Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 31
Heimilið - Kynningarblað 7Helgarblað 18.–21. september 2015 Ljós og steinar Einstök hönnun úr íslensku stuðlabergi F rumkvöðullinn Sölvi Steinarr hafði lengi gengið með þá hugmynd að gera eitthvað úr hinu séríslenska stuðlabergi, en Sölvi hefur unnið við jarð- vinnu og yfirborðsfrágang í 35 ár og býr því yfir mikilli reynslu og þekk- ingu á grjóti og efni til jarðvinnu. „Hugmyndin var að hanna ljós úr íslenskum efnivið sem hentaði vel fyrir íslenskar aðstæður, væri sterkt, viðhaldslítið, fallegt og félli vel að umhverfinu. Ég vildi nota LED- ljós og plexigler þar sem það leið- ir ljós mjög vel og er sterkt efni,“ út- skýrir Sölvi sem hafði samband við steinsmiðjuna S. Helgason og ljósaframleiðandann Flúrlampar. „Þau tóku mjög vel í hugmyndina og þá fóru hlutirnar fyrst að gerast.“ Þau sendu síðan inn umsókn í Hönnunar- mars 2013 og fengu inngöngu um leið. „Síðan hefur eigin lega ekki verið aftur snúið,“ segir Sölvi. Og það má með sanni segja. Þessi hugmynd Sölva þróaðist í vörulínuna Ljósberg sem er samstarfsverk efni hans og fyrrnefndra aðila. Hágæðahráefni Vörulínan Ljósberg hefur síðan þá verið í stöðugri þróun og vexti, en auk skrautljósana hafa þau einnig hannað og framleitt bekki og borð úr stuðlabergi og harðviði. Í þeirri framleiðslu hafa þau verið í sam- starfi við Geislatækni varðandi járn- smíði. „Þetta hefur verið aukavinna hjá okkur hjónunum og við kusum að gera þetta hægt. Það er langhlaup að koma svona vöru á laggirnar. En við erum búin að undirbúa okkur mjög vel,“ segir Sölvi, en aðilar í Noregi og Danmörku hafa seinnig sýnt vöru- línunni mikinn áhuga. „Ég vildi ein- blína á sérstöðuna í stuðlaberginu og vinna með það. Þetta er hágæða- hráefni sem er mjög skemmtilegt að vinna með. Það gefur svo marga möguleika,“ segir Sölvi og bætir við að það sé vissulega erfitt að vinna með það. Þar hefur hann þó notið góðs af samstarfi sínu við S. Helgason sem er eini aðilinn á landinu með réttu vélarnar fyrir stuðlabergið. Fjölbreyttir möguleikar Bergið er sagað eftir endilöngu, þvert eða eftir óskum. Plexigler er sniðið eftir útlínum bergsins og síðan er búin til rauf í plexiglerið, u.þ.b. fimm sentimetrum frá brún til að draga LED-borðann í. Auðvelt er að skipta um borðana en þeir eiga að duga í u.þ.b. fimm ár. Plexiglerið er þá límt á annan helminginn með tveggja þátta lími og hinn helmingurinn svo annaðhvort límdur þar ofan á eða festur með tein- um innan frá svo það sjáist ekki. Ljósberg er hægt að nota á ýmsu vegu, t.d. til að lýsa upp göngu- stíga, afmarka gönguleiðir, sem hlið, loka fyrir akstur, setja út í tjarnir eða í garða til skrauts og svo mætti lengi telja. Vörur Ljósbergs má skoða í fal- legum skrúð- garði við höfnina í Hafnarf- irði sem heitir Sól-sýningargarður, en þessi garður var sérstaklega gerður til að sýna vörur fyrirtækja í íslenskri hönnun og framleiðslu sem tengjast yfirborðsfrágangi. n Stuðlaberg Útiljós úr íslenskum efnivið sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður; sterkt, viðhaldsfrítt, fallegt og fellur vel að umhverfinu. Í vatni Vörulínan Ljósberg er í stöðugri þróun og vexti. Setberg Útibekkur úr stuðlabergi og harðviði. Skrúðgarður Vörur Ljósbergs má skoða í fallegum skrúðgarði við höfnina í Hafnarfirði sem kallast Sól-sýningargarður, en þessi garður var sérstaklega gerður til að sýna vörur fyrirtækja í íslenskri hönnun og framleiðslu sem tengjast yfirborðsfrágangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.