Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 16.–19. október 201510 Fréttir Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Hlutabréf í CCP boðin til sölu á bland.is H lutabréf í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP eru boðin til sölu á bland.is á 2.500 krónur á hlut. Í aug- lýsingu sem var birt á söluvefnum síðastliðinn mánudag segist not- andi vera með „nokkur hundruð hluti í CCP sem [hann] er tilbúinn að selja“. Miðað við að hann óski eftir að fá 2.500 krónur fyrir hlutinn þá nemur markaðsverðmæti hluta- bréfanna sem eru boðin til sölu á bland.is að lágmarki hundruðum þúsunda króna. Verðið á bréfunum er í samræmi við það sem fram kom í frétt Við- skiptablaðsins hinn 1. október síð- astliðinn en þar sagði að stærsti framtakssjóður í heimi og Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi verið á höttun- um eftir hlutabréfum í CCP og boð- ið allt að 2.500 krónur á hlut. Þannig sagðist blaðið hafa heim- ildir fyrir því að hluthöfum CCP hafi í byrjun júlí á þessu ári boð- ist að selja hluti sína í félaginu fyr- ir þúsund krónur á hlut. Fljótlega hafi boðið hins vegar verið hækk- að í 1.200 krónur á hlut og í ágúst hafi verðið verið komið upp í 2.000 krónur á hlut. Þá hafi sumum hlut- höfum verið boðnar 2.500 krónur á hlut fyrir bréf sín í félaginu í sept- ember. Í lok síðasta árs var fjöldi hluta í CCP 9.949.452 og ef miðað er við að bréfin séu að ganga kaupum og söl- um á 2.500 krónur á hlut þá nemur markaðsverðmæti tölvuleikjafyr- irtækisins tæplega 24 milljörðum króna. n hordur@dv.is Vill selja nokkuð hundruð hluti á verðinu 2.500 krónur á hlut CCP Stórir fjárfestar hafa að undanförnu verið á höttunum eftir bréfum í tölvuleikja- fyrirtækinu. Mynd Sigtryggur Ari Ölgerðin stefnir á hluta- bréfamarkað á næsta ári n Sjóður í rekstri Virðingar ætlar að selja 28% hlut sinn n Undirbúningur að skráningu hafinn H luthafar Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hafa tek- ið ákvörðun um að stefna að því að fara með félagið á hlutabréfamarkað í Kaup- höll Íslands á næsta ári og hyggst framtakssjóður í rekstri verðbréfa- fyrirtækisins Virðingar þá selja allan hlut sinn í fyrirtækinu. Hannes Frí- mann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, staðfestir þetta í samtali við DV en eignarhluturinn í Ölgerðinni er stærsta einstaka eign framtakssjóðs- ins Auðar I. Á sjóðurinn ríflega 62% hlut í Eignarhaldsfélaginu Þorgerður ehf. sem keypti hlut í Ölgerðinni árið 2010 ásamt meðfjárfestum. Félagið er í dag stærsti hluthafi fyrirtækisins með 45% eignarhlut og nemur hlutur framtakssjóðsins í Ölgerðinni því um 28%. Eigendur Auðar I eru með- al annars flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins. Hannes Frímann segir að á undanförnum árum hafi ýmsir fjár- festar reglulega lýst yfir áhuga á hlut Auðar I í Ölgerðinni og hann eigi því von á „miklum áhuga“ á félaginu þegar skráningarferlið hefjist fyrir alvöru. Hann bendir á að undirbún- ingsferlið sé nú rétt að hefjast en að stefnt sé að því að klára það á næsta ári. Aðspurður hvort aðrir hluthafar Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar, sem heldur utan um 45% hlutinn í Öl- gerðinni, muni selja samhliða því að Auður I losar um sinn hlut í félaginu