Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 48
Helgarblað 18.–21. september 201540 Sport Lítið spilað Alfreð Finnbogason Gullskórinn í Hollandi 2014 hefur mestmegnis verið geymdur í frystikistunni. Komið inn í misstuttan tíma í þremur leikjum en á meðan hann hefur verið inn á hefur Ísland gert tvö mörk en andstæðingarnir ekkert. En hann hefur leikið of lítið svo hægt sé að dæma um það. Viðar Örn Kjartansson Viðar hefur aðeins verið í mýflugumynd í undankeppninni. Kom inn á í nokkrar sekúndur gegn Tyrklandi heima og svo í fimm mínútur gegn Kasökum þegar liðin höfðu sæst á jafntefli. Hefur leikið of lítið til að vera gefin einkunn. Ólafur Ingi Skúlason Hefur þrívegis komið inn á á loka­ mínútum. Of lítið til að tala um. Gylfi bestur Hannes Þór Halldórsson Einkunn: 8,5 Besti leikur: Holland úti Eftir erfiðan seinni leik í Zagreb gegn Króatíu óttaðist maður að það hefði áhrif á Hannes í þessari undankeppni. En för markvarðarins til Noregs virðist hafa tvíeflt hann og staða hans sem markvörður númer eitt hjá landsliðinu stendur á traustari fótum nú en nokkru sinni fyrr. Birkir Már Sævarsson Einkunn: 8 Besti leikur: Holland úti Hóf undankeppnina á varamanna­ bekknum þar sem Lars og Heimir veðjuðu á Theodór Elmar í stað hans. En eftir martraðarleik Theodórs Elmars í Plzen í Tékklandi stökk Birkir á tækifærið til að koma aftur í liðið og nýtti það til hins ýtrasta. Ragnar Sigurðsson Einkunn: 9 Besti leikur: Holland heima Árbæingurinn á mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína í undankeppn­ inni. Var afar traustur í öll­ um leikjum liðsins og setti hvern framherj­ ann á fætur öðrum í rassvasann. Þá gerði hann mikilvægt mark gegn Tékkum úti þegar við töpuðum en það mark mun telja ef við endum jafnir Tékkum. Því í keppn­ um á vegum UEFA eru það innbyrðis viðureignir sem telja. Hefði fyrri leikurinn farið 2–0 Tékkum í vil fengju þeir efsta sætið. En fyrst innbyrðis viðureignir eru jafnar þá verðum við fyrir ofan þá á markatölu. Kári Árnason Einkunn: 9 Besti leikur: Tékkland heima Ég man vart eftir því að Kári hafi stigið feilspor í undankeppninni. Myndar afar gott par með Ragnari. Átti stóran þátt í fyrsta markinu gegn Tyrklandi heima og það var sending frá honum sem var upphafið af vítaspyrnunni í Hollandi. Ari Freyr Skúlason Einkunn: 8,5 Besti leikur: Tyrkland heima Líklega einhver besti vinstri fótur sem við Íslendingar höfum átt. Gullsendingar hans gegn Tyrkjum heima (á Kolbein) og gegn Tékklandi heima (á Aron Einar) eru gott dæmi um nákvæmni hans. Birkir Bjarnason Einkunn: 8 Besti leikur: Kasakstan úti Vinnuþjarkurinn á vængnum. Hefur átt góða undankeppni. Það var hann sem sótti vítið gegn Hollandi og það var hann sem gekk frá Kasakstan í leiknum ytra sem var mun erfiðari leikur en margir töldu. Aron Einar Gunnarsson Einkunn: 8,5 Besti leikur: Holland úti Fyrirliðinn hefur myndað gott samband við Gylfa Þór Sigurðs­ son. Var í vandræðum í Tékklandi en þar með er það upp­ talið. Skoraði mikilvæg mörk gegn Lettum og Tékkum en leikurinn gegn Hollandi í Amsterdam er líklega hans besti landsleikur. Gylfi Þór Sigurðsson Einkunn: 10 Besti leikur: Holland heima Besti leikmaður undankeppninnar það sem af er. Ekki bara í okkar liði eða í okkar riðli heldur í undankeppninni allri fyrir Evrópumeistara­ mótið sem fram fer í Frakkalandi. Hefur verið allt í öllu í leik Íslands. Jóhann B. Guðmundsson Einkunn: 7,5 Besti leikur: Kasakstan úti Jói missti af fyrstu leikjum Ísland vegna meiðsla. En hefur unnið sig vel inn í undankeppnina og var nálægt því að stela stigi í Tékklandi þegar Petr Cech varði ótrúlega frá honum. Verður lykilmaður í Frakklandi úti á kanti eða jafnvel frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Jón Daði Böðvarsson Einkunn: 8 Besti leikur: Holland heima Yngsti leikmaður liðsins hóf veisluna með fyrsta marki undankeppninnar gegn Tyrkjum heima. Hefði einhver efast um Jón Daða þá voru þeir efasemdarmenn kjaft­ stopp eftir leikinn gegn Hollendingum hér heima. Leikmaður sem á aðeins eftir að vaxa eftir að hann fer til Kaiserslautern í Þýskalandi frá Noregi. Kolbeinn Sigþórsson Einkunn: 8 Besti leikur: Tékkland heima Hefur leikið alla leikina í undankeppninni en verið óvenju róleg­ ur miðað við form hans með lands­ liðinu en hann skoraði þó líklega mikilvægasta markið, sigurmark­ ið gegn Tékkum sem fór langt með að tryggja sæti okkar í Frakklandi. Nálgast markamet landsliðsins með 17 mörk en metið er 25 mörk og tilheyrir Eiði Smára Guðjohnsen. Theodór E. Bjarnason Einkunn: 7,5 Besti leikur: Holland heima Virtist vera búinn að eigna sér hægri bak­ varðarstöðuna eftir frábæra leiki gegn Hollandi og Tyrkj­ um hér heima. En lenti svo í miklum vandræðum í Plzen í Tékklandi og missti í kjölfarið hægri bakvarðarstöð­ una til Birkis Más. Emil Hallfreðsson Einkunn: 7,5 Besti leikur: Holland heima Emil Hallfreðsson hefur leikið sex leiki það sem af er undankeppninni og verið ágætur. Oftast leyst stöðu vinstri kantmanns en ekki alveg tekist að færa sitt góða form með félagsliði yfir í landsliðið. Hefur aðeins gert eitt landsliðsmark á ferlinum. Eiður Smári Guðjohnsen Einkunn: 7 Besti leikur: Kasakstan úti Væntanlega síðasta undankeppni Eiðs Smára. Hann byrjaði einn leik í keppninni en það var í mars á meðan hann var í fullu fjöri í ensku 1. deildinni með Bolton. Hann lék þann leik gegn Kasökum vel. Hinn leikurinn var gegn Hollandi úti þar sem hann kom inn á sem varamaður. Rúrik Gíslason Einkunn: 7 Besti leikur: Lettland úti Hefur tekið minni þátt í þessari undankeppni en þeirri síðustu og á enn eftir að byrja leik. Skoraði í innkomu sinni gegn Lettum en 28 mínútur er það mesta sem hann hefur fengið í undankeppninni en það var gegn Tékkum ytra. Lars og Heimir Einkunn: 9,5 Fullkomin undankeppni hjá þeim ef leik­ urinn hjá Tékkum ytra er undanskilinn. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni að íslenska karlalandsliðið er komið á EM í Frakk- landi á næsta ári. Liðið hefur spilað átta leiki í undankeppninni og aðeins notað í þeim 18 leikmenn. Þetta eru einkunnir fyrir þeirra framlag í riðlakeppninni. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.