Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Þóttist vera dáinn þegar þeir drógu hann í burtu Matthew lifði af árásina á tvíburaturnana og árásina í Bataclan-leikhúsinu F yrir fjórtán árum lifði Matt- hew af árásirnar á tvíbura- turnana í New York. Hann er í dag 36 ára og var einnig gestur í Bataclan-leikhús- inu í París þegar hryðjuverkamenn tóku gesti leikhússins í gíslingu með skelfilegum afleiðingum. Matt- hew tókst að flýja en hlaut skotsár á fæti á flóttanum. 89 létust í árásinni á Bataclan en alls létust 139 í sam- stilltri hryðjuverkaárás í París, föstu- daginn 13. nóvember síðastliðinn. Í Bataclan, í 11. hverfi Parísar, fóru fram tónleikar hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal. Byssumenn hófu skothríð í leikhúsinu sem stóð yfir í 20 mínútur. Hryðjuverkamenn létu einnig til skara skríða á veitinga- húsinu La Petit Cabodge og við leik- vanginn Stade de France. Ótrúlegt Það þykir með ólíkindum að Matt- hew hafi tekist að lifa af báðar árás- irnar, það er bæði í Bataclan og við tvíburaturnana. Eftirnafn hans hef- ur ekki verið gefið upp í fjölmiðl- um, en hann lýsir því í viðtali við The Guardian hvernig honum tókst að flýja. Hann segist hafa þekkt vel skothljóð og því verið fljótur að taka til fótanna þegar hann heyrði skothríð. „Kannski er það hluti af bandarískri menningu,“ segir hann. Matthew féll til jarðar þegar hann var skotinn. Hann náði að skríða að útganginum milli þess sem morðingjarnir hlóðu byssur sínar. Hann lét lítið á sér bera á meðan þeir voru í miðri skothríð en skreið í áföngum að útganginum. „Þetta voru þrír eða fjórir metrar. Það voru tveir eða þrír sem lágu ofan á mér,“ segir hann. „Ég færði mig áfram sentímetra eftir sentí- metra. Á einum tímapunkti sá ég hurðarkarminn og að ég gæti teygt mig í hann. Ég náði taki á honum með einum fingri, svo öðrum.“ Blaðamaður fann hann Þegar hann komst loksins út fundu blaðamaður Le Monde, Daniel Psenny, og annar, svartklæddur, maður, hann og aðstoðuðu. Matt- hew var í svo miklu áfalli að hann þóttist vera látinn. „Ég varð að þykj- ast vera látinn. Þegar ég fann að einhver dró mig í burtu á höndun- um leit ég samt ekki upp. Ég sagði, eða í það minnsta í huga mér, „Ég elska þig engillinn minn“.“ Eigin- kona Matthews hefði átt að fylgja honum á tónleikana en varð að vera eftir heima þar sem þau fengu ekki pössun fyrir börnin þeirra tvö. Matthew var dreginn inn í nærliggjandi íbúð, en hryðjuverka- mennirnir skutu á Daniel Psenny þegar hann reyndi að loka dyrunum á eftir sér. Hryðjuverkamennirnir reyndu að komast inn í íbúðina en þeim tókst að varna því. Íbúarn- ir hjálpuðu til við að hlúa að bæði Matthew og Daniel, en Matthew var í svo miklu áfalli að hann gat ekki komið því frá sér hver hann var eða hvar konan hans væri. Hann mundi ekki símanúmerið heima hjá sér fyrr en tveimur tímum eftir árásina. Hann missti mikið blóð og var allt fólkið fast inni í íbúðinni. Daniel var einnig illa haldinn og óttaðist fólk- ið að þetta væri síðasta stund þess. Þeim yrði ekki bjargað. Þremur tím- um eftir árásina hleyptu lögreglu- menn þeim út og hægt var að koma þeim undir læknishendur. Daníel segir að sér líði ekki eins og hetju. „Ég hugsaði ekki. Ég gerði þetta ósjálfrátt. Ég fann fyrir því mannlega eðli að geta ekki látið einhvern deyja fyrir framan mig ef ég gæti komist hjá því. Ef þeir hefðu verið með vélbyssur er ég ekki viss um að ég hefði farið og sótt Matt- hew,“ segir Daníel. Munu skála Það að Matthew hafi tekist að kom- ast lífs af úr þessum aðstæðum í Bataclan er mikið afrek. Hvað þá þegar hugsað er til þess að hann var við tvíburaturnana, The World Trade Center, þann 11. september 2001. Hann hefur ekki tjáð sig mjög mikið um þá upplifun, en hefur greint frá því að hann hafi verið á leiðinni á fund í annarri byggingunni. Stóð hann því fyrir framan hana þegar fyrri flugvélinni var flogið á hana. „Ég hljóp yfir hálfa Manhattan,“ segir hann. „En það sem ég gekk í gegnum í Bataclan var þúsund sinnum verra.“ Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Parísar í júlí síðastliðnum. Matthew segist hugsa að hann heimsæki leikhús- ið einhvern tímann, en hvort það verði í nánustu framtíð er óljóst. „Ég gæti farið þangað, í Bataclan, einn daginn. Við sjáum til,“ segir hann. Einn daginn, þegar Daniel og Matthew hafa báðir náð sér af sár- um sínum, ætla þeir að hittast, skála og drekka saman eina vínflösku. n „Ég fann fyrir því mannlega eðli að geta ekki látið einhvern deyja fyrir framan mig ef ég gæti komist hjá því. Á útleið Gestir Bataclan-leik- hússins leggja á flótta út úr leik- húsinu þegar lögreglumenn höfðu náð yfirhöndinni í gíslatökunni. Mynd EPA Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Heppinn Matthew stóð fyrir framan annan tvíburaturninn þegar flugvél skall á hann. Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.