Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 47
Menning 39Helgarblað 18.–21. september 2015 Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... Þ jóðleikhúsið hóf leikárið með frumsýningu á nýju íslensku verki, Móðurharðindunum, eftir Björn Hlyn Haraldsson. Verkið fjallar um hina ríflega áttræðu Friðriku og kaldranaleg og illkvittin samskipti hennar við fjöl- skyldu sína og aðra samferðamenn. Eiginmaður hennar er nýlátinn og systkinin Arnmundur og María eru komin til þess að vera við kistulagn- ingu og jarðarför föður síns. Lítið samband hefur verið á milli fjölskyldumeðlima á liðnum árum og ljóst að ekkert þeirra hlakkar til endurfundanna. Það er spenna í loft- inu, þau vonast auðvitað eftir fullri kirkju og mörgum minningargrein- um, helst opnu, í Morgunblaðinu. Arnmundur er líka á tánum með sporavinnuna en móðir hans á ekki í nokkrum erfiðleikum með að koma á framfæri fyrirlitningu sinni á AA- samtökunum og öllum þeim andlegu leiðtogum sem Arnmundur hefur til- beðið á listamannsferlinum. Ferlega fyndið en líka grunnt og gloppótt Hugmyndin er góð, verkið er hlaðið kolsvörtum húmor en handritið líð- ur fyrir að vera grunnt og gloppótt. Persóna Maríu er til dæmis óljós, hvaðan er hún að koma og hvað verður um hana í lok verks? Og þrátt fyrir að eiginmaðurinn hafi augljós- lega verið virkur í samfélaginu þá hefur enginn samband við ekkjuna og erfidrykkjan fer fram á heimili hins látna. Þær minningargreinar sem vitnað var í hefðu tæplega ratað í gegnum ritstjórn Morgunblaðsins og það sækir að manni sá grunur að höfundur hafi ekki viðað að sér nægri þekkingu á lífsháttum efri stéttarinnar, hér fyrr á árum, til þess að geta byggt upp trúverðuga grind um sögupersónurnar. Friðrika, sem er eldklár, reynir á engan hátt að dylja andúð sína á samkynhneigð sonar síns, holda- fari og klæðaburði dóttur sinnar að ógleymdri fyrirlitningu á nýlátnum eiginmanninum og allri hans ætt úr Flóanum. Kjartan Guðjónsson fer með hlutverk gömlu nornar innar. Leikstíllinn er ýktur, eins og búast má við, þegar kona er leikinn af karl- manni, skældar hreyfingar og svip- brigði sem vart teljast hæf til mynd- birtingar. Þetta þrælvirkar í öllum illkvittnu tilsvörunum og áhorfendur geta tæplega varist því að tárast ítrek- að úr hlátri. En þrátt fyrir kostulega spretti þá tekst Kjartani hins vegar ekki að skapa neina samkennd með Friðriku eða vekja forvitni áhorfenda um rætur persónu hennar. Þar verður fyrst og fremst að sakast við handrit. Siggi Sigurjóns fer á kostum Sigurður Sigurjónsson fer með hlut- verk Snæbjarnar. Hann kemur frá fé- lagsþjónustunni og aðstoðar Frið- riku við eitt og annað. Sigurður var frá fyrstu innkoma algjörlega frá- bær. Vonlaus einstæðingur sem um- ber kerlinguna með einhverjum óskiljan legum hætti, enda fær hann greitt fyrir viðveruna. Árni Pétur Guðjónsson er sniðinn í hlutverk Arnmundar, sonar Frið- riku. Hann hélt hins vegar óþarflega mikið aftur af sér, hefði að ósekju mátt keyra af meiri krafti á væmni píslarvottsins og vera einlægari í allri sinni andlegu leit. Ræðan hans í jarðar förinni náði til dæmis ekki því flugi sem textinn gaf tilefni til og í raun undravert hvernig Kjartani tókst að bjarga atriðinu með óborgan- legum Davíðssálmi sínum á eftir. Togstreitan á milli þeirra hefði ef til vill logað heitar hefði Árni Pétur lagt kapp á að reyna að verða aðalhlut- verk sýningarinnar. Ólafía Hrönn fór með hlutverk dótturinnar, Maríu, og Hallgrímur Ólafsson lék prestinn Svalbrand. Þau fengu ekki úr miklu að moða frá höf- undi, persónusköpun þeirra var ódýr og óspennandi. Umgjörð á villigötum Þrátt fyrir Drápuhlíðargrjótið þá fannst mér leikmyndin ekki ná full- komlega að fanga íslenskt heimili. Þrumuveðrið hljómaði líka undar- lega, líkt og frú Friðrika væri bara flutt í svissnesku Alpana. Búningarnir voru ágætir nema jarðarfarardress Friðriku. Það hefði verið hægt að finna trúverðugri fatnað sem þó hefði verið hrópandi rangur. Niðurstaðan er einstaklega fyndin sýning, hárbeittar setningar og hröð framvinda. Ég skemmti mér alveg konunglega og það er auðvitað bless- unarvert. Engu að síður hefði mátt vinna meira í handritinu, fínpússa leikstíl og kafa betur eftir íslenskum klisjum úr öllum okkar fullkomnu fjölskyldum. n Fólk í okkar ætt … Móðurharðindin eftir Björn Hlyn Haraldsson Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Móðurharðindin Leikstjóri og höfundur: Björn Hlynur Haraldsson Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Kjartan Guðjónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Hallgrímur Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Leila