Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Síða 18
Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Ég sakna mömmu alla daga Ég var mjög misþroska Fólki gæti þótt spennandi að eiga handsmíðaðan gítar frá Íslandi Tepruskapur og trúarbrögð Unnar Örn Stefánsson gerðist gítarsmiður. – DV Þ að styttist í jólin. Þau eru einn af hornsteinum tilvistar okkar. Bara eins og sumarið eða lóan sem fylgir þeirri ágætu árs­ tíð. Jólin eru svo mögnuð hátíð að í meira en mánuð á hverju ári eru þau okkur ofarlega í huga. Gjarnan er sagt að jólin séu hátíð barnanna. Fátt er sannara. Og við leyfum okk­ ur flest að verða bernsk í aðdraganda jólanna. Undanfarin ár hefur orðið vart við undarlegan tepruskap í tengslum við jólin hjá grunnskólum og öðrum uppeldisstofnunum sem halda utan um jólabörnin okkar. Sá tepruskap­ ur birtist í því að þessar stofnanir og starfsfólk þeirra er orðið hálf feimið við að halda jól hátíðleg. Þetta hefur átt sér ýmsar birtingarmyndir og þær verða sífellt furðulegri. Gefa hefur þurft börnum leyfi til að sækja ekki guðsþjónustur og forðast allt sem gæti tengst guði og jólasveinunum. Nú kveður hins vegar við nýjan tón. Langholtsskóli hefur lagt af heimsóknir nemenda sinna í Lang­ holtskirkju, í aðdraganda jólanna. Ástæðan sem gefin er upp af skóla­ stjóra er sú að margir nemendur séu ekki í Þjóðkirkjunni og geti því ekki tekið þátt í slíkum heimsókn­ um. Vonandi ætla skólastjórnendur við Langholt ekki að sleppa jólunum þó að einhverjir nemendur séu ekki í Þjóðkirkjunni? Þetta er tepruskapur. Sjálfsagt er mikill þrýstingur frá foreldrum þeirra barna sem ekki eru í Þjóðkirkj­ unni að leggja af þessar ferðir. En hvað með foreldra þeirra barna sem eru í Þjóðkirkjunni? Láta þeir ekki í sér heyra? Einfaldasta lausnin á þessu er að þeir foreldrar sem eru miður sín yfir Þjóðkirkjunni og jólahaldi í tengsl­ um við hana taki sér frí í aðdraganda jólanna. Taki sér frí frá því að vera trúarleiðtogar barna sinna og barna nágranna sinna. Leyfi börnunum einfaldlega upplifa góða íslenska siði og hefðir. Hefðir eru jú einu sinni hluti af því að við köllum okkar sam­ félag. Börn á þessum aldri eru ekki mik­ ið að spá í trúarbrögð og það má al­ veg kalla þetta jólastund eða kyrrðar­ stund. Umburðarlyndi er hluti af okkar menningu, en þegar um­ burðarlyndi gengur út í öfgar heitir það eitthvað annað. Við erum farin að ganga yfir okkur sjálf með þessari framkomu. Ef ein grænmetisæta er á heim­ ili og borðar hnetusteik um þessi jól, ætla þá allir að borða hnetusteik næstu jól svo grænmetisætunni líði ekki illa? Er það rétta leiðin? Hér með er skorað á alla skóla­ stjórnendur að hætta þessum tepru­ skap. Búum börnunum okkar fallega og hefðbundna aðventu. Kennum þeim fegurð jólanna. Þorum að vera við sjálf og könnumst við hefðirnar okkar. Þjóðkirkjan og jólasveinarnir eru sko alls ekkert til að skammast sín fyrir. Ef uppalendur í grunnskól­ um treysta sér ekki í að viðhalda hefðum okkar er illa fyrir okkur kom­ ið. n Stuðningur við forsetann Kristján Guy Burgess, framkvæmda­ stjóri Samfylkingarinnar, sendi frá sér laumulega pólitíska yfirlýsingu í gær. Hann hrósaði viðtali Hall- gríms Thorsteinssonar við forseta Íslands, frá því um helgina, á Face­ book­síðu sinni. Kristján er fyrr­ verandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar frá þeim tíma þegar Össur fór með utanríkismál. Síðan þá er sterkur þráður milli þeirra