Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 19
Helgarblað 16.–19. október 2015 Umræða 19
Betra grænmeti
Betra kjöt
Betri ávextir
Fyrst og
fremst...
þjónusta
„Íslendingar eru mesta frjálsíþróttaþjóð heims“
n Clausen-bræður urðu átrúnaðargoð heillar kynslóðar n 65 ár liðin frá einni fræknustu íþróttaför Íslendinga
Afburðaíþróttamenn
Bræðurnir algjörlega
samtaka yfir grindur á
Melavellinum.
Evrópu, 21,3 sekúndum. Þetta var
ekki eingöngu Íslandsmet, heldur
einnig Norðurlandamet. Íslands-
met Hauks stóð í heil 27 ár.
Ferð íslenska liðsins á
Evrópumeistaramótið 1950 er ein-
hver frækilegasta íþróttaför fyrr og
síðar, en Íslendingarnir höfnuðu í
áttunda sæti í stigakeppninni, næst-
ir á eftir Tékkum. Hinn kunni ítalski
frjálsíþróttafrömuður, Roberto L
Qercetani, skrifaði í tímaritið Track
and Field News um árangur Íslands:
„Íslendingar eru mesta frjálsíþrótta-
þjóð heims.“ Svo mörg voru þau orð.
Keppnisbann
Haukur keppti í tugþraut á Reykja-
víkurmeistaramótinu 1951 og sigr-
aði með 6.663 stigum sem var
21. besta þraut heims það árið,
en Örn bróðir hans átti þriðja
besta árangur ársins í heiminum,
7.453 stig. Haukur var því greini-
lega efni í góðan tugþrautarmann,
en hann keppti þó aldrei fram-
ar í þraut. Hann var um þetta leyti
að ljúka prófi í tannlækningum og
á leið í framhaldsnám í Minnea-
polis í Bandaríkjunum og lagði því
hlaupaskóna á hilluna. Haukur hélt
því ekki til keppni á Ólympíuleik-
unum í Helsinki 1952. Örn var hins
vegar ólympíufari, ásamt níu öðr-
um íslenskum frjálsíþróttamönn-
um, en varð fyrir því óláni skömmu
fyrir keppni að axlarvöðvi slitnaði
er hann hugðist snara tösku sinni
upp í hillu. Hann gat því ekki keppt
á leikunum.
Þar sem hann var frá keppni taldi
hann sig ekki þurfa að hlíta agaregl-
um keppnismanna. Fyrir vikið var
hann dæmdur í keppnisbann til árs-
loka 1952. Á sama tíma og Erni var
gert að hlíta agareglum fóru farar-
stjórar út á lífið með keppendum,
sem jafnvel áttu að keppa daginn
eftir! Erni misbauð framkoma farar-
stjóranna og vildi fá að halda hóp-
inn með vinum sínum frá Banda-
ríkjunum sem lokið höfðu keppni.
Löng málaferli
Örn höfðaði mál vegna banns-
ins fyrir dómstóli Íþróttabanda-
lags Reykjavíkur (ÍBR) og vann það,
en þeim bræðrum hafði báðum
mislíkað svo framkoma íþróttafor-
ystunnar að þeir hættu keppni fyr-
ir fullt og allt, aðeins 22 ára. Það
var forystu íþróttahreyfingarinnar
til enn meiri minnkunar að fram-
kvæmdastjórn Íþróttasambands Ís-
lands kærði Örn og tvo aðra kepp-
endur á Ólympíuleikunum til
dómstóls ÍBR. Við tók langur mála-
rekstur sem lyktaði ekki fyrr en í
marsmánuði 1954 og var þeim þre-
menningum ekki gerð nein refsing.
Í dómnum kemur meðal annars
fram að keppnisbannið hefði verið
ranglega lagt á. Örn sagði síðar svo
frá í blaðaviðtali að keppnisbannið
hefði bara verið sett á til að niður-
lægja sig, enda látið ná yfir veturinn
þegar engin mót voru haldin. „Þess-
ir fararstjórar skulu aldrei aftur til
útlanda út á okkur“ var hugsunin
hjá þeim bræðrum, sagði Örn síðar.
Hefðu þeir bræður sinnt íþrótta-
iðkun sinni áfram má telja mikl-
ar líkur á að þeir hafi staðið á verð-
launapalli á Ólympíuleikunum í
Melbourne árið 1956. Íslandsmet
Arnar í tugþraut stóð allt til ársins
1962 er annar ÍR-ingur, Valbjörn
Þorláksson, bætti það um 94 stig. Ís-
landsmet Hauks í 200 metra hlaupi,
21,3 sekúndur stóð í heil 27 ár og er
enn þann dag í dag ÍR-met. Það var
á sínum tíma Norðurlandamet og
besti tími ársins í Evrópu árið 1950.
Heimildir: Ágúst Ásgeirsson:
Hundrað ár til heilla, Frímann
Helgason: Fram til orustu og frá-
sagnir blaðanna á sínum tíma. n
„Örn höfðaði mál
vegna bannsins
fyrir dómstóli Íþrótta
bandalags Reykjavíkur
(ÍBR) og vann það, en
þeim bræðrum hafði
báðum mislíkað svo
framkoma íþrótta
forystunnar að þeir
hættu keppni fyrir fullt og
allt, aðeins 22 ára.
Barátta Örn í hörkukeppni við Bob Mathias á Ólympíuleikunum 1948.