Arge og Axel Hallkell Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Dramatúrg: Símon Birgisson Fyndin Móðurharðindin er fyndin sýning en líður fyrir- grunnt og gloppótt handritið. Pólitískar oFsóknir og ævintýralegur Flótti n íranska flóttakonan nazanin askari segir sögu sína í nýju leikriti eftir Mörtu nordal víða um heim – meðal annars Íran. Um hvernig þær eru pyntaðar og fangelsaðar,“ segir Nazanin. Ísland eins og að lenda á Mars Nazanin segir fólk í Íran hafi brenglaða mynd af Evrópu og Vesturlöndum og sjái þar allt í hillingum, þar sé allt full- komið. „Ef ég færi til baka myndi ég út- skýra fyrir fólki hvað það er margt gott við lífið í Íran í raun. En þetta er bara afleiðing þess hversu upplýsingaflæð- ið er slæmt. Internetið er ritskoðað – kannski ekki eins og í Norður-Kóreu en samt þannig að fólk fær ekki að skoða allt það sem það vill. Það er líka ómögulegt að ferðast til Evrópu nema maður sé kominn á sextugsaldur og þá er samt mjög erfitt að fá vegabréfs- áritun, það þarf að tryggja að maður sé ekki að flýja landið.“ Nazanin kom til Íslands fyrir til- viljun árið 2011. Hún stefndi til Kanada en fylgdarmaðurinn treysti sér ekki lengra og taldi Ísland nógu öruggt. Hún gaf sig fram og sótti um stöðu flóttamanns. Nazanin segir það hafa verið erfitt að aðlagast landinu, hún hafi átt í erfiðleikum með málið og einangrast. Hún hafi átt stóra og nána fjölskyldu í Íran en verið allslaus hér á landi. Íslendingar hafi þá ekki verið jafn gestrisnir og hjálpsamir og Íranir. „Fyrst leið mér eins og ég hefði verið tekin úr fjölmennu landi og sett niður á Mars – ég var eins og geim- vera. Fólk veit ekkert um Íran. Ég varð að útskýra fyrir fólki að ég væri í raun frá mjög vel stæðu landi því fólk hélt að ég væri að koma frá miðri eyði- mörk. Fólk spurði mig: „eruð þið með þvottavélar í Íran?““ segir Nazanin. Vill upplýsa um ástandið í Íran Trúarbrögð eru eitt af þeim málefnum sem eru ávallt í bakgrunni þegar rætt er um Íran enda hefur landinu verið stjórnað af klerkum frá byltingunni 1979 og lögin byggð á trúarritinu. „Ég var fædd múslimi en ég er ekki trúuð – ég trúi einfaldlega á mannkynið. Þar sem ég er lýðræðissinni virði ég þó rétt annarra til að trúa. Íslam er svo gömul trúarbrögð að ef maður byggir landslög á þeim leiðir það auðvitað af sér hörmungar. Það ætti aldrei að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum,“ segir hún. Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í leiksýningunni til að fá tækifæri til að fræða fólk um ástandið í heima- landi hennar. „Skylda hvers aðgerða- sinna er að fanga athygli heimsins eða hóps, hvort sem það er einn, tíu eða þúsund manns. Þér tekst vel til þegar þú nærð að beina athygli heimsins að tilteknu málefni. Þá fer fólk að velta fyrir sér mögulegum lausnum. Það eina sem við – fólkið í útlegð frá Íran – getum gert er að láta heiminn vita hvað sé í gangi í landinu okkar,“ segir Nazanin. Nazanin verður sýnt í Tjarnarbíói í september og október. n „Maður tekur bara þá ákvörðun að flýja ef maður er í raun- verulegri hættu og er því tilbúinn að samþykkja þessa erfiðu og hættu- legu ferð. Nazanin er ekki hefðbundið skáldað leik- verk heldur heimildaleikhús þar sem raun- veruleg manneskja segir eigin sögu en vinnur hana í samstarfi við sviðslistafólk. Marta Nordal segist lengi hafa haft áhuga á því að takast á við málefni flóttamanna og innflytjenda í gegnum slíkt heimildaleikhús. „Heimild leikhús getur fært málefni flóttamanna og innflytjenda miklu nær okkur en annars konar leikhús getur gert. Með leikurum er auðveldara að fjarlægja sig efninu,“ segir Marta. „Norrænt leikhús er svo einsleitt, þar hefur hvítur maður staðið á sviðinu og túlkað allt. En í þeim fjölmenningarsam- félögum sem Norðurlönd eru orðin þá verðum við að spyrja okkur: hvar er rödd flóttamanna og innflytjenda?“ segir Marta. „Mér finnst leikhúsið oft vera svo máttlítið í pólitísku samhengi og erfitt að hafa pólitísk áhrif. En þetta er kannski í fyrsta skipti sem mér finnst ég vera að fjalla um eitthvað raunverulegt. Í leikhúsinu er maður auðvitað alltaf að fjalla um raunverulegar tilf- inningar, sterka sögu og átök og slíkt, en þarna er maður að fjalla um pólitískan raunveruleika sem fólk berst á banaspjót fyrir. Þá finnur maður fyrir því hvað leikhús getur raun- verulega gert.“ Áhrif heimildaleikhússins Leikstjórinn og sögumaðurinn Nazanin segir áhrifaríka sögu sína á sviðinu í Tjarnarbíói. ÞorMar Vignir gUnnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.