Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 27
Heimilið - Kynningarblað 3Helgarblað 18.–21. september 2015 Dekraðu við heimilið Gæðavara á viðráðanlegu veðri Í versluninni Amíra í Ármúlanum má finna ýmislegt til að prýða og dekra við heimilið. Verslunin er ennþá tiltölulega ung, var opnuð í október í fyrra, en hún hefur þegar náð stórum og ánægðum hópi við­ skiptavina. Að sögn Guðrúnar Elínar Guðmundsdóttur, eiganda verslun­ arinnar, er lögð áhersla á vörur sem fegra innviði heimilisins, en þau sér­ hæfa sig í sölu á gæða sængurfötum, handklæðum, baðvörum og gjafa­ vörum. „Við viljum bjóða upp á gæða­ vörur á viðráðanlegu verði,” segir Guðrún. Hönnunarvörur Amíra selur vandaðar gjafa­ og hönnunarvörur frá Skandinavíu og Bretlandi, en starfsfólkið er ávallt með augun opin fyrir góðri og vand­ aðri hönnun og fylgist grannt með nýjustu straumum og stefnum. Þau selja t.d. lampa og loftljós frá dönsku hönnunarstofunni Hedemann Den­ mark og kristal og ilm frá Kenneth Turner í London. Þau bjóða einnig upp á stálvörur frá Noregi sem heita Hardanger Bestik; hnífapör, köku­ hnífa, ostahnífa og fleira. Úrval sængurfata Verslunin Amíra býður upp á úrval sængurfata úr hundrað prósent bómull, en þar ættu allir að geta fundið sængurföt við sitt hæfi. Einnig má finna úrval smekklegra púða í öllum stærðum og gerðum. Svo ber að minnasst á hágæða postulín hannað af Halvor Bakke, en það er einstök gæðavara með stílhreinni hönnun. Allar frekari upplýsingar um vör­ ur og þjónustu Amíru má finna á Facebook­ síðunni facebook/ amiraverslun. n Sængurföt Verslunin Amíra býður upp á úrval sængurfata úr hundrað prósent bómull, en þar ættu allir að geta fundið sængurföt við sitt hæfi. Ljós Amíra býður upp á smekklega lampa og loftljós. Baðvörur Verslunin sérhæfir sig í sölu á gæða sængurföt- um, hand- klæðum, baðvörum og gjafa- vörum. Skrautpúði Púðar í öllum stærðum og gerðum. Ilmur Vörur frá Kenneth Turner. Handsápa, handáburður, sturtusápa, húðkrem og ilmkerti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.