Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Síða 22
Vikublað 30. júní –2. júlí 201518 Sport
10 stærstu laxarnir
4 Neymar
Aldur: 23 ára
Félag: Barcelona
Með samning til: 2018
Virði: 90–99 milljónir evra
n Vonarstjarna Brasilíumanna stendur undir væntingum.
Hann hefur skorað 31 mark í 59 leikjum fyrir Barcelona og
myndar með Luis Suárez og Lionel Messi eitthvert öflugasta
sóknarþríeyki knattspyrnusögunnar. Neymar er, þótt hann
sé ungur að árum, fyrirliði brasilíska landsliðsins og mun
sjálfsagt vera á topp tíu-listanum næstu árin, hið minnsta.
Aldur: 30 ára
Félag: Real Madrid
Með samning til: 2018
Virði: 113–125 milljónir evra
n Ronaldo er orðinn þrítugur en er enn einn sá albesti í
heimi. Aldurinn spilar hins vegar kannski einhverja rullu
í því að hann nái því ekki að vera hálfdrættingur á við
Messi hvað verðmæti varðar. Ronaldo hefur í tvígang
verið kjörinn besti leikmaður heims og í tvígang hefur
hann hafnað í öðru sæti, á eftir Messi sjálfum. Hann
virðist ekki á leið frá Madrid.
n Tíu verðmætustu knattspyrnumenn heims samkvæmt CIES
2 Eden
Hazard
Aldur: 24 ára
Félag: Chelsea
Með samning til: 2020
Virði: 135–149 milljónir
evra
n Þessi ungi Belgi er
fyrsti leikmaðurinn í
mörg herrans ár til að
skjótast upp á milli
Messi og Ronaldo.
Hazard er rísandi
stjarna og hefur sýnt
frábæran leik eftir
að Mourinho tók við
Chelsea. Belginn mun
væntanlega skemmta
knattspyrnuunnendum
næsta áratuginn eða
svo – og er ekki á leið
frá Chelsea í bráð.
1 Lionel Messi
Aldur: 27 ára
Félag: Barcelona
Með samning til: 2018
Virði: 255–281 milljón evra
n Um þetta þarf svo sem ekkert að
fjölyrða. Messi hefur um árabil verið besti
leikmaður heims og er metinn á hátt í
40 milljarða íslenskra króna. Það er með
ólíkindum að einn knattspyrnumaður sé
verðmetinn svo hátt. Messi er handhafi
fjögurra Ballon d'Or-verðlauna, og hefur
verið í fyrsta eða öðru sæti í vali á besta
manni heims síðustu fimm árin.
3 Cristiano Ronaldo
Cech í
Arsenal
Landsliðsmarkvörður Tékklands,
Petr Cech, er genginn í raðir
Arsenal. Hann hefur þar með
yfirgefið herbúðir Chelsea. Talið
er að kaupverðið hlaupi á 11
milljónum punda en fyrir
Chelsea hefur Cech spilað meira
en 400 leiki. „Hann hefur
margsannað að hann er einn
besti markvörður heims,“ lét
Arsene Wenger knattspyrnustjóri
hafa eftir sér við kaupin.
Norðmenn
í fyrsta leik
Ísland hefur leik gegn Noregi í
B-riðli Evrópumótsins í hand-
knattleik, sem fram fer í Póllandi
í janúar á næsta ári. Leikurinn
fer fram þann 15. janúar. Tveim-
ur dögum síðar mæta Íslendingar
Hvít-Rússum en lokaleikur riðils-
ins verður gegn Króötum.
Fyrsti leikur gestgjafanna verð-
ur gegn Serbíu en þjóðirnar leika
ásamt Makedónum og Frökkum í
A-riðli.
Landsliðsmenn
skipta um lið
Eiður Smári á leið til Kína og Kári til Malmö
K
nattspyrnumaðurinn Eiður
Smári Guðjohnsen flýgur í
dag út til Kína til að skoða að-
stæður hjá liði í kínversku úr-
svalsdeildinni. Þetta staðfestir hann
í samtali við DV. Eiður Smári lék vel
með Bolton á Englandi í vetur og
hafði lýst yfir áhuga á að vera um
kyrrt hjá liðinu. Þau plön gætu verið
að breytast.
Annar landsliðsmaður, Kári Árna-
son, sem leikið hefur í neðri deildum
Englands frá árinu 2009, hefur samið
við sænska félagið Malmö. Vísir hef-
ur eftir Kára að hann sé afar ánægður
með vistaskiptin. „Þetta er virkilega
flott félag sem er orðið það stærsta á
Norðurlöndum. Ég er sáttur með allt
og þetta lítur bara ágætlega út.“ Kári
hefur verið máttarstólpi íslensku
varnarinnar undanfarin ár. n
baldur@dv.is
Á leið út Eiður
Smári ræðir við
kínverskt lið.