Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 23
Helgarblað 18.–21. september 2015 miklu verri og hættu að geta gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Ég kom til Argentínu og þar var mér sagt að járnbrautakerfi sem hafið var að útbúa í lok nítjándu aldar hafi verið forsenda mikilla framfara í því víðlenda og slétta landi – Argentína er 28 sinnum stærri en Ísland. Fram á miðja tuttugustu öld var Argent­ ína í hópi vel stæðustu ríkja heims­ ins, en pólitísk upplausn gerði sam­ félagið næstum gjaldþrota. Um 1990 þegar einkavæðing var töfraorð stjórnmálanna var svo járnbrauta­ kerfið selt og afleiðingin var sú að það hefur varla virkað síðan. Hér á landi er stóra bölið auðvit­ að einkavæðing auðlindanna – og við getum þakkað Hruninu að sú þróun gekk þó ekki lengra; ef túr­ bókapítalisminn hefði fengið að þróast óáreittur væri fyrir löngu búið að selja eða gefa bæði Landsvirkjun og Orkuveituna og öll þannig fyrir­ tæki, ásamt auðlindunum sem þau nýta. Róttækar raddir og öðruvísi Í þannig bulli er mikið gagn að öfgamönnum; kommúnista­ boðskap að hætti manna eins og Einars Olgeirssonar, Gvendar jaka; þarna hefði þurft fleiri raddir eins og hennar Aðalheiðar Bjarnfreðs­ dóttur. Og þar erum við held ég að nálgast skýringar á uppdráttar­ sýki vinstrihreyfingarinnar; við þurfum að muna að það var rót­ tæka og sérvitra og dálítið skrýtna lessan Jóhanna Sig sem síðast vann fyrir vinstrimenn sigur í alþingis­ kosningum. Stjórnmálin hafa orðið að einhvers konar meginstraumi hægristefnunnar, farið að snú­ ast um hver getur best rekið sam­ félagið eins og fyrirtæki, þjónað atvinnuvegum og markaðsöflum – fyrir vikið gátu vinstrimenn þrátt fyrir góðan meirihluta í mörg ár ekkert brugðist við glæpsamlega óréttinu sem fylgdi því að helstu auðlindir höfðu verið gefnar fáum útvöldum forréttindamönnum. Það er augljós eftirspurn eftir stjórnmálamönnum og pólitískum öflum sem eru öðruvísi, ekki ein­ hvern veginn eins og allt hitt. Það varð auðvitað mjög áberandi þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn buðu fram, það sést líka á uppgangi Píratanna nú um stundir. Björt framtíð er komin með formann sem ekki er úr hinni hefðbundnu deiglu, heldur er þar kominn fyrst og fremst hugsuður, pælari, bók­ menntamaður, músíkant – pönk­ ari. Og verður spennandi að sjá hverju það skilar þeim. n Umræða 23 Sykurlausar nýjungar frá Läkerol! Hefur þú smakkað? Það vantar róttæka og flippaða stjórnmálamenn Margaret Thatcher „Það er engin tilviljun að frjálshyggja eins og sú sem Thatcher- stjórnin breska ástundaði fékk óáreitt að umbreyta samfélaginu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.