Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Side 26
Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Súðarvogur 3-5, reykjavík gluggagerdin@gluggagerdin.iS S: 5666630 / gluggagerdin.iS HverS vegna að velja Sprota HúS: Sprota HúS Sprota húsin eiga sér rætur í byggingarsögulegum menningararfi íslands, samspil manngerðs umhverfis og náttúru skapa góða upplifun þegar vandað er til verka. Sprota húsin eru einlyft með mikinn þakhalla, 45°, sem eykur nýtingarmöguleika rissins. Sprota húsin leitast við að láta arf liðins tíma njóta sín í útliti, gæða byggingarefni og vönduð vinnubrögð tryggja góða útkomu. 22 Menning Rokkorgía í herstöðinni Indí og ágeng jaðartónlist verður í aðalhlutverki á ATP Iceland sem fer fram um helgina T ónlistarhátíðin All Tomorrow Parties – Iceland hefst í gömlu NATO-herstöðinni við Ásbrú í Reykjanesbæ á fimmtudag. Dagskráin hef- ur líklega aldrei verið veglegri. Fyrir aðdáendur indírokks og ágengrar jaðartónlist- ar er hátíðin sannköll- uð veisla, þótt fáir þeirra listamanna sem koma fram hafi kannski ratað í plötu- safn pöpulsins. Meðal þess sem verður á boðstólum í ár eru pönkafinn Iggy Pop, pólitísku rappgoðsagn- irnar í Public Enemy, skoska krúttpoppsveitin Belle & Sebastian, síðrokkhetjurnar í Goodspeed You! Black Emperor, hávaðarokkararnir í Swans, skóglápssveitin Loop og 90‘s emó-rokkararnir í Drive Like Jehu sem hafa snúið aftur eftir 20 ára hlé. En það eru ekki bara gamlir rokk- hundar sem koma fram, meðal yngri listamanna sem óhætt er að mæla með eru Run the Jewels, Chelsea Wolfe, Iceage og Lightning Bolt. Náin tengsl áhorfenda og listamanna Fyrsta All Tomorrow Parties-há- tíðin (nefnd eftir lagi bandarísku rokksveitarinnar The Velvet Under- ground) var haldin fyrir tæpum fimmtán árum á suðausturströnd Bretlands. Hugmyndin var að skapa mótvægi við risatónlistarhátíðir á borð við Glastonbury. Sérstök áhersla var lögð á náin tengsl listamanna og áhorfenda, enga aðkomu stórfyrir- tækja auk strangrar tónlistarlegrar gæðastjórnunar. Í aðdraganda hverr- ar hátíðar fengu skipuleggjendur virta listamenn eða tónlistarspek- úlanta til að sinna hlutverki listrænna stjórnenda og velja sínar uppáhalds- sveitir til að spila. Í stað þess að hátíðin stækkaði og yrði fjölmennari ár frá ári var ákveðið að halda fleiri litla viðburði á fleiri stöðum, byggða á sömu hugmynda- fræði. Regnhlífasamtök All Tomorrow Parties hafa staðið fyrir fjölda við- burða, tónleika og tónleikahátíða undanfarin 15 ár í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Ástralíu og Íslandi. Bedroom Community og Rás 2 listrænir stjórnendur ATP Iceland var haldin í fyrsta skipti árið 2013 í gömlu herstöðinni að Ás- brú. Þar sem hátíðin var þá þegar orðin þekkt nafn í hinum alþjóð- lega jaðartónlistarheimi tókst að laða fjölda erlendra gesta á hátíðina strax á fyrsta ári. Í fyrra komu um tveir þriðju hlutar miðakaupenda, um tvö þúsund talsins, erlendis frá. