Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Qupperneq 27
Jólahlaðborð - Kynningarblað 3Helgarblað 9.–12. október 2015 Culina: Allt eldað frá grunni Allt frá purusteik til grænmetisrétta C ulina er veisluþjónusta þar sem áhersla er lögð á að elda alla rétti frá grunni. Maturinn er án aukaefna og óþekktra rotvarnarefna eða ofnæmis­ valda. „Maður er ekkert að svíkja prinsippin þó að það séu jólin,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslu­ meistari og eigandi Culina, aðspurð hvort þessi hreinleiki fæðunnar sé ráðandi á jólahlaðborðum veislu­ þjónustunnar. Viðskiptavinir Culina geta treyst því að þeir fái hreina fæðu sem elduð er frá grunni. „Þar sem við erum veisluþjón­ usta en ekki veitingastaður þá er enginn ákveðinn tími fyrir jólahlað­ borðið, það er í rauninni hægt að panta þetta hvenær sem er. Ég er annars vegar með jólahlaðborð þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hins vegar jólahlað­ borð bara fyrir grænmetisætur,“ segir Dóra Svavarsdóttir. Löng hefð er fyrir því að grænmetisætur leiti til Culina varðandi jólahlaðborð: „Ég var í Á næstu grösum árum saman, sem var auðvitað græn­ metisveitingastaður, og það hafa margir fylgt mér þaðan, þó að þessi þjónusta sé öðruvísi.“ Þeir sem vilja hefðbundið hlað­ borð fá svo sannarlega sitt enda er Dóra bæði með á boðstólum puru­ steik og kalkún. Sérstaða jólahlað­ borðsins frá Culina er hins vegar gómsætir, kjötlausir réttir á borð við graskersböku og hnetusteik. Jólamatseðill Culina Snittur í forrétt: Blini með reyktum laxi, spínatbaka með blaðlauk og riccotta, fyllt egg með fáfnisgrasi og rauðrófugrafinni bleikju, maltsoðið lamb með steinseljurótarmauki á steiktu brauði Aðalréttahlaðborð: Hægeldaður kalkúnn með rósmarín og smjöri, purusteik, graskersbaka með kórí­ ander og engifer, villisveppasósa ristað rótargrænmeti með tímjan, sætkartöflumús, eplasalat með val­ hnetum, nýsoðið rauðkál með kanil, púrtvínssoðnar plómur. Brauð og lakkríssmjör Eftirréttir: Súkkulaðimús með espresso­tóni Möndlugrautur og saftsósa Marineraðir ávextir með myntu Þessi herlegheit kosta 5.500 krónur á mann, lágmarkspöntun er fyrir 20 manns. Það má sleppa forréttinum ef fólk kýs svo og er verðið þá 4.500 krónur. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.