tveggja. Þegar Kristján Guy hrósar Ólafi Ragnari er Össur aldrei langt undan. Þetta eru pólitísk tíð­ indi, sem áhugavert er að rýna í. Ótrúlegur viðsnúningur Marel Kaup Marel á hollenska fyrirtækinu MPS fyrir 55 milljarða króna sæta tíðindum í viðskiptalífinu en um að ræða stærstu yfirtöku íslensks félags á öðru fyrir­ tæki frá því fyrir bankahrun. Fjár­ festar telja greini­ lega að kaupin muni styrkja stöðu Marel og hækkaði gengi bréfa í fé­ laginu um 11,5% í miklum viðskipt­ um í Kauphöllinni í gær. Tveimur árum eftir að Árni Oddur Þórðarson tók við sem for­ stjóri Marel hefur rekstur fyrirtæk­ isins tekið stakkaskiptum. Á árinu 2014 þurfti félagið að ráðast viða­ miklar hagræðingaraðgerðir í því skyni að öðlast á ný tiltrú fjárfesta á Marel. Þær hafa svo sannarlega skilað árangri og hefur verð hluta­ bréfa Marel núna hækkað um 150% á ríflega einu ári. Smart haustfatnaður fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 „Hér með er skorað á alla skólastjórn- endur að hætta þessum tepruskap. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um móður sína sem er látin. – DV Jón Gnarr segir heila sinn hafa þroskast mishratt. – DV Sundrungarvaldur E nn einu sinni hefur Ólafur Ragnar Grímsson þjónað eig­ in lund í stað þess að þjóna grundvallarhlutverki forseta­ embættisins: að vera sameiningar­ tákn allrar þjóðarinnar og hógvær friðflytjandi sem talar af reynslu og þekkingu. Með því að láta orð falla í þá veru, að mesta ógn okkar tíma sé öfgafullt íslam og vandinn verði ekki leystur með barnalegri einfeldni vekur hann sundrung og tortryggni og hefur þá gleymt fyrri orðum sínum: að hlýn­ un jarðar væri mesta ógn mannkyns, eins og hann sagði í sumar leið. Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur einnig að tala gegn betri vitund sem gamall prófessor í stjórnmálafræði, að ekki sé minnst á þekkingu sem hann á að hafa hlotið með stjórnmálastarfi sínu: í miðstjórn Framsóknarflokksins, formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjáls­ lyndra og vinstri manna, formaður framkvæmdastjórnar og formaður Alþýðubandalagsins, fulltrúi á þingi Evrópuráðsins, ritstjóri Þjóðviljans og forseti alþjóðlegu þingmanna­ samtakanna Parliamentarians for Global Action, svo eitthvað sé nefnt. Á grundvelli þessarar þekkingar og sem gamall jafnaðarmaður ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita að mesta ógn heimsins er misrétti, mismunun, fátækt og umkomu­ leysi milljóna manna og auðsöfnun í skjóli hervalds. Fyrir áratug var gerð athugun á fjölda múslíma í Danmörku. Í ljós kom að um 200 þúsund múslímar væru búsettir í landinu. Þar af voru um 20 þúsund taldir trúaðir múslímar, þ.e.a.s. iðkuðu daglega trúarathafnir múslíma, en um 2.000 – tvö þúsund – sem kalla mætti rétt­ trúaða múslíma – fúndamentalista. Af þessum 2.000 væru innan við eitt hundrað sem talist gætu ofstækis­ fullir múslímar. Ummæli Ólafs Ragnars Gríms­ sonar um múslíma eru því röng á saman hátt og ef sagt væri að mesta ógn okkar tíma sé öfgafull trú kristinna manna. Vandi heimsins verður sannarlega ekki leystur með barnalegri einfeldni og því síður með heimskulegum ummælum, óvarleg­ um orðum og sundrungartali. n Tryggvi Gíslason skrifar Af Eyjunni „Ummæli Ólafs Ragnars Gríms- sonar um múslíma eru því röng á saman hátt og ef sagt væri að mesta ógn okkar tíma sé öfgafull trú kristinna manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.