Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 35
Helgarblað 18.–21. september 2015 Fólk Viðtal 27 við Bensi mjög sterk í okkar sam- bandi og ég held að við séum enn samrýndari fyrir vikið. Heimurinn hrundi hvað eftir annað en sem betur fer púslaði hann sér saman aftur seinna um kvöldið og maður gat farið að hugsa næstu skref. Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér hvað þetta tekur á, andlega og líkamlega, nema að ganga sjálfur í gegnum þetta. Það er í raun alveg stórfurðulegt hvað þetta tekur mik- ið á og þá sérstaklega á konuna. Og ég finn það líka, að þótt ég sé ólétt núna þá er þetta ekki búið. Ferlinu lauk ekki þegar ég pissaði á prufu og mun ekki ljúka fyrr en ég er komin með barnið í hendurnar. Það er ennþá lítill hnútur á bak við hjartað sem minnir mig á að þetta er ekki sjálfsagt.“ Ófrjósemi tabú Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá fréttir af væntanlegum börnum vinkvenna þegar þau voru sjálf að bíða eftir sínu kraftaverki. „Þá kom þessi sári stingur en svo reyndi ég að ýta því í burtu. Maður verður að halda áfram í sínu verk- efni. Það skiptir svo miklu máli að konan sé í góðu andlegu jafnvægi í þessu ferli. Sjálf leyfði ég mér að finna til og var ekki að pína mig til að brosa. Það er allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður, klára það af og halda svo áfram.“ Aðspurð kannast hún við það að það ríki ákveðið tabú yfir ófrjósemi þótt það sé aðeins að breytast með aukinni umræðu „Sjálfri fannst mér óþægilegt að ræða þessi mál á meðan við vorum í ferlinu en fann það á sama tíma hvað mér fannst gott að lesa greinar og viðtöl við konur sem höfðu farið í gegnum þetta. Ég væri ansi mikill hræsnari ef ég neitaði að segja frá minni reynslu vitandi hvað mér fannst gott að lesa um sögur annarra. Það væri bara dásamlegt ef mín saga hjálpaði einhverjum. Ég var mjög heppin að komast í gegnum þetta án þess að finna fyrir meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi eins og sumar konur sem ganga í gegnum svo ferli finna fyrir.“ Gott að hverfa í fjöldann Birgitta, Bensi og Víkingur fluttust til Íslands fyrir ári síðan eftir þriggja ára dvöl í Barselóna. „Það var gott að koma heim en ég hef heyrt það frá fleirum að þegar maður flytur heim aftur tekur það heilt ár fyrir sálina að lenda. Fyrst núna er ég komin heim. Fyrsta árið vorum við mikið að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki að fara út aftur. Barselóna er dásamleg borg og við eignuðumst fullt af vin- um en við vorum heppin og gátum heimsótt Ísland reglulega. Ég kom heim vegna vinnunnar og svo kom- um við hingað á jólum og á sumrin og fengum því það besta frá Íslandi þrátt fyrir að búa úti. Eftir að hafa fengið að upplifa bæði löndin var ansi sárt að ákveða að nú mundum við fara til Íslands og bara vera þar. Það kitlar okkur alltaf að fara af stað aftur, hvort sem það er til Barselóna eða eitthvert annað. Ég er opin fyrir öllu. Það er svo ótrúlega hollt að kynnast nýjum stað og nýju fólki og ég hvet alla, sem hafa tækifæri til, að drífa sig. Ég lærði svo mikið og sér- staklega á sjálfa mig. Það er áskorun að hafa ekki allt baklandið hjá sér og læra að standa með sjálfum sér en um leið svo gefandi. Svo styrkti það okkar litlu fjölskyldu. Allt í einu vorum við ekki með alla okkar vini og fjölskyldu í kring og þar af leið- andi gerðum við þrjú meira saman. Helgarnar fóru ekki í heimsóknir, afmæli og önnur boð heldur vorum við bara að dúllast, fórum í garðinn, á skíði eða niður á strönd. Það var ótrúlega dýrmætt,“ segir hún og ját- ar því að það hafi verið þægilegt að geta látið sig hverfa í hópinn. „Ég kynntist fullt af fólki sem vissi ekk- ert um mig, mína fjölskyldu, starf eða vini. Það var ótrúlega notalegt að fá bara að vera einhver. Ég hef heldur aldrei verið týpan sem stend upp með trúðanef og segi brandara í partíum.