Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 12
12 Fréttir Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 K veikt var í Pajero-jeppa á Álftanesi á sunnudags- kvöldið og er bíllinn gjörónýtur. Eigandi jeppans er Benjamín Þór Þorgrímsson, kallaður Benni Ólsari, en nafn hans hefur oft kom- ið við sögu í fréttum undanfarin ár. Benni tekur atburðinum af rósemi og segist í samtali við DV láta lög- regluna um að rannsaka málið. „Þetta er nokkurra milljóna króna tjón. Þetta er Pajero-jeppi og ég var búinn að láta breyta honum fyrir 1.700 þúsund krónur þannig að þetta er verulegt tjón. Ég skuld- aði auk þess mjög lítið í honum. Ég bíð bara rólegur og læt lögregluna um að rannsaka málið. Það er rétti farvegurinn fyrir svona mál. Annars finnst mér verst hvað þetta er mikið tjón fyrir tryggingarnar.“ Varð fyrir fólskulegri líkamsárás í vetur Benni er í sambúð og starfar sem einkaþjálfari hjá Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur getið sér mjög gott orð fyrir störf sín sem einkaþjálfari og segist sjálfur vilja lifa friðsömu og uppbyggilegu lífi. Í vetur var nafn Benna í fréttum vegna fólskulegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir og átti sér stað fyrir utan vinnustað hans, Sport- húsið. Fimm hettuklæddir menn réð- ust þá á hann vopnaðir kylfum. Ástæða árásarinnar var sögð vina- tengsl Benna við mann sem árásar- mennirnir töldu sig eiga í útistöð- um við. Líkamsárásin frá því í vetur er enn í rannsókn. Benni vill ekki draga neinar ályktanir varðandi tengsl þessara mála, segist einfald- lega treysta lögreglunni til að rann- saka þessi mál þó að óneitanlega þætti honum betra ef rannsóknin gengi hraðar fyrir sig. Bílbruninn í rannsókn Að sögn Bjarna Ólafs Magnússonar lögreglufulltrúa er bílbruninn á Álftanesi í rannsókn en að öðru leyti verst lögregla allra frétta um málið. Niðurstöður tæknirann- sóknar vegna brunans liggja enda ekki fyrir. n KveiKt í jeppa Benna Ólsara n „Ég bíð bara rólegur og læt lögregluna um að rannsaka málið“ n Nokkurra milljóna tjón Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Benni Ólsari Benni hefur getið sér gott orð sem einkaþjálfari undanfarin ár. Í vetur varð hann fyrir fólskulegri líkamsárás og um helgina var kveikt í jeppanum hans. Mynd Sigtryggur Ari JÓhAnnSSon „Þetta er Pajero-jeppi og ég var búinn að láta breyta honum fyrir 1.700 þúsund krónur þannig að þetta er verulegt tjón Alþingi minntist Péturs H. Blöndal Forseti Alþingis flutti minningarorð um þingmanninn fyrrverandi E inar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, flutti minningarorð um Pétur H. Blöndal, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, í þinginu í gær. Fór Einar þá yfir störf Péturs sem þingmaður og lífshlaup hans sem lauk síðasta föstudag. Að því loknu reis þingheimur úr sætum sínum til að minnast þingmannsins. „Í öll um störf um sín um var Pét ur H. Blön dal fá dæma vinnu sam ur og sam visku sam ur. Hann naut þing- mennsk unn ar, var bar áttuglaður og lagði oft að baki lang an vinnu dag. Hann upp skar virðingu fyr ir dugn- að og sérþekk ingu meðal ann ars á sviði stærðfræði, trygg inga fræði, í efna hags mál um og fjár mál um al- mennt, og ekki síður fyr ir heiðar- leika sinn og hófstillta og sann gjarna fram göngu í umræðum, bæði í þing- söl um og í nefnd um Alþing is, sem aflaði hon um vin sælda utan og inn- an þings,“ sagði Ein ar í ræðu sinni. Pétur var fæddur í Reykjavík 24. júní 1944. Hann lauk doktorsprófi frá Kölnarháskóla og starfaði með- al annars sem forstjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og fram- kvæmdastjóri Kaupþings áður en hann settist á þing árið 1995. Bana- mein hans var krabbamein en Pétur lést í faðmi fjölskyldunnar. „Hann upp skar virðingu fyr ir dugnað og sérþekk ingu meðal ann- ars á sviði stærðfræði, trygg inga fræði, í efna hags mál um og fjár mál um al- mennt, og ekki síður fyr ir heiðar- leika sinn og hófstillta og sann gjarna fram göngu í umræðum, bæði í þing- söl um og í nefnd um Alþing is, sem aflaði hon um vin sælda utan og inn- an þings. Við alþing is menn kveðjum nú ær leg an og góðan fé laga og ákaf- lega minn is stæðan mann sem við öll sökn um á þess ari stundu,“ sagði for- seti Alþingis. n Látinn Pét ur H. Blön dal, þingmaður Sjálf stæðis flokks ins, lést á föstu dags kvöldið, 71 árs að aldri. Minntist Péturs Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Pétur H. Blöndal á Alþingi í gær. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.