Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Side 17
Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Kynningarblað - Skreytum húsið 3
Jólaseríur á 15 til
20% lægra verði í ár
Garðheimar skila niðurfellingu vörugjalda og hagstæðara gengi að fullu út í verðlagið
Þ
róunin í jólaseríum síðustu
ár er sú að það er allt að
færast í LED. Í dag er miklu
meira úrval af LED þannig
að fólk getur valið um mis-
sterka birtu. Það er ekki lengur bara
þetta mjög skæra ljós sem var áður í
LED-perunum heldur er hægt að fá
mismunandi tóna, allt frá því sem
kallað er heitur hvítur litur, sem
er dálítið brúnleitur, og út í þenn-
an kalda hvíta sem er bláleitur.
LED býður upp á alla þessa lita-
möguleika í dag.“
Þetta segir Kristín Helga Gísla-
dóttir, framkvæmdastjóri Garð-
heima, en tilkoma LED peranna
gerir jólaseríur bæði hagstæðari í
notkun og þægilegri í uppsetningu.
„LED hefur svo margt umfram
gömlu perurnar. Endingin er miklu
meiri, hún eyðir mun minna raf-
magni, það getur verið allt að 60–
70% minni rafmagnsnotkun sem er
mikill sparnaður. Breytingin hefur
verið hröð því það eru ekki mörg ár
síðan LED-perur komu á markað-
inn en nú eru þær 95% af jólaseríu-
markaðnum.“
Kristín bendir á að samtengdar
seríur fari núna mjög vaxandi með
tilkomu LED-peranna en hægt er
að tengja saman allt að tíu seríur á
einn tengil. Þannig er hægt að vera
með allt að 100 metra af seríum á
einum tengli.
„Þetta er mikill munur því áður
þurfti fólk að vera með fjöltengi úti
um allt sem er einstaklega óæskilegt
í bleytu,“ segir Kristín.
Aðspurð segir Kristín að notkun
ljósasería sé ekki lengur bundin við
aðventuna og jólin:
„Fólk er byrjað að setja seríurn-
ar upp fyrr og líka hafa þær leng-
ur. Sumir eru farnir að láta seríurn-
ar loga í þrjá til fjóra mánuði. Þú
slekkur á rauðu ljósunum en það er
í lagi að hafa þessi glæru bara alveg
þar til fer að birta.“
Umtalsverð lækkun á verði jóla-
sería glæðir enn áhugann á þessum
skreytingum.
„Um síðustu áramót féllu niður
vörugjöld af öllum seríum. Það
eru ennþá tollar en vörugjöldin
sem voru 15% hafa verið felld nið-
ur. Við þetta bætist hagstæðara
gengi og samanlagt þýðir þetta að
allar seríur í ár eru 15 til 20% ódýr-
ari hjá okkur. Margir viðskiptavin-
ir sjá greinilega þennan mikla mun
og tala um hvað skipti miklu máli
að geta séð það svart á hvítu að
svona breytingar skili sér til neyt-
enda,“ segir Kristín en Garðheimar
hafa kappkostað að láta þessar hag-
stæðu breytingar skila sér að fullu í
lækkuðu verði á jólaseríum.
Það er því engin furða þó að fólk
leyfi sér í auknum mæli að skreyta
hús sín með jólaseríum í ár: LED-
perurnar gera það að verkum að
seríurnar eyða 60–70% minna raf-
magni en áður, perurnar endast
miklu lengur en áður og þær hafa
lækkað í verði um 15 til 20%. n