Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 16
16 Skrýtið Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Morðinginn og listamaðurinn n Richard Dadd taldi sig vera afkomanda Osíris og myrti föður sinn n Hélt áfram að skapa Úr ferðalaginu Eitt verka Dadd úr ferðalaginu mikla um Evrópu og Mið-Austurlönd. Verkið er skissa, sem hann var að vinna að en lauk ekki. Í Tyrklandi Þessa mynd vann Dadd af Sir Thomas Phillips í Tyrklandi. L istamaðurinn Richard Dadd myrti föður sinn sumarið 1843. Hann var sviptur frelsi sínu, stimplaður „ geðveikur glæpamaður“ en hélt áfram að mála á meðan að hann var vistaður á Bethlem-spítalanum. Hann þykir einn af merkilegustu listamönnum síns tíma, breska Viktoríutímans. BBC fjallar um feril hans, en um þessar mundir er sýning á verkum hans á Bethlem- spítalanum í London í Safni hug- ans (e. Museum of the Mind). Á sýningunni eru bæði verk hans frá því áður en hann veiktist and- lega og frá þeim tíma er var á geð- sjúkrahúsinu. Richard Dadd, sem fædd- ur var 1817, sýndi afar snemma mikla listræna hæfileika. Á árun- um 1830–1945 þótti hann vera einn af þeim ungu og hæfileika- ríku listamönnum sem vert væri að fylgjast með, segir Victoria Northwood, safnstjóri Museum of the Mind. Þegar hann var tvítugur hafði hann þegar tekið þátt í sýn- ingum í Royal Academy-listasafn- inu í London. Hann var frá Kent á Englandi og missti móður sína ungur. Faðir hans kvæntist aftur og fjölskyldan flutti til London. Ferðalagið breytti öllu Árið 1841 var hann beðinn um að fylgja Sir Thomas Phillips, velskum lögfræðingi og stjórnmálamanni, um Evrópu og Mið-Austurlönd. Dadd átti að fanga ferðalagið á striga, en á meðan þeir ferðuðust notaði hann skissubækur til að teikna það sem fyrir augu bar og ætlaði að mála verkin þegar heim væri komið. Hann sneri aftur til Englands árið 1943, talsvert fyrr en áætlað hafði verið. Hann var augljóslega veikur en óljóst hvað hrjáði hann. Fjölskylda hans og vinir töldu hann hafa fengið sólsting eða að hann glímdi við andleg vandamál af einhverju tagi. Dadd ferðaðist á heimaslóðir sínar í Kent með föð- ur sínum og myrti föður sinn þar. Dadd virðist hafa verið í geðrofi, hann taldi sig vera son egypska guðsins Osíris og taldi að maður- inn sem fylgdi honum til Kent væri því svikari. Dadd flúði til Frakk- lands eftir morðið þar sem hann var á endanum handtekinn. Hann var ekki talinn sakhæfur og var því fluttur á Bethlem-sjúkrahúsið. Slæmar aðstæður geðsjúkra Aðstæður geðsjúkra voru bág- bornar en tóku örum breytingum á þessum tíma, segir Northwood, en það mun hafa verið Sir William Charles Hood, yfirlæknir á sjúkra- húsinu, sem stóð vörð um réttindi sjúklinganna. Það er honum að þakka að Dadd hélt áfram að mála og sinna list sinni. Meðferð geð- sjúkra fólst fyrst og fremst í því að gefa vistmönnum róandi lyf, en ekki eiginleg geðlyf. Lítið var um samtalsmeðferð, viðtöl eða hóp- meðferð sem núna eru ráðandi í meðferð þeirra sem glíma við and- leg veikindi. Um 1860 var hann svo fluttur frá Bethlem á deild fyrir geðsjúka fanga í Berkshire. Hann lést þar árið 1886. Hér á síðunni má sjá nokkur af athyglisverðustu verk- um hans. „Mér finnst mikilvægt að benda á að þrátt fyrir veikindi hans er ekki hægt að sjá miklar breytingar á verkum hans. Þó að frelsi hans yrði skert og hann úti- lokaður frá heiminum og öðrum listamönnum gat hann skapað og fannst það nauðsynlegt,“ seg- ir Northwood í samtali við BBC. n ritstjorn@dv.is Á Bethlen Þessi ljósmynd var tekin á Bethlem-spítalanum. Richard Dadd var vistaður þar eftir morðið á föður sínum. Hann fékk tækifæri til að sinna listsköpun því yfirlæknirinn sem þar var hafði mikinn metnað og vildi bæta aðbúnað geðsjúkra. Myndir MuSeuM oF The Mind Lítilvægi og brjálæðingur Myndin hér til vinstri heitir Lítilvægi og er af manni sem er að fara með listaverkin sín til herra Crayon, sem á að vera teiknari. Maðurinn til hægri á að vera steríótýpa geðveikra og sýna „brjálæðing“ eins og almenningur sá hann. Aðstæður manns- ins á myndinni eru bágbornar og gjörólíkar þeim aðbúnaði sem Dadd bjó við. Crazy Jane Myndin er byggð á ljóði um konu sem missir vitið. Margir telja að verkið sé sjálfsmynd, en það heitir: Sketch of an idea for Crazy Jane. Á verkinu má meðal annars sjá Rochester-kastala sem var í næsta nágrenni við æskuheimili Dadd. Þetta er eitt af frægari verkum Dadd. Grafhýsi Á myndinni er grafhýsi í miðjum skógi. Það er túlkun Dadd á sorg og eftirsjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.