Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Side 2
Vikublað 24.–26. nóvember 20152 Fréttir Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnun með Otoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Fæst í apótekum www.celsus.is Meðferð við eyrnabólgu og vökva í miðeyra – lagar og fyrirbyggir • Um 70 % fá bót við fyrstu notkun. • Vel rannsökuð meðferð sem leiðréttir undir- þrýsting í miðeyra, opnar kokhlustina svo að vökvi eigi greiða leið. • Getur dregið úr notkun sýklalya, ástungum og rörum í eyrum. • Góður árangur tengt ugi, köfun, sundi og kinnholustíum. Fyrir börn og fullorðna. • CE merkt – Meðmæli lækna. T annlæknirinn Úlfar Guð- mundsson var í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot sem stjórnarmaður í félaginu Costa ehf., sem tengist hinu dularfulla félagi Arðvis og DV hefur fjallað talsvert um. Úlfar var upphaflega ákærður ásamt Bjarna Þór Júlíussyni for- sprakka Arðvis og Costa í málinu og var ákært fyrir tugmilljóna fjármála- misferli. Bjarni Þór lést hins vegar 11. júlí síðastliðinn og féll málið á hendur honum því niður. Eftir stóð því ákæran á hendur Úlfari þar sem hann var meðal annars ákærður í 37 liðum fyrir að hafa á tímabilinu 26. september 2006 til 19. mars 2010, sem stjórnarformaður Costa, dregið sér og öðrum af fjármunum félagsins alls tæplega 3,2 milljónir króna. Úlf- ar var hins vegar fyrir dómi sýknaður af meirihluta ákæruliða er sneru að fjárdrættinum en var sakfelldur fyrir brot samkvæmt 15 af 37 liðum. Um var að ræða 15 liði sem vörðuðu fjár- drátt á samtals rúmlega 1.974 þús- und krónum. DV fjallaði talsvert um Arðvís á sínum tíma en hin óræða starf- semi félagsins átti að snúast um að þróa forrit sem átti að gera fólki kleift að fjárfesta í vörum og þjón- ustu á netinu. Mikill arður átti að verða til við viðskiptin sem átti að renna til hluthafa Arðvís sem og fá- tækra í heiminum. Það átti því að virka eins og dularfull gróðamaskína með göfugan tilgang. Á annað hund- rað Íslendinga lögðu hundruð millj- óna í félagið en líkt og DV greindi frá var líklega sá frægasti handbolta- kappinn fyrrverandi Ólafur Stefáns- son. Sérstakur saksóknari gerði síð- ar rassíu hjá félaginu sem úr varð dómsmálið sem leitt var til lykta í héraðsdómi nú. n mikael@dv.is Dæmt í fjárdráttar- flækju Arðvís Tannlæknir sakfelldur fyrir bókhaldsbrot og fjárdrátt Dómur fallinn Úlfar Guðmundsson var sak- felldur fyrir bókhaldsbrot og 15 af 37 ákæru- liðum er vörðuðu fjárdrátt. MynD Sigtryggur Ari Brann til kaldra kola Húsið á Lágafelli á sunnanverðu Snæfellsnesi brann á mánudag. Húsið er skráð sem eyðibýli en hefur þó verið notað sem sumar hús undanfarin ár. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Slökkviliði tókst ekki að bjarga húsinu frá gjöreyði- leggingu í brunanum. Þetta kom fram í samtali DV við Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Vesturlandi. Vegfar- andi náði meðfylgjandi mynd af brunanum. Dæmdur níðingur með bleyjublæti er enn að n Býður foreldrum ljósmyndun, pössun og ókeypis skutl H ann setti sig í samband við mig fyrir tveimur árum og vildi ræða bleyju- notkun barnsins míns og bauð fram aðstoð sína við pössun,“ segir Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, sem er ein af þeim mæðrum sem skorið hafa upp herör gegn 22 ára manni með haldinn er barnagirnd og bleyjublæti. Maðurinn fékk dóm árið 2014 fyrir kynferðislega áreitni á hend- ur 14 ára dreng auk þess sem yfir 500 myndir af börnum í kynferð- islegum stellingum fundust á tölvu hans og farsíma. Í flestum tilvikum voru börnin í bleyju. Maðurinn játaði brot sín ský- laust. Pössun og ókeypis skutl Maðurinn er afar virkur á sam- félagsmiðlum og á bland.is. Þar reynir hann að komast í sam- band við fólk sem á ung börn í gegnum hina ýmsu hópa. Hann spyr foreldra nærgöng- ulla spurninga, til dæmis um bleyju- og snuðnotkun barna, býðst til þess að gefa bleyjur og hefur margsinnis boðist til þess að passa börn. Hann auglýsir sig sem áhugaljósmyndara og býður foreldrum upp á mynda- tökur fyrir afar hagstætt verð auk þess sem hann hefur setið um foreldra á síðunni „Skutlarar“ á Facebook. Þar býðst hann til þess að skutla barna- fólki án þess að taka greiðslu fyrir. „Ég er búinn að fá ógrynni skjá- skota frá mæðrum sem hafa lent í honum og ég hef sent þau áfram á lögregluna. Kjarninn í svari þeirra var að þeir gætu í raun ekkert gert fyrir en einhver glæpur eigi sér stað,“ segir Halldóra. Í „hárri áhættu“ Í dómnum sem maðurinn fékk kem- ur fram að hann hafi greinst með ódæmigerða einhverfu, óyrta náms- erfiðleika og athyglisbrest með of- virkni og hvatvísi. Hann hafi sýnt afbrigðilega kynferðishegðun frá unga aldri og hvatir hans í þeim efn- um séu áráttukenndar og tengist ungum börnum. Hann uppfylli greiningarviðmið fyrir barnagirnd og hafi greinilegt blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru sem tengist ung- börnum. Einhverfa mannsins er sögð gera að verkum að hann eigi erfitt með að stjórna hugsunum sínum. Í dómnum var hann talinn í „hárri áhættu“ fyrir frekari kynferðislega hegðun gegn börnum. „Mér finnst hræðilegt að ekkert sé hægt að gera fyrr en hann hefur nælt sér í fórnar- lamb. Það kjósa fjölmargar mæður að hunsa hann en þá snýr hann sér bara að þeirri næstu,“ segir Halldóra og upplýsir að maðurinn hafi stært sig af því á samfélagsmiðlum að lögreglan „hefði ekkert á hann“. „Ég er bara svo óheppinn“ Í viðtali við DV fyrr á árinu sagðist maðurinn hitta sálfræðing reglu- lega sem hluta af skilorði. Varðandi dóminn og ásakanirnar sagðist hann fyrst og fremst vera svo óheppinn. Meðal annars hélt hann því fram að vírus hefði hlaðið barnaklámsmynd- unum inn á tölvu hans og farsíma og að brotist hefði verið inn á reikn- inga hans á Facebook og bland.is og óprúttnir aðilar óskað eftir bleyjum í hans nafni. Í ágúst gekk hópur foreldra á manninn í lokuðum umræðuhóp og óskuðu meðal annars eftir skýringum á veru hans í fjölmörgum hópum sem tengdust börnum. Svar mannsins var á þá leið að stjórnendur hópanna væru að bæta honum í þá, að honum forspurðum, allt í þeim tilgangi að sverta mannorð hans. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hótaði lögsókn Þegar DV leitaði eftir viðbrögðum mannsins við ásökununum hótaði hann blaðamanni lögsókn. „Er bara að gefa þér viðvörun ef það verður eitthvað af umfjöllun dv á meintum málum tengdum mér þá verður þú persónulega kærður fyrir meiðyrði og sóttur til saka, einnig verður þú tilkynntur til siðanefnd- ar blaðamannafélagsins.“ Bleyjur Maðurinn uppfyllir greiningarviðmið fyrir barnagirnd og hefur greinilegt blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru sem tengist ungbörnum. Áreiti í skilaboðum Dæmi um eitt af hinum fjölmörgu skjáskotum sem DV hefur undir hönd-um. Maðurinn reynir ítrekað hefja samræður um bleyju- og snuðnotkun barna. Biggi í bobba Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, segir að farið verði yfir er- indi frá Sveini Andra Sveinssyni lögmanni, vegna ummæla sem lögreglumaður viðhafði á sam- félagsmiðlum um sýknudóm- inn í hópnauðgunarmálinu svo- kallaða. Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, kallaði mennina, sem sýknaðir voru í málinu, nauðgara en embættið hafði málið áður til rannsóknar. Við það var Sveinn Andri ósáttur. RÚV greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir hvort að- hafst verður í málinu en meta á hvort grípa þurfi til aðgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.