Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 42
34 Skrýtið Sakamál Helgarblað 18.–21. september 2015 dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is Íslenskur hugbúnaður í 16 ár Veldu íslenskan hugbúnað Þ vert á ráðleggingar fyrrver- andi eiginkonu sinnar afréð Kevin Gates að ganga í hjóna- band með Mary Lucretiu Gates. Kevin þessi var sendill fyrir UPS-póstþjónustuna í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum. Mary hafði verið vinkona Donnu, fyrrver- andi eiginkonu Kevins, og hafði á stundum gætt Russels, sonar Kevins og Donnu. Þegar Kevin og Donna skildu flutti Mary inn til Kevins, hún var í húsnæðisvandræðum og virtist sem fyrirkomulagið hentaði báðum vel því Kevin vann langan vinnudag og vantaði ráðskonu og einhvern til að líta til með Russell. „Þetta var gott fyrirkomulag,“ sagði Kevin síðar, en hann og Mary gengu í það heilaga árið 2004. Syrtir í álinn Vart höfðu Kevin og Mary farið með hjúskaparheit sín er syrta fór í ál- inn á heimilinu og nánast áþreif- anleg spenna sveif þar yfir vötnum. Að sögn Russels þoldi Mary meðal annars ekki hve gott samband Kevins og hans og systur hans var. „Hún kvartaði sí og æ yfir því að hún væri út undan, í reynd vildi hún hafa pabba gjörsamlega fyrir sig,“ sagði Russel og bætti við að Mary gerði í því að niðurlægja hann fyr- ir framan vini hans og laug því að kennara hans að hann svikist um að vinna heimaverkefnin. „Það nægði að líta í augu hennar, þá hugsaðirðu: Þessi manneskja er hefnigjörn,“ sagði Russel um stjúpmóður sína. Mary viðrar morðhugmyndir Sumarið 2007 tók steininn úr, að mati Kevins, þegar Mary fór til lög- reglunnar og sagði Russel hafa geng- ið í skrokk á systur sinni og krafðist þess að Kevin kastaði Russel á dyr. „Ég harðneitaði að gera nokkuð slíkt því ég vissi að hún var að ljúga,“ sagði Kevin um þá uppákomu. Þaðan í frá, sagði Kevin, lá leiðin niður á við og Mary lét feðgana finna fyrir því. Í nóvember sama ár gaf Mary sig á tal við nágranna þeirra hjóna, Marty Frost, og ámálgaði við hann hvort hann væri ekki til í að senda Kevin yfir móðuna miklu. Marty tók þessari fyrirspurn sem undarlegu gríni og sagði Mary að fara heim og spjalla við bónda sinn. Leit að launmorðingja hefst En Mary var ekki á þeim buxunum heldur bar hugmyndir sínar undir Heather McNeal, vinkonu sína sem dvaldi á heimili Gates-hjónanna. Mary vissi sem var að fyrrverandi kærasti Heather hafði verið í glæpa- gengi og spurði hana hvort hann vissi hvar launmorðingja væri að finna. Í skiptum fyrir veitta aðstoð lofaði Mary að kaupa hús fyrir líftryggingar- féð sem hún sá fram á að fá í hend- urnar. Heather snarbrá og sagði Kevin frá ráðabruggi eiginkonu hans og Kevin fór rakleitt til lögreglunnar. Ekki trúað Lögreglan lagði ekki mikinn trúnað á frásögn Kevins í fyrstu, en nokkrum vikum síðar fékk Kevin að vita að Mary hefði einnig haft samband við Marty. Mary hafði boðið Marty 6.000 Bandaríkjadali fyrir að koma Kevin fyrir kattarnef. Nú vaknaði áhugi lög- reglunnar. Heather samþykkti að setja sig í samband við Mary og hljóðrita sam- tal þeirra og átti sá fundur sér stað 29. nóvember 2007. Mary staðfesti að hún vildi að Kevin yrði fyrirkomið og sagðist greiða fyrrverandi kærasta Heather, eða einhverjum vina hans, fyrir. Í gildru lögreglunnar Viku síðar hitti Mary rannsóknarlög- reglumann sem hún hélt að væri launmorðingi og komust þau að því samkomulagi að morðið ætti að líkj- ast ráni og að Kevin yrði skotinn í höfuðið. „Hafðu engar áhyggjur af subbuskap, dreptu hann bara. Það skiptir mig engu máli hvort kistan verður opin eða lokuð við útförina,“ sagði Mary og náðust ummæli henn- ar á upptöku. Áður en leiðir Mary og „laun- morðingjans“ skildi lét hún hann fá ljósmynd af Kevin og handskrifaðar upplýsingar um vinnutíma hans og hvaða leið hann fór til vinnu. Mary lagði á það áherslu að Kevin yrði að vera liðið lík innan hálfs mánaðar. Játning og dómur Til að gera langa sögu stutta þá var Mary handtekin daginn eftir og hún ákærð fyrir að hvetja til morðs. Í júní árið 2008 játaði hún sig seka og var dæmd til fimm ára fangelsisvistar og fékk að auki 10 ára skilorðsbundinn dóm sem tæki gildi að afplánun lok- inni. n Mary bruggar banaráð n Hjónabandssæla Kevins og Mary varð ekki langlíf n Kevin lifði í stöðugum ótta um skeið„Hafðu engar áhyggjur af subbu- skap, dreptu hann bara. Lifði í ótta Kevin vissi að Mary myndi láta til skarar skríða, en ekki hvenær. Bruggaði launráð Mary hugsaði eiginmanni sínum þegjandi þörfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.