Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 23
Umræða 19Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Ég er nú bara venjuleg stelpa úr Reykjavík Ég segi það við ykkur; stígið fram, segið sögu ykkar Rut Kristjánsdóttir er ánægð með að tekið hafi verið á máli móður sinnar. – DV Myndin Uppnám í Belgíu Belgíska lögreglan hefur staðið í ströngu vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu þessa dagana. Hér fara lögregluþjónar inn í lest í Brussel en ríflega 20 manns hafa verið handteknir í aðgerðunum. mynd EPA Við stöndum við stóru orðin M iðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins fór fram um helgina. Þar fór for- sætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, yfir þann árangur sem orðið hefur á kjörtímabilinu. Frá því að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks- ins tók við völdum þá hafa orðið til um 1.500 ný störf hér á landi. Nú er hagvaxtarspá rúmlega 5%, fjárfesting að aukast víða um land og atvinnu- leysi komið niður í um 3%. Jafnframt er verðbólga minni og stöðugri en hún hafði verið um langt skeið og kjarabætur í formi kaupmáttaraukn- ingar eru meiri en áður hefur sést, á svo stuttum tíma. Það er því óhætt að halda því fram að á þessu kjör- tímabili hefur verið staðið við stóru orðin. Við höfum náð árangri í mörg- um stórum málum og sá árangur er hvatning til að gera enn betur. Hvað hefur verið gert? Með aðgerðum ríkisstjórnar Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins þurfa kröfuhafar gömlu bankanna að skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Þegar litið er á heildarumfang þeirra aðgerða, þá eiga stöðugleikaskil- yrðin og aðrar ráðstafanir vegna los- unar fjármagnshafta að nema 856 milljörðum. Aðgerðirnar hafa veru- lega jákvæð áhrif á skuldastöðu ríkis- sjóðs sem mun batna til muna. Það gerir það að verkum að vaxtagjöld ríkissjóðs munu lækka og því verð- ur meira svigrúm til uppbyggingar á innviðum samfélagsins til framtíðar. Leiðrétting á verðtryggðum hús- næðisskuldum heimilanna hefur náð fram að ganga. Þar fóru 80 milljarðar í beina niðurfellingu og 70 milljarðar í séreignasparnaðar- leiðina. Heildarumfang aðgerðar- innar var því 150 milljarðar. Vert er að geta þess að 69 þúsund umsóknir bárust frá 105 þúsund einstaklingum vegna þessarar almennu skuldaað- gerðar. Gaman hefur verið að fá frétt- ir frá fólki sem er ánægt með leið- réttinguna. Segja hana hafa góð áhrif á heimilisbókhaldið. Segjast geta farið 2–3 sinnum í matvöruverslun- ina fyrir þá upphæð sem lánið lækk- ar um. Alla munar um það. Auðvitað er það mismunandi hvað lánin lækