Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 10
Helgarblað 16.–19. október 201510 Fréttir Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Hlutabréf í CCP boðin til sölu á bland.is H lutabréf í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP eru boðin til sölu á bland.is á 2.500 krónur á hlut. Í aug- lýsingu sem var birt á söluvefnum síðastliðinn mánudag segist not- andi vera með „nokkur hundruð hluti í CCP sem [hann] er tilbúinn að selja“. Miðað við að hann óski eftir að fá 2.500 krónur fyrir hlutinn þá nemur markaðsverðmæti hluta- bréfanna sem eru boðin til sölu á bland.is að lágmarki hundruðum þúsunda króna. Verðið á bréfunum er í samræmi við það sem fram kom í frétt Við- skiptablaðsins hinn 1. október síð- astliðinn en þar sagði að stærsti framtakssjóður í heimi og Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi verið á höttun- um eftir hlutabréfum í CCP og boð- ið allt að 2.500 krónur á hlut. Þannig sagðist blaðið hafa heim- ildir fyrir því að hluthöfum CCP hafi í byrjun júlí á þessu ári boð- ist að selja hluti sína í félaginu fyr- ir þúsund krónur á hlut. Fljótlega hafi boðið hins vegar verið hækk- að í 1.200 krónur á hlut og í ágúst hafi verðið verið komið upp í 2.000 krónur á hlut. Þá hafi sumum hlut- höfum verið boðnar 2.500 krónur á hlut fyrir bréf sín í félaginu í sept- ember. Í lok síðasta árs var fjöldi hluta í CCP 9.949.452 og ef miðað er við að bréfin séu að ganga kaupum og söl- um á 2.500 krónur á hlut þá nemur markaðsverðmæti tölvuleikjafyr- irtækisins tæplega 24 milljörðum króna. n hordur@dv.is Vill selja nokkuð hundruð hluti á verðinu 2.500 krónur á hlut CCP Stórir fjárfestar hafa að undanförnu verið á höttunum eftir bréfum í tölvuleikja- fyrirtækinu. Mynd Sigtryggur Ari Ölgerðin stefnir á hluta- bréfamarkað á næsta ári n Sjóður í rekstri Virðingar ætlar að selja 28% hlut sinn n Undirbúningur að skráningu hafinn H luthafar Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hafa tek- ið ákvörðun um að stefna að því að fara með félagið á hlutabréfamarkað í Kaup- höll Íslands á næsta ári og hyggst framtakssjóður í rekstri verðbréfa- fyrirtækisins Virðingar þá selja allan hlut sinn í fyrirtækinu. Hannes Frí- mann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, staðfestir þetta í samtali við DV en eignarhluturinn í Ölgerðinni er stærsta einstaka eign framtakssjóðs- ins Auðar I. Á sjóðurinn ríflega 62% hlut í Eignarhaldsfélaginu Þorgerður ehf. sem keypti hlut í Ölgerðinni árið 2010 ásamt meðfjárfestum. Félagið er í dag stærsti hluthafi fyrirtækisins með 45% eignarhlut og nemur hlutur framtakssjóðsins í Ölgerðinni því um 28%. Eigendur Auðar I eru með- al annars flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins. Hannes Frímann segir að á undanförnum árum hafi ýmsir fjár- festar reglulega lýst yfir áhuga á hlut Auðar I í Ölgerðinni og hann eigi því von á „miklum áhuga“ á félaginu þegar skráningarferlið hefjist fyrir alvöru. Hann bendir á að undirbún- ingsferlið sé nú rétt að hefjast en að stefnt sé að því að klára það á næsta ári. Aðspurður hvort aðrir hluthafar Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar, sem heldur utan um 45% hlutinn í Öl- gerðinni, muni selja samhliða því að Auður I losar um sinn hlut í