Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Side 38
Helgarblað 18.–21. september 201530 Lífsstíll n Ýmsir þættir spila inn í n Þetta segja vísindin H vað ræður því eiginlega að hverjum við löðumst kyn- ferðislega? Spurningin er áhugaverð og svarið æði flókið, því aðdráttarafl virð- ist velta á samspili fjölmargra þátta. Sumir þeirra eru líffræðilegir, aðrir sálfræðilegir og enn aðrir tengjast fé- lagslegu umhverfi okkar. Hér eru tíu áhugaverð atriði sem vísindamenn hafa komist á snoðir um í rannsókn- um á aðdráttarafli. n 1 Við höfum tilhneigingu til að laðast að þeim sem líkjast okkur. Hjónasvipur er sem sagt vísindalegt fyrirbæri. Í rannsókn voru gagnkynhneigðar konur og karlmenn beðin um að skoða nokkrar andlitsmyndir og gefa þeim einkunn. Ein myndanna var andlit þátttakandans sjálfs, sem hafði með tölvutækni verið breytt í hitt kynið. Þetta var það andlit sem þátttakendum þótti undantekningar- laust mest aðlaðandi. Við erum sjálfselsk og með skýran smekk! 2 Þetta hljómar kannski örlítið óviðeigandi, en við virðumst líka laðast að fólki sem minnir á foreldra okkar. Til dæmis hefur komið í ljós að þeir sem eiga eldri foreldra laðast frekar að eldra fólki. 3 Ef líkaminn er í spenntu ástandi (til dæmis eftir líkams-rækt) og þú hittir einhvern álitlegan, ertu líklegri til að finna fyrir losta og áhuga en ella. Þetta er talið gerast vegna þess að þú misskilur líkamleg merki um æsing og upplifir að þau séu af völdum einstaklingsins. Þið horfist í augu og á sama tíma finnur þú hita í kinnum, svitadropa læðast niður eftir mjóbakinu og hraðari hjartslátt. Þú skynjar þessi merki sem aðdráttarafl, en horfir framhjá því að líklega er ástandið til komið vegna tvöfalda eróbikktímans sem þú varst að koma úr. 4 Það er engin lygi að kortér í fimm breytast allir í lostagoð og gyðjur. „Bjórgleraugu“ eru nefnilega raunverulegt fyrirbæri. Því meira sem þú drekkur á barnum, því meira aðlaðandi finnst þér fólkið í kringum þig. Áfengið hefur líka áhrif á hversu girnileg við upplifum okkur sjálf – enda oft talað um það sem sjálfstraust í fljótandi formi. 5 Ef þú ert að leita að langtíma rómantísku sambandi, er líklegt að þú hafir meiri áhuga á þeim sem eru dálítið erfiðir og falla ekki fyrir þér eins og skot. Þarna er kannski að verki sama lögmál og gildir um aðra fágæta muni sem mannskepnan girnist. 6 Pikköpplínur virka sjaldan – þetta hafa vísindin leitt í ljós. Bæði konur og karlar kjósa miklu frekar að heyra eitthvað einlægt og einfalt, eins og „hæ“, „viltu dansa“, eða „hvernig þekkir þú gestgjafann“. Setningar eins og „hei, ég er með tannpínu, þú ert aðeins of sæt“, „ég er eldfjallafræðingur, má ég síga ofan í sprunguna þína?“, eða „var ekki vont að detta af himnum ofan?“ eru mun ólíklegri til að virka. 7 Aðdráttarafl er samspil margra skynfæra. Það skiptir ekki bara máli hvernig manneskjan lítur út, heldur hvernig hún lyktar, hvernig bragð er af munninum hennar við fyrsta kossinn, hvernig röddin hljómar og hvernig hún snertir þig. Þegar allt smellur eru áhrifin ótvíræð. 8 Tíðahringur gagnkynhneigðra kvenna hefur áhrif á hvers konar körlum þær laðast að. Í kringum egglos laðast þær frekar að mönnum með ytri einkenni karlmennsku og testósteróns, eins og djúpa rödd, mikinn vöðvamassa, hæð og hárvöxt. Kvenlegri gaurar eiga meiri möguleika utan egglostímans. 