segir Hannes of snemmt að segja til um slíkt – það muni skýrast á síð- ari stigum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Virðingar sem hefur umsjón með skráningunni. Stærri markaðshlutdeild Hannes bendir á að rekstur Ölgerðar- innar hafi farið síbatnandi á síðustu árum samtímis því að félaginu hef- ur tekist að styrkja markaðshlut- deild sína, en helsti keppinautur fyr- irtækisins er sem kunnugt er Vífilfell. EBITDA-hagnaður Ölgerðinnar nam ríflega 1.200 milljónum króna á fjár- hagsárinu sem lauk í febrúar 2014 og var heildarvelta fyrirtækisins nærri 18,5 milljarðar króna. Ekki hefur ver- ið birtur ársreikingur fyrir síðasta fjár- hagsár Ölgerðarinnar. Ölgerðin varð hins vegar fyrir tals- verðu áfalli undir árslok 2013 þegar fyrirtækið var krafið af embætti ríkis- skattstjóra um að greiða endurálagn- ingu tekjuskatts vegna öfugs samruna árið 2007. Þurfti félagið að gjaldfæra hjá sér 1.004 milljónir vegna þessa auk þess sem það þurfti að greiða 25% álag samkvæmt ákvörðun rík- isskattstjóra. Stjórnendur Ölgerðar- innar kærðu ákvörðunina til yfir- skattanefndar en hún staðfesti síðar ákvörðun ríkisskattstjóra. Hluturinn bókfærður á milljarð Fyrir utan hlut sinn í Ölgerðinni á framtakssjóðurinn Auður I eignarhluti í fimm öðrum rekstrar- félögum, meðal annars Já upplýs- ingaveitum, Íslenska gámafélaginu og 365 miðlum. Auk lífeyrissjóða eru eigendur framtakssjóðsins, sem var stofnaður í febrúar 2008, ýmsir þekkt- ir einstaklingar úr íslensku viðskipta- lífi. Þar má nefna Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, Jón Sigurðsson, for- stjóra Össurar, Guðbjörgu Eddu Egg- ertsdóttur, fyrrverandi forstjóri Act- avis á Íslandi og einn af hluthöfum Virðingar, og hjónin Steinunni Jóns- dóttur og Finn Rey Stefánsson í gegn- um fjárfestingafélag sitt Snæból ehf. Á síðasta ári skilaði framtakssjóð- urinn hagnaði upp á 560 milljónir króna og námu heildareignir sjóðs- ins tæplega 3,5 milljörðum króna. Samkvæmt ársreikningi Eignarhalds- félagsins Þorgerðar, þar sem Auður I er stærsti eigandinn með 62% hlut, er 45% hlutur félagsins bókfærður á 1.019 milljónir króna. Miðast sú fjár- hæð við kaupverð í Ölgerðinni á sín- um tíma en ljóst má vera að verðmæti hlutarins er orðið umtalsvert meira í dag. Næststærsti hluthafi Ölgerðar- innar er OA-eignarhaldsfélag með 38% hlut en eigendur þess eru Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrir- tækisins, og Októ Einarsson, núver- andi stjórnarformaður Ölgerðarinn- ar. Þá á eignarhaldsfélagið F-13 17% hlut í fyrirtækinu en það er í eigu fjögurra millistjórnenda Ölgerðar- innar. Eignarhlutur stjórnenda Öl- gerðarinnar þynntist út árið 2010 samhliða því að fyrirtækið fór í gegn- um fjárhagslega endurskipulagningu og framtakssjóðurinn Auður I kom inn sem nýr hluthafi. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Forstjóri Virðingar Hannes Frímann seg- ist eiga von á „miklum áhuga“ frá fjárfestum á hlut sjóðsins í Ölgerðinni. Ölgerðin á leið á markað Velta fyrirtækisins á fjárhags- árinu sem lauk í febrúar 2014 nam um 18,5 milljörðum króna. „Ýmsir fjárfestar hafa reglulega lýst yfir áhuga á hlut Auðar I í Ölgerðinni og því á ég von á miklum áhuga á félaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.