Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 10
Helgarblað 18.–21. september 201510 Fréttir
stór-
útsala
allt að 70% afsláttur
af vönduðum
útihúsgögnum fyrir
íslenskar aðstæður
Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800
Opið: mán.-föS. 12-18 OG lau. 12-16
www.signature.is
56
WICKER COLLECTION 2015
MINESOTA YEAR WARRANTY
GI_Cat2014_2_Wicker.indd 56 15-08-14 16:12
Ekki vitað hvað
skal sniðgengið
Liggur ekki fyrir hvaða ísraelsku vörur borgin kaupir
E
kki er vitað að svo stöddu
hvaða ísraelsku vörur eða
vöruflokkar verða hugsanlega
sniðgengnir af Reykjavíkur
borg. Borgarstjórn samþykkti
í vikunni að fela skrifstofu borgar
stjóra í samvinnu við innkaupadeild
að undirbúa og útfæra sniðgöngu
Reykjavíkurborgar á vörum frá Ísrael
meðan hernám Ísraels í Palestínu
varir.
DV spurðist fyrir um hvort vitað
væri hvaða ísraelsku vörur það eru
sem Reykjavíkurborg sé að kaupa og
áhugi er fyrir að sniðganga. Þá hvaða
vöruflokkar og helstu vörutegundir
væri um að ræða og hvaða svið það
væru sem helst yrði að breyta inn
kaupastefnunni fyrir.
„Það sem þú spyrð um er í skoðun
og engin svör því tilbúin við því enn
þá,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upp
lýsingastjóri Reykjavíkurborgar, í
svari við fyrirspurn DV. Vissulega
felur hin samþykkta tillaga í sér að
farið verði í að undirbúa og útfæra
sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum
vörum og því ljóst að sérstök smáat
riði málsins liggja ekki fyrir að svo
stöddu. Samþykktin er á þessu stigi
máls fyrst og fremst táknræn af
staða gegn mannréttindabrotum
ríkisstjórnar Ísraels gegn Palestínu
mönnum.
Tillagan var þó fjarri því óumdeild
enda var hún samþykkt með 9 at
kvæðum gegn 6 þar sem sjálfstæðis
menn og Framsókn og flugvallarvinir
greiddu atkvæði gegn henni. Í bók
un sjálfstæðismanna er gagnrýnt að
ekki liggi fyrir sannfærandi rök um
að inngrip af þessu tagi skili miklum
árangri og fullyrt að innkaupabann
muni engin áhrif hafa í Palestínu. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Íslendingar hafa flutt inn vörur frá Ísrael fyrir á bilinu 700–800 milljónir á
ári undanfarin ár. Árið 2012 var 20,9 prósent af innflutningi Íslendinga frá
Ísrael grænmeti og ávextir, eða rúmlega 360 tonn. Mynd Bragi Þór JóSefSSon
Tillagan
samþykkt
Björk Vil-
helmsdóttir
lagði fram
tillöguna.
Mynd SigTryggur ari
„Þetta gengur
ekki lengur“
Verið er að leggja upp í sambæri
legan leiðangur á vinnumarkaði
og á tíunda áratugnum þegar
laun voru tuttugufölduð en kaup
máttur jókst á sama tíma innan
við eitt prósent. Allir eiga eftir að
tapa á slíkri þróun þar sem skuld
ir fólks og fyrirtækja stökkbreytast
og atvinnufyrirtæki glatast.
Þetta segir Þorsteinn
Víglundsson, framkvæmdastjóri
SA, í fréttabréfi samtakanna. Ekki
sé rétti tíminn til að leita söku
dólga en við blasi að þetta gangi
ekki lengur. Hann bendir á að
gerðar dómur um laun háskóla
manna og hjúkrunarfræðinga
hafi hleypt vinnumarkaðnum í
uppnám. Hann hafi úrskurðað
um launahækkanir sem eru langt
umfram það sem samið var um í
kjarasamningum SA í júní – þrátt
fyrir að þeir samningar hafi falið í
sér miklar launahækkanir.
