Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 4
4 Fréttir Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 6.590 kr. m.vsk. HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER? Háskólinn á Bifröst sektaður fyrir vanskil n Ársreikningi skilað níu mánuðum of seint n „Misskilningur“ og „klaufagangur“ E mbætti ríkisskattstjóra (RSK) sektaði Háskólann á Bifröst um 250 þúsund krónur síð­ asta vor fyrir vanskil á árs­ reikningi. Stjórnendur há­ skólans skiluðu reikningnum, sem er vegna reksturs hans á árinu 2013, inn til RSK fyrir tveimur vikum eða rúmum níu mánuðum eftir að lokafresturinn rann út. Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans, var ekki kunnugt um vanskilin þegar DV náði tali af honum en hann telur lík­ legt að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég stóð í þeirri meiningu að það væri búið að skila þessu inn enda ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að skólinn hafi nýverið ráðið nýjan fjár­ málastjóra og skipt um endurskoð­ anda. Gátu lækkað sektina Samkvæmt upplýsingum frá RSK ættu stjórnendur háskólans að hafa fengið áminningarbréf í ágúst í fyrra og þeir hvattir til að skila ársreikn­ ingnum inn. Rúmum mánuði síðar sé boðuð fésekt vegna vanskila og að sekt að heildarupphæð 250 þúsund krónur sé lögð á hvert félag í janúar hvert ár. Sektin sé lækkuð niður í 100 þúsund krónur sé hún greidd innan 60 daga. Ekki þurfi að óska sérstak­ lega eftir lækkun heldur teljist inn­ sending ársreiknings vera beiðni um lækkun sektar. Skúli Jónsson, forstöðumaður fyrirtækjaskrár RSK, segir að emb­ ættið tjái sig ekki um vanskil einstakra félaga en staðfestir að RSK hafi nú fengið ársreikning Háskól­ ans á Bifröst fyrir árið 2013. „Öll félög sem eru með starfsemi en skila ekki þegar lokafresturinn rennur út eru sektuð,“ segir Skúli, spurður hvort háskólinn hafi í vor verið sektaður fyrir vanskil. Fær 300 milljónir frá ríkinu Stjórnendur Háskólans á Bifröst skil­ uðu ársreikningnum ekki inn fyrr en tæpum sex mánuðum eftir að sekt­ arákvörðunin lá fyrir. Vilhjálmur og Hafsteinn Sæmundsson, fjármála­ stjóri háskólans, könnuðust ekki við að áminningarbréf eða sektarboð hafi borist vegna vanskilanna. „Ég held að þetta hafi einfaldlega dregist vegna klaufagangs. Ég er nýr í starfi hérna og sá fljótlega eftir að ég kom hingað að þetta vantaði inn. Ég held að þetta hafi ekki verið neitt annað,“ segir Hafsteinn. Háskólinn fær greidd­ ar rúmar 300 milljónir króna úr ríkissjóði í ár samkvæmt fjárlögum. Skólinn, sem kennir með­ al annars námskeið í við­ skiptafræði á borð við reikningshald og rekstrar­ hagfræði, er staðsettur í Norðurárdal í Borgar­ byggð. Samkvæmt síð­ asta birta ársreikningi há­ skólans var hann rekinn með 23 milljóna króna tapi árið 2012. Eignir hans námu 503 milljónum króna en stofnfé skólans hafði þá verið aukið um rúmar tíu milljónir króna. n Rektor Vilhjálmi Egilssyni, sem tók við starfi rektors Háskólans á Bifröst um mitt ár 2013, var ekki kunnugt um vanskilin þegar DV náði tali af honum. Mynd GuðMunduR ViGFússon Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Ég held að þetta hafi einfaldlega dregist vegna klaufagangs P áll Biering, dósent í geðhjúkr­ unarfræði við Háskóla Ísland, hefur lagt af stað í sendiför til Djíbútí og Jemen, á vegum Al­ þjóðaráðs Rauða krossins. Verkefni Páls felast í að veita sendifulltrúum og starfsfólki Al­ þjóðaráðsins í Jemen sálrænan stuðning. Einnig er Páli ætlað að meta þörf starfsfólksins fyrir sálfé­ lagslegum stuðningi og setja fram til­ lögur um frekari eflingu slíks starfs, sé þess þörf. Hörð átök hafa geisað í Jemen síð­ an í mars á þessu ári er borgarastríð braust þar út. Í höfuðborginni Sana, Aden og fleiri borgum í Jemen hafa átökin haft áhrif á líf fleiri einstak­ linga en þeirra er standa í deilum og hafa saklausir borgarar þurft að súpa seyðið af átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hátt í 3.000 manns hafi þegar fallið í átökunum og er rúmlega helmingur látinna saklausir borgarar. Páll er þriðji íslenski sendifulltrú­ inn sem fer til Jemen og er þetta önn­ ur för hans á vegum Rauða krossins. Fyrir þremur árum vann hann að svipuðum verkefnum í Nígeru á veg­ um stofnunarinnar. n birna@dv.is Páll Biering á leið til átakasvæða Í sendiför til Afríku Leggur í langferð Páll Biering er dósent í geðhjúkrunarfræði. Um 300 manns missa vinnu Acta vis til kynnti í gær að ákvörðun um að færa fram­ leiðslu lyfja verk smiðjunn ar á Íslandi til annarra fram leiðslu­ ein inga sam stæðunn ar hefði verið tekin. Ákvörðunin sé tekin í hagræðingarskyni en um 300 starfsmenn fyrirtækisins koma til með að missa vinnuna þegar verksmiðjunni í Hafnarfirði verð­ ur lokað fyrir fullt og allt um mitt ár 2017. Önnur starf semi fyrir­ tækisins á Íslandi verður óbreytt. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Med is, dótt ur fé lags fyr ir tæk is ins, sem sel ur lyf og lyfja hug vit Acta­ vis til annarra lyfja fyr ir tækja. Costco opnað í Kauptúninu Forsvarsmenn bandarísku verslanakeðjunnar Costco munu undirrita kaupsamning vegna tólf þúsund fermetra hús­ næðis í Kauptúni 3 í Garðabæ. Undirritunin fer fram 17. júlí næstkomandi. Fast eign in er í eigu fé lags ins Sýslu ehf., sem er í eigu bræðranna Sig urðar Gísla og Jóns Pálma sonar, sona Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups. Samkvæmt frétt Mbl.is um mál­ ið er stefnt að því að verslunin verði um tólf þúsund fermetrar að stærð og í þeim hluta Kaup­ túnsins sem nær frá húsgagna­ versluninni Tekk Company og að Bónus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.