Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Qupperneq 54
46 Fólk Helgarblað 18.–21. september 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is É g er búinn að horfa á amerísku og bresku þættina og hef að­ eins kíkt á þá áströlsku og dönsku líka. Maður verður að gera þetta almennilega fyrst maður er kominn inn í þetta hlut­ verk,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, einn þjálfara í tónlistar­ þættinum The Voice sem sýndur verður á Skjá Einum í byrjun næsta mánaðar. Tökum á blindu áhorfendapruf­ unum er þegar lokið og Helgi segist vera kominn með flottan og breið­ an hóp af keppendum sem hann mun nú miðla reynslu sinni til. „Það skemmtilegasta við hlutverkið er að vinna með þessum keppendum, finna lög fyrir þá og útfærslu og hjálpa þeim að komast sem lengst áfram. Í keppninni er jákvæðnin í fyrir rúmi og það finnst mér einmitt svo heill­ andi. Við munum hjálpa þátttak­ endum með hvort tveggja rödd og framkomu en þar kemur mín reynsla sterk inn,“ segir Helgi sem auk söngs­ ins er reyndur leikari og lagasmiður. Helgi játar því að vissulega þurfi hugrekki til að taka þátt í keppni sem þessari. „Sérstaklega fyrir þá sem eru lengra komnir. Þeir eru að leggja meira undir. Það er viðbúið að ein­ hverjir komist ekki áfram, enda ekki pláss fyrir alla, og það er mjög erfitt. Það er svo margt sem kemur inn í eins og dagsformið, hvernig liðið er skipað og margt annað. Eflaust hefðu sumir átt frekar skilið að halda áfram en aðrir en svona er þetta bara.“ n indiana@dv.is „Ekki pláss fyrir alla“ Helgi Björnsson miðlar reynslu sinni til keppenda Helgi Helgi segir jákvæðnina í fyrir- rúmi í The Voice. Mynd Sigtryggur Ari N ámskeiðið Stelpur filma!, var haldið í vikunni, á vegum Skóla­ og frístunda­ sviðs Reykjavíkurborgar og Alþjóð legrar kvikmynda­ hátíðar í Reykjavík, RIFF. Markmiðið með námskeiðnu er að rétta af kynja­ hlutfallið í kvikmyndagerð og skapa stelpum umhverfi til að búa til bíó­ myndir. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verk­ efnastjóri Stelpur filma!, segir nám­ skeiðið hafa gengið vonum fram­ ar. „Hér hafa 66 stelpur spreytt sig á kvikmyndagerð og lært af þeim allra bestu í bransanum í dag. Hver af þeim 11 skólum sem komust að í verkefninu mun gera fimm mínútna mynd sem verður sýnd í kvikmynda­ húsi á næstu dögum. Frumsýningin er háleynileg en almenningi gefst tækifæri til að sjá myndirnar á RIFF­ kvikmyndahátíðinni helgina 3. og 4. október kl. 13 í Norræna húsinu þar sem aðgangur verður ókeypis.“ Stelpur filma! byggist á hug­ myndafræði rokkbúðanna Stelpur rokka! sem stofnaðar voru 2012 og má segja að þau námskeið hafi sleg­ ið í gegn. Hugmyndafræðin byggist á að nánast eingöngu konur koma að námskeiðinu og er með því verið að skapa sem bestu aðstæður sem kostur er fyrir stelpur til að skapa og tjá sig. „Hugmyndir stelpnanna eru ótrúlega fjölbreyttar og viðfangs­ efnin spennandi. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim eflast í sköpunargleðinni og það er ómetan­ legt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Fríða Rós. DV heimsótti stelpurnar í Nor­ ræna húsið og fylgdi þeim í tökur. Glatt var á hjalla og þær voru væg­ ast sagt innblásnar og einbeittar. Nokkrar þeirra höfðu þetta að segja um þátttökuna á námskeiðinu n n Sköpunargleði gegn kynjaskekkju í kvikmyndabransanum Stelpur filma! „Það var æðislegt að fá að kynnast öllu fólkinu, sérstaklega Baltasar. Takk kær­ lega fyrir mig og lífið er yndislegt. Helga rún „Það sem mér fannst standa upp úr var fyrirlesturinn sem Elísabet Ronalds­ dóttir hélt um klippingar. Jóhanna Lan „Ég hef lært hvernig á að búa til handrit, taka upp og klippa stuttmyndir. Svona tækifæri fær maður ekki oft en ég er glöð að hafa fengið það. Bjarndís Lind Jónsdóttir„Ég er ótrúlega ánægð að hafa fengið þetta tækifæri og það mun klár­ lega hjálpa mér í framtíðinni. Brynhildur Vala „Mér fannst mjög skemmtilegt að hlusta á fólkið sem kom og hélt fyrir lestra og lít mikið upp til þeirra. Þetta er búið að vera frábært tækifæri og ég gæti vel hugsað mér að vinna við kvik­ myndir í framtíðinni. Marta María„Námskeiðið var ekkert smá skemmtilegt! Ég er svo heppin að hafa fengið að taka þátt og ég efast ekki um að þetta muni nýtast mér í framtíðinni. Helga Björg ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Stelpur í kvikmyndagerð Þær Helga Björg Óladóttir, Marta María Stephensen, Jóhanna Lan, Helga Rún Hermannsdóttir, Brynhildur Vala Björns- dóttir og Bjarndís Lind Jónsdóttir voru meðal þátttakenda á námskeiðinu. Hver með sitt hlutverk Í tökunum skiptu stelpurnar með sér hlutverkum. Fagkonur framtíðarinnar Stelpurnar á nám- skeiðinu höfðu aðgang að öllum græjum sem þarf til að búa til bíómynd. Hugmyndaríkar Stelpurnar fengu tækifæri til að koma ótrúlega fjölbreytt- um hugmyndum sínum í framkvæmd. Sáttar við árangur Elísabet Ronaldsdóttir klippari og Fríða Rós Valdimarsdóttir verkefnastjóri komu báðar að námskeiðinu. M y n d ir Þ o r M A r V ig n ir g u n n A r SS o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.