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og fer dagskráin fram á tveimur svið- um, aðalsviðið, Atlantic Studios, er í flugskýli herliðsins og smærra sviðið, Andrews Theatre, gegndi áður hlut- verki kvikmyndahúss bandarískra íbúa svæðisins. Þá munu plötusnúð- ar leika fyrir dansi fram eftir nóttu í Offiseraklúbbnum. Auk tónlist- ar fer fram leiðsögn um svæðið og kvikmyndasýningar. Þeir sem gegna hlutverki listrænna stjórnenda á há- tíðinni í ár eru breiðhyltski útgáfufé- lagsskapurinn Bedroom Community, sem stýrir dagskránni í Andrews Theatre á föstudag og dagskrár- gerðarfólk Rásar 2 sem stýrir dag- skránni í kvikmyndahúsinu á laugar- dag. Enn eru til miðar á ATP, bæði helgarpassar og miðar á staka daga og má nálgast þá á midi.is n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Úlfur úr Oyama mælir með Lightning Bolt „Ég ætla pottþétt að sjá Lightning Bolt á laugardag af því að þeir eru með rugl live performance: bara bassi, trommur og heill veggur af gítarmögnurum.“ n Oyama spila í Atlantic Studios klukkan 14.00 á föstudag. Curver úr Ghosdigital mælir með Public Enemy, Loop, The Bug, Lightning Bolt og Swans Public Enemy er efst á lista hjá mér. Lang beittasta rappsveit fyrr og síðar. Mér finnst í rauninni bara óraunverulegt að hún sé að fara að spila hérna á Íslandi. Þetta er eitthvað sem allt áhugafólk um hiphop ætti ekki að missa af. Svo er Loop ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Hún mótaði mig mikið á yngri árum og er ein af fáum gítarrokksveitum sem ratar undir nálina hjá mér í dag. Kevin Martin sem kallar sig The Bug er goðsagnakenndur pródúser sem hefur haft mikil áhrif á mig og svo eru Lightning Bolt alltaf flottir. Þetta er í raun alveg ótrúlegt line-up á þessari hátíð og við í Ghostigital erum ótrúlega spenntir að spila á eftir The Swans. Nú er bara að vona að þeir mæti loksins. Allt er þegar þrennt er. n Ghostigital spila í Atlantic Stusios klukkan 24.00 á laugardagskvöld. Ólafur úr Staf- rænum Hákoni mælir með Bardo Pond og The Field ATP er stórmagnað fyrirbæri, það vita allir sem hafa þrútna ökkla. Alls ekki að missa af Bardo Pond og The Field. n Stafrænn Hákon spila í Atlantic Studio klukkan 14.45 á fimmtudag. Pink Street Boys mæla með The Bug og Iggy Pop The Bug er maður sem við höfum hlustað mikið á. Platan hanns London Zoo er full af þungavigta- töktum. Hann var líka í Techno Animal sem er álíka heavy. Við verðum líka að sjá Iggy Rock, goðsögn í okkar pönkara heimi. Vonandi verður hann ber að ofan. n Pink Street Boys spila í Andrews Theare klukkan 20.15 á laugardag. Hrafnkell úr Rythmatik mælir með Belle & Sebastian og Rythmatik Ég ætla klárlega að sjá Belle & Sebastian. Þau eru algjörir snillingar og The Life Pursuit er ein besta plata sem ég hef heyrt. Svo náttúrulega mæli ég einnig með að fólk kíkji á Rythmatik, ég heyrði að þeir væru ágætir. n Rythmatik spila í Andrews Theatre klukk- an 23.15 á laugardag. Tumi úr Grísalappalísu mælir með Lightning Bolt og Swans Ég ætla að mæta á Lightning Bolt á laugar- deginum. Sá þá á ATP í Bretlandi fyrir nokkrum árum og það var alveg snarklikkað, ég held það væri óráðlegt að láta tækifæri til að sjá þá kakófóníu aftur úr greipum sér renna. Mjög gott trix að troða hljóðnemanum sínum í sokk og teipa hann við andlitið á sér, þá fer hann ekki langt. Ég held að fleiri tónlistarmenn gætu tekið upp þetta bragð með góðum árangri. Svo heldur tryllingurinn áfram þegar Swans ætla loks- ins að láta sjá sig seinna sama kvöld. n Grísalappalísa spilar klukkan 20.15 í St. Andrews Theatre á fimmtudag. Tónlistarmennirnir mæla með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.