með 17,2 milljarða afgangi. Hagnaður Landsbank­ ans myndi einn duga til að greiða næstum öllum starfsmönnum Landspítalans, stærsta vinnustað landsins, laun í heilt ár. Landsbankinn græddi mest Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna og jókst um 900 milljónir milli ára. Arion banki var hástökkvari síð­ asta árs með 28,7 milljarða hagn­ að samanborið við tæpa þrettán milljarða árið 2013. Íslandsbanki rak síðan lestina með 22,8 millj­ arða króna hagnað. Landsbankinn var síðastur stóru viðskiptabankanna til að kynna uppgjör fyrir síðasta ár en fyrirtækið sendi frá sér afkomu­ tilkynningu í gær. Í tilkynningunni kemur fram að heildareignir bankans lækkuðu um 53,1 millj­ arð króna milli ára og stóðu í árs­ lok 2014 í 1.089 milljónum. Bank­ inn greiddi samtals 10,5 milljarða í skatta á árinu sem var lækkun um 2,7 milljarða milli ára. Laun og launatengd gjöld bankans námu samtals 13,6 millj­ örðum og hækkuðu um átta pró­ sent milli ára en sú hækkun er sögð skýrast að hluta til af gjald­ færslum vegna starfslokasamn­ inga sem gerðir voru á árinu. Alls 1.126 manns störfuðu hjá bankan­ um í árslok 2014. Greiðir 24 milljarða í arð Samkvæmt tilkynningu Lands­ bankans ætla stjórnendur bank­ ans að leggja til við aðalfund að samþykkt verði að greiða hlut­ höfum arð að fjárhæð tæplega 24 milljarðar króna. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja ára muni því nema 53,5 milljörð­ um en íslenska ríkið er stærsti eig­ andi bankans með 98 prósenta hlut. Stjórn Arion banka hefur lagt til að 45 prósent af hagnaði samstæð­ unnar í fyrra, tæpir þrettán millj­ arðar króna, verði greidd út sem arður á árinu 2015. Tekin verður ákvörðun um arðgreiðslur Íslands­ banka á aðalfundi fyrirtækisins þann 25. mars næstkomandi. n haraldur@dv.is Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Bankarnir settu alls 900 milljónir í Bónusa n Kaupaukagreiðslur Arion banka og Íslandsbanka jukust um alls 135 milljónir króna í fyrra n Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með næsthæstu launin eða 3,2 milljónir á mánuði. Laun hennar hækkuðu milli ára en hún var með rúmar þrjár milljónir í mánaðarlaun árið 2013 samkvæmt ársskýrslu bankans. n Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er með hæstu mánaðarlaun- in af bankastjórunum þremur. Í fyrra var hann með 4,3 milljónir í laun á mánuði miðað við 4,2 milljónir árið 2013. n Mánaðarlaun Steinþór Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, voru 1,7 milljónir á mánuði. Heildarlaun Steinþórs innihalda 2,1 milljón sem hann fékk í hluta- bréfatengdar greiðslur í fyrra. Árið 2013 voru greiðslurnar samtals 4,2 milljónir og því lækkuðu laun Steinþórs milli ára. Bankastjóri Arion með langhæstu launin Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, lagði á síðasta ári fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræð- ur urðu um þann hluta frumvarpsins sem snýr að bónuskerfum innan bankageirans enda hafa árangurstengdar greiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja sætt talsverðri gagnrýni í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar haustið 2008. Í frumvarpinu, sem enn bíður fyrstu umræðu, er lagt til að hluthafa- fundir fjármálafyrirtækja geti greitt starfsmönnum bónusa sem nemur allt að heilum árslaunum. Í dag getur kaup- auki að hámarki numið 25 prósentum af heildarlaunum starfsmanna samkvæmt reglum FME og því verður hægt að fjórfalda bónusgreiðslur ef frumvarpið verður að lögum. Fjármálaráðherra hefur bent á að tveir þriðju hluthafa í hverju fyrirtæki þurfi þá að samþykkja hækkunina og að reglur um bónusa hér á landi séu þær ströngustu á Norðurlöndunum. Innan Evrópusambandsins (ESB) mega kaupaukagreiðslur ekki vera hærri en sem nemur tvöföldum árslaunum. Árslaun í bónus Græddu níu milljónir króna á klukkustund 81 milljarðs hagnaður bankanna dugar til að greiða öllum í VR lágmarkslaun í meira en eitt ár Myljandi hagnaður Samanlagður gróði allra viðskiptabankanna þriggja nam alls 81 milljarði og jókst um 16 milljarða milli ára. Mynd SiGtryGGur Ari 38,6 milljónir í árslaun Birna Einarsdóttir Höskuldur H. Ólafsson Steinþór Pálsson 52,2 milljónir í árslaun 18,5 milljónir í árslaun LEIKURINN OKKAR FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í 90 SÖGULEGAR MILLJÓNIR L AUGARDAGINN 28. FEBRÚAR POTTURINN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM E N N E M M / S ÍA / N M 6 7 6 0 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.