Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 21
Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Kynningarblað - Gæðapítsur 3 Gómsætar pítsur í glæsilegum veitingasal Italiano Pizzeria, Hlíðasmára 15, beint fyrir ofan Smáralind H inn vinsæli veitingastaður, Italiano Pizzeria, var stofnaður árið 2010. Eig­ andi staðarins í dag, Atli Þór Albertsson, hefur ver­ ið viðloðandi pítsugerð og veitinga­ rekstur allt frá árinu 1989, er hann hóf störf á pítsustað föður síns á Seltjarnarnesi. Á Italiano eiga margir gæðastundir við að snæða gómsætar, steinbakaðar, þunn­ botna pítsur – í ljúfu og þægi­ legu umhverfi. Fjölskyldustaður – hópar – hlaðborð Veitingasalurinn á Italiano er glæsi­ legur og tekur 70 manns í sæti. Hægt er að borða á staðn­ um, taka með heim eða fá sent heim. Ávallt eru í gangi tilboð í sal og til að taka með heim. Italiano er einstaklega fjöl­ skylduvænn staður enda er þar flott barnahorn og barnamáltíð­ ir á matseðlinum. Frí barnamál­ tíð ásamt glaðningi er í boði alla sunnudaga þegar snætt er í sal og foreldrar kaupa sér máltíð. Það er líka tilvalið fyrir hópa að snæða á Italiano enda getur stað­ urinn tekið á móti allt að 70 manna hópum. Í boði er pítsuhlaðborð fyrir 10 og fleiri. Þetta er tilvalið fyrir íþróttafélög, vinnustaðahópa, afmæli eða aðra hópa sem vilja gera sér glaðan dag. Vinsælustu pítsurnar Sósur og deig eru gerð á staðnum og ferskleiki hrá­ efnis í hávegum hafður. Vinsælu­ stu pítsurnar á matseðli staðarins eru Toscana með sósu, osti, pepper­ óní, sveppum, ananas, svörtum ólíf­ um, hvítlauki, rjómaosti, svörtum pipar og óreganó; Calzone (hálf­ máni) með sósu, osti, skinku, svepp­ um, piparosti og svörtum pipar; Parma með sósu, osti, parmaskin­ ku, klettasalati og parmesanosti; og Como með sósu, osti, maríneruð­ um humri, hvítlauk og chili. Italiano Pizzeria er að Hlíða­ smára 15, Kópavogi, beint fyrir ofan Smáralind. Upplýsingar í síma 55 12345. n mynd Sigtryggur Ari Fjölskyldustaður Gott barnahorn er á Italiano. mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.