félaginu segir Hannes of snemmt að segja til um slíkt – það muni skýrast á síð- ari stigum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar sem hefur umsjón með skráningunni. Stærri markaðshlutdeild Hannes bendir á að rekstur Ölgerðar- innar hafi farið síbatnandi á síðustu árum samtímis því að félaginu hef- ur tekist að styrkja markaðshlut- deild sína, en helsti keppinautur fyr- irtækisins er sem kunnugt er Vífilfell. EBITDA-hagnaður Ölgerðinnar nam ríflega 1.200 milljónum króna á fjár- hagsárinu sem lauk í febrúar 2014 og var heildarvelta fyrirtækisins nærri 18,5 milljarðar króna. Ekki hefur ver- ið birtur ársreikingur fyrir síðasta fjár- hagsár Ölgerðarinnar. Ölgerðin varð hins vegar fyrir tals- verðu áfalli undir árslok 2013 þegar fyrirtækið var krafið af embætti ríkis- skattstjóra um að greiða endurálagn- ingu tekjuskatts vegna öfugs samruna árið 2007. Þurfti félagið að gjaldfæra hjá sér 1.004 milljónir vegna þessa auk þess sem það þurfti að greiða 25% álag samkvæmt ákvörðun rík- isskattstjóra. Stjórnendur Ölgerðar- innar kærðu ákvörðunina til yfir- skattanefndar en hún staðfesti síðar ákvörðun ríkisskattstjóra. Hluturinn bókfærður á milljarð Fyrir utan hlut sinn í Ölgerðinni á framtakssjóðurinn Auður I eignarhluti í fimm öðrum rekstrar- félögum, meðal annars Já upplýs- ingaveitum, Íslenska gámafélaginu og 365 miðlum. Auk lífeyrissjóða eru eigendur framtakssjóðsins, sem var stofnaður í febrúar 2008, ýmsir þekkt- ir einstaklingar úr íslensku viðskipta- lífi. Þar má nefna Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, Jón Sigurðsson, for- stjóra Össurar, Guðbjörgu Eddu Egg- ertsdóttur, fyrrverandi forstjóri Act- avis á Íslandi og einn af hluthöfum Virðingar, og hjónin Steinunni Jóns- dóttur og Finn Rey Stefánsson í gegn- um fjárfestingafélag sitt Snæból ehf. Á síðasta ári skilaði framtakssjóð- urinn hagnaði upp á 560 milljónir króna og námu heildareignir sjóðs- ins tæplega 3,5 milljörðum króna. Samkvæmt ársreikningi Eignarhalds- félagsins Þorgerðar, þar sem Auður I er stærsti eigandinn með 62% hlut, er 45% hlutur félagsins bókfærður á 1.019 milljónir króna. Miðast sú fjár- hæð við kaupverð í Ölgerðinni á sín- um tíma en ljóst má vera að verðmæti hlutarins er orðið umtalsvert meira í dag. Næststærsti hluthafi Ölgerðar- innar er OA-eignarhaldsfélag með 38% hlut en eigendur þess eru Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrir- tækisins, og Októ Einarsson, núver- andi stjórnarformaður Ölgerðarinn- ar. Þá á eignarhaldsfélagið F-13 17% hlut í fyrirtækinu en það er í eigu fjögurra millistjórnenda Ölgerðar- innar. Eignarhlutur stjórnenda Öl- gerðarinnar þynntist út árið 2010 samhliða því að fyrirtækið fór í gegn- um fjárhagslega endurskipulagningu og framtakssjóðurinn Auður I kom inn sem nýr hluthafi. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Forstjóri Virðingar Hannes Frímann seg- ist eiga von á „miklum áhuga“ frá fjárfestum á hlut sjóðsins í Ölgerðinni. Ölgerðin á leið á markað Velta fyrirtækisins á fjárhags- árinu sem lauk í febrúar 2014 nam um 18,5 milljörðum króna. „Ýmsir fjárfestar hafa reglulega lýst yfir áhuga á hlut Auðar I í Ölgerðinni og því á ég von á miklum áhuga á félaginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.