9 Gagnkynhneigðir karlmenn eru sérstaklega veikir fyrir rauðklæddum konum. Enginn annar litur á séns í þann rauða. Möguleg skýring á þessu gæti verið sú, að ýmsir líkamspartar kvenna roðna við kynferðislega örvun. Nýleg rannsókn leiðir að því líkur að konur, sem vilja láta frjóvga sig, nýti sér þetta með því að klæðast rauðu á frjósemistíma tíðahringsins. Spáið svo í rauðar varir, hvað minna þær helst á? 10 Árstíðirnar virðast skipta máli. Öfugt við það sem flestir halda eru það ekki sumrin sem æra okkur af losta. Í rannsóknum hefur komið fram að gagnkynhneigðir karlmenn finna til meiri löngunar í líkama kvenna á veturna, en ekki á sumrin þegar sést í meira hold. Rómó Hann: „Hún var bara svo ómótstæðileg þegar ég kom þarna út úr eróbikktíman- um, dúðuð í eldrauða kraftgallann sinn!“ Hún: „Oh, hann minnir mig á pabba …“ Mynd www.123Rf.coM Kósí „Þú ert spegilmynd af mér!“ Mynd www.123Rf.coM Þess vegna löðumst við að sumum Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Kossar Skemmtileg heilsubót n Flestir, eða um tveir þriðju mannkyns, halla höfðinu til hægri í kossum. n Þegar þú kyssir einhvern í fyrsta sinn fram- leiðir heilinn tauga- boðefnið dópamín sem fær þig til að vilja meira. Þú verður kossasjúk/ur. Dópamín getur líka truflað svefn og minnkað matarlyst. n Kossar auka líka framleiðslu á adrenalíni og noradrenalíni. Þannig slær hjartað hraðar, meira blóð flæðir til heilans og sjáöldrin víkka – sem gæti verið ástæða þess að við lokum oft augunum. n Þegar þú kyssir einhvern notar þú ekki aðeins 34 vöðva andlitsins, heldur einnig 112 vöðva líkamans. Kossar eru þess vegna prýðileg líkamsrækt. n Þann 16. júlí 1479 bannaði Hinrik VI Englandskonungur kossa í kon- ungsríkinu. Þetta gerði hann til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdóma. n Árið 1910 voru kossar í frönskum lestum hins vegar bannaðir. Þeir gátu nefnilega valdið töfum og truflunum í lestarkerfinu. n Heimsins lengsti koss, samkvæmt heimsmetabók Guinness, var 58 klukkustundir, 35 mínútur og 58 sekúndur. Metið á taílenska parið Ekkachai og Laksana Tiranarat. n Gagnkynhneigðir karlmenn sem kyssa konur sínar bless á morgnana, áður en þeir skunda á skrifstofuna með hatt og skjalatösku, lifa að jafnaði fimm árum lengur en þeir sem ekki gera það. n Í kossarannsóknum hefur komið fram að 56% fólks segjast aldrei kyssa af ástríðu. Á Ítalíu er þessu öðruvísi farið, þar segjast 75% stunda ástríðufulla kossa nokkrum sinnum í viku. Molto bene! n Það er til sérstök vísindagrein sem fjallar um kossa. Hún heitir „philematology“. n Með því að kyssa einhvern í eina mínútu brennir þú 26 hitaeining- um. Þú þarft sem sagt 18 mínútna kelerí til að brenna einu Snickers. Kelerí borgar sig! n Mannfræðingar áætla að 90% mannkyns stundi kossa. Kossasiðir geta hins vegar verið mjög mismun- andi eftir menningarsvæðum. Kynlausir titlar og persónufornöfn Nýlega var kynlausa titlinum Mx. bætt í hóp titla eins og Mr. Mrs. og Miss í Oxford orðabókinni. Baráttu fólk um hinsegin réttindi hafði löngum bent á nauðsyn þess að kynlaus titill væri aðgengilegur fyrir þá sem skilgreina sig hvorki sem karl né konu. Í mars á þessu ári varð Svíþjóð fyrsta landið til að taka opinber- lega upp kynlausa persónufor- nafnið hen. Þannig er nú hægt að ávarpa fólk, sem fellur utan tvípóla kynjakerfisins, á réttari og nær- gætnari hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.