“ Vináttan undirstaðan Þau Benedikt kynntust árið 2004 þegar þau tóku bæði þátt í upp- setningu Borgarleikhússins á söngleiknum Grease. „Við erum sem betur fer mjög góðir vinir enda tel ég að vinátta sé undirstaðan í góðu hjónabandi. Þetta er mann- eskjan sem þú ætlar að vera með öllum stundum, alla ævi, þegar þú ert ekki að vinna. Við eigum vel saman og það góða er að þótt við séum bæði með okkar kosti og galla þá læri ég af hans kostum og hann af mínum. Við eigum mjög vel saman, það er engin spurning. Bakgrunnur okkar er heldur ekkert svo ólíkur. Við komum bæði frá mjög stabílum heimilum og eigum okkar systkini. Það helsta sem skil- ur á milli er að hann er alinn upp í borginni en ég úti á landi. Bensi er mikið náttúrubarn og ýtir mér mun oftar til Húsavíkur en ég honum. Okkur finnst báðum dásamlegt að koma þangað og hitta gömlu vinina. Svo er hann mjög músík- alskur og það sem ekki allir vita er að hann var ungur heimsmeistari í samkvæmisdönsum. Það er því fullt af list í honum þótt hann hafi ungur ákveðið að mennta sig og fara aðra leið. Hann er bara ofsa- lega flottur og góður einstaklingur; klár, hlýr, skemmtilegur og heiðar- legur. Mér finnst ég mjög heppin að hafa kynnst honum.“ Missti af öllu Birgitta var á toppi ferils síns þegar hún söng með hljómsveitinni Íra- fár og var rétt titluð poppprinsessa Íslands. Hún segir það tímabil hafa verið skemmtilegt en jafn- framt erfitt. „Þetta var mikil rússí- banareið. Við unnum allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar, í nokkur ár. Ég var algjör já-mann- eskja og gerði allt sem allir báðu mig um og það gerði þetta erfitt en ég lærði mjög mikið í leiðinni. Eins og þeir vita sem hafa sökkt sér svona í vinnu þá lærir maður að meta það mikilvægasta. Er það vinnan eða er það fólkið manns? Auðvitað þurfa allir að vinna fyrir sér en fyrr má nú vera. Ég missti af öllum afmælum, brúðkaupum, fermingum og öllu því sem maður gerir með fjölskyldunni. En á sama tíma hefði ég aldrei viljað missa af þessu ævintýri.“ Ótrúlegar kjaftasögur Hún viðurkennir að áreitið hafi tekið sinn toll. „Þegar maður er svona mikið í fjölmiðlum og út um allt finnst fólki eins og það þekki mann. Það var því heilmikið áreiti og oft mjög undarlegt. Ég gerði mér samt ekki almennilega grein fyrir því fyrr en ég fór að hugsa til baka. Meðan á þessu stóð var ég bara í þessu verk efni,“ segir hún en neit- ar því aðspurð að kjaftasögur og slíkt hafi haft mikil áhrif á hana. „Ég hafði engan tíma til að setjast niður og vorkenna mér yfir slíku enda voru sögurnar oftast svo ótrú- lega vitlausar og langt frá sannleik- anum að maður gat ekki annað en hlegið. Strákarnir í sveitinni fengu að heyra meira af þessu í partíum eftir böll. Þá hittu þeir oftar en einu sinni stelpur sem héldu því fram að þær hefðu verið í meðferð með mér á Vogi. Flest var þetta eitthvað svona – alveg ofsalega fjarstæðu- kennt og langt frá sannleikanum. Ég hef alltaf verið léleg í djamm- inu og það var það sem strákarnir kvörtuðu helst undan. Eftir böll fór ég upp á hótel á meðan þeir voru úti að skemmta sér. Ég hefði glöð viljað vera með enda ung og barn- laus og það hefði eflaust verið gam- an en ég bara gat það ekki. Ef það kom fyrir að ég tók skemmtilegt djamm var ég handónýt daginn „Þá hittu þeir oftar en einu sinni stelpur sem héldu því fram að þær hefðu verið í meðferð með mér á Vogi Móðurhlutverkið best Birgitta á von á sínu öðru barni á næstu vikum. Myndir ÞorMar ViGnir Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.