„Það vilja allir rétta sinn hlut
og troðast fram fyrir í röðinni í
stað þess að leggja sitt af mörkum
til að skapa aðstæður þar sem all
ir hagnast.“
Þorsteinn telur ljóst að hækk
anir launa hafi ekki tekið mið
af stöðu efnahagslífsins. „Ef við
höldum áfram á sömu braut mun
það skila fólki og fyrirtækjum
minna en engu og skerða lífskjör
á Íslandi í stað þess að bæta þau.“
Svarar kvörtuninni
fimm árum síðar
Umboðsmaður Alþingis ætlar að fjalla um kvörtun fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar í næstu viku
U
mboðsmaður Alþingis ætlar
að birta niðurstöður athug
unar hans á tilteknum þátt
um í starfsemi Seðlabanka
Íslands í næstu viku og mun
þá koma inn á kvörtun sem fjár
festirinn Heiðar Guðjónsson sendi
embættinu í nóvember 2010. Þetta
staðfestir Tryggvi Gunnarsson, um
boðsmaður Alþingis, í samtali við DV.
Tryggvi vildi að öðru leyti ekki tjá
sig efnislega um niðurstöðuna. Heiðar
kvartaði vegna ákvörðunar Eignasafns
Seðlabanka Íslands (ESÍ) um að falla
frá sölu á trygginga félaginu Sjóvá til
Ursusar, fjárfestingafélags Heiðars, og
annarra fjárfesta, árið 2010.
Slæm reynsla
Heiðar skrifaði í júní í fyrra aðsenda
grein í Morgunblaðið þar sem hann
ásakaði umboðsmann Alþingis um
að hafa vanrækt skyldur sínar. Heið
ar hafi, ásamt hópi fjárfesta, átt „lang
hæsta“ tilboðið í opnu söluferli ESÍ á
eignarhlut ríkisins í Sjóvá en fengið
það svar í nóvember 2010 að ekki
væri hægt að ganga frá viðskiptunum
þar sem fyrirtæki hans væri til rann
sóknar hjá gjaldeyriseftirliti bankans.
Seðlabankinn hafi í kjölfarið kært
Ursus til lögreglu en að málið hafi
síðar verið fellt niður.
„Á sama tíma og hann átelur
stjórnvöld fyrir drátt á málsmeðferð
og brot á málshraðareglum stjórn
sýslulaga, dregur hann mikilsverð
mál svo árum skiptir. Það getur vart
talist trúverðugt. Reynsla mín gef
ur mér ekki tilefni til að mæla með
því við neinn, að hann láti reyna rétt
sinn með kvörtun til umboðsmanns
Alþingis,“ sagði Heiðar í grein sinni.
Ekki náðist í hann við vinnslu fréttar
innar.
Vildi bíða og sjá
Tryggvi hefur sagt að athugun hans
á máli Heiðars hafi beinst að ýmsum
álitaefnum tengdum stjórnsýslu
þeirra mála sem kvörtunin tekur til og
því hafi embættið talið rétt að fylgjast
með framvindu þeirra, meðal annars
málum sem voru rakin fyrir dómstól
um, áður en niðurstöðunni yrði skil
að. Hann skrifaði svargrein til Heiðars,
daginn eftir að grein fjárfestisins birt
ist og hann greindi frá því að hann
hefði stefnt Seðlabankanum vegna
söluferlis Sjóvár og krafist bóta upp
á rúma 1,4 milljarða króna, þar sem
hann bað Heiðar afsökunar á þeim
drætti sem hafði orðið á vinnslu máls
ins. Benti hann jafnframt á að starfs
menn embættisins hefðu þurft að tak
ast á við mikla fjölgun nýrra kvartana
frá árinu 2011 og að óskum um aukna
fjármuni til að fjölga starfsfólki þess
hefði ekki verið sinnt.
„Í samskiptum mínum við fulltrúa
Ursusar ehf. hef ég gert þeim grein
fyrir að með tilliti til atvika í málinu
og lagaumhverfis þess muni endan
leg afgreiðsla mín á málinu öðru
fremur snúast um almenn atriði við
framkvæmd Seðlabanka Íslands á
rannsóknum vegna meintra brota á
reglum um gjaldeyrisviðskipti, þótt
þar verði m.a. höfð hliðsjón af atvik
um í máli félagsins,“ sagði Tryggvi í
greininni. n
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is Ætlaði að klára
málið í fyrra
Tryggvi sagði í grein sinni í Morgunblað-
inu þann 27. júní 2014 að hann gerði þá
ráð fyrir að birta niðurstöðu sína þegar
hann kæmi aftur til starfa 1. júlí það ár.
Í viðtali við Morgunblaðið í febrúar
síðastliðnum sagði Tryggvi:
„Ég á von á því að ég geti lokið frum-
kvæðisathugun minni alveg næstunni.“
Styttist í málalyktir Heiðar Guðjónsson kvartaði til Tryggva Gunnarssonar, umboðs-
manns Alþingis, í nóvember 2010.