Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Síða 10
10 Fréttir Vikublað 24.–26. nóvember 2015 „Guð elskar Glaðan Gjafara“ n Konu með sykursýki sagt að hún væri læknuð n Lekardal fékk sýn frá Guði um Þ að var úrhellisrigning þegar blaðamaður mætti í anddyri Austurbæjar leikhúss, laust fyrir klukkan 20 á sunnu- dagskvöld þar sem tilefnið var að vera viðstaddur síðasta af þremur kraftaverkakvöldum Miracle Festival í Reykjavík. Líkt og DV fjall- aði um í síðasta helgarblaði stóðu sænsku prédikararnir Mattias Lekar- dal, Stefan Edefors og sjónvarpsstöð- in Omega fyrir samkomunum um helgina. Blaðamaður fékk vingjarnlegar móttökur með hlýju handabandi eins starfsmanna samkomunnar og gekk inn í glæsilegan leikhússal Austurbæjar. Sviðið var dekkað upp eins og fyrir tónleika, með hljóðfær- um og öllu tilheyrandi og ljóst að þarna væri eitthvað mikið í vændum. Kristileg rokktónlist hljómaði undir. Salurinn var fjarri því fullskipaður en þegar á leið fór fólk af öllum aldri að tínast inn. Meirihlutinn þó eldra fólk. Segja má að mætingin hafi verið með ágætum, þó að forsvarsmenn samkomunnar hefðu að eigin sögn viljað sjá fleiri á þessu lokakvöldi. Bannað að fara á klósettið Eftir tvö tónlistaratriði steig Eiríkur Sigurbjörnsson, kenndur við Omega, á svið þar sem hann kynnti Mattias Lekardal fyrir viðstöddum og greindi eilítið frá forsögu hans og hvernig hann hlaut sem ungur drengur köllun Guðs til að gerast spámaður. Fram kom í máli Eiríks að kvöldið áður, laugardagskvöldið 21. nóvember, hefðu 38 gestir á krafta- verkakvöldinu tekið á móti Jesú inn í líf sitt og mikill fjöldi hlotið lækn- ingu fyrir tilstilli krafta Mattiasar og Stefans. Brýnt var fyrir viðstöddum að sitja kyrrir í sætum sínum meðan á samkomunni stæði og að tíðar kló- settferðir væru illa séðar því mikill umgangur „truflaði Guðs anda“ að störfum. Ef fólk glímdi við blöðru- bólgu, eða aðra kvilla, þá væri lækn- ingu við því að fá þarna um kvöldið að sögn Eiríks. Mattias, sem hafði verið að birt- ast við og við á og í kringum sviðið með Coke-flösku og farsíma í hönd, steig því næst á svið og fór að segja skrýtna sögu af því þegar stærsta poppstjarna Svíþjóðar leitaði til hans eftir leiðsögn og ráðleggingum fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið fylgdi mikil bransasaga þar sem Mattias var orðinn potturinn og pannan í að endurreisa feril þessarar ónafn- greindu poppstjörnu og skipuleggja tónleikaferð hennar sem hennar hægri hönd. Læknuð af sykursýki Salurinn var spurður hversu margir þar hefðu komið á fyrri kraftaverka- kvöld og fengið lækningu. Voru þau kölluð upp á svið og taldi blaða- maður ellefu manns. Hvert á fætur öðru gaf þau Mattiasi vitnisburð um hversu gott hann hefði gert þeim. Þarna kom kona sem hafði axlar- brotnað í slysi fyrir einu og hálfu ári og verið kvalin í öxlinni og fótunum síðan. Lýsti hún því yfir að Mattias hefði fjarlægt verkinn í öxlinni og að hún væri betri í fætinum. Fleiri vitn- isburðir komu frá fólki með ýmiss konar kvilla, líkamlega og andlega, allt frá þunglyndi og kvíða til bak- verkja og annarra eymsla. Að þeirra sögn leið þeim ýmist betur eða höfðu hlotið lækningu, þökk sé Mattiasi. Önnur eldri kona kvaðst hafa lif- að við verki í öllum líkamanum, eins konar gigt, auk annarra kvilla á borð við of háan blóðsykur. Mattias kvaðst hafa séð konuna í sýn fyrir nokkrum dögum og að Guð hefði sagt henni að það þyrfti að biðja nokkrum sinnum fyrir henni til að hún myndi lækn- ast að fullu. Konan kvaðst trúa því að hún væri nú læknuð af of háum blóðsykri. „Þú ert læknuð!“ hrópaði Mattias þá og lýsti því þar með yfir að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sykur- sýkinni. Eins og gefur að skilja getur það verið verulega varhugavert fyrir heilsufar þessarar konu ef hún tekur Mattias á orðinu og hættir að huga að sjúkdómnum. Afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar. Enn ein eldri kona, sem átti erfitt um gang, kom upp og sagði að hún hefði verið plöguð af verkjum eftir tvö bakbrot á ævinni auk þess sem hún þjáðist af sykursýki og kvíða. Mikill hugur var kominn í Mattias sem, á meðan hún var að útlista kvilla sína, sveiflaði hönd sinni yfir konunni með „susshljóði“ og lýsti yfir: „Þú læknast algjörlega!“ Eftir þessa vitnisburði, frá fólki sem lýsti því yfir að það hefði feng- ið bót sinna meina, eða að minnsta kosti hafið sitt lækningarferli í gegn- um beintengingu Mattiasar við Guð, var allt klárt fyrir næsta dagskrár- lið kvöldsins. Það var komið að fjár- málunum. Sýn um rausnarlegar peningagjafir Eiríkur Sigurbjörnsson tilkynnti að nú yrði opnað fyrir frjáls framlög úr sal. Benti hann á að ókeypis hefði verið á viðburðina um helgina en að á fyrri kvöldum hafi verið ákveðið að sleppa því að óska eftir peningum. Ekki núna. Sagði Eiríkur að Jesús hefði lagt áherslu á að gefa og varp- aði fram setningu sem blaðamaður hefur áður heyrt hann segja í fjár- öflunarátökum Omega: „Guð elskar glaðan gjafara.“ Hann benti á að leigan á salnum í Austurbæ hefði kostað 750 þúsund krónur og hann áttaði sig ekki á því hvernig Mattias og Stefan ætluðu að standa straum af þeim kostnaði. Þeir hefðu þó ekki áhyggjur því Eiríkur „Það er eitt að hafa trú, það getur verið fallegt og þar finna margir huggun og ístað í óhugnanlegum heimi. En það er eitt að hafa trú og annað að nýta sér trúgirni annarra. Það getur aldrei verið fallegt. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fréttaskýring Óskað eftir peningum Það var ekki langt liðið á kraftaverkakvöldið þegar farið var að taka við frjálsum framlögum til styrktar Miracle Festival Reykjavík. Fötur voru látnar ganga, posi var virkjaður fyrir framlög og talað var um sýn Mattiasar Lekardal um að þarna væru samankomnir minnst 10 einstaklingar sem ætluðu að gefa 50 þúsund krónur eða meira. Hér má sjá Lekardal og Eirík Sigurbjörnsson prédika saman á myndskeiði sem finna má á YouTube. Mynd SkJáSkot af youtuBe „Þú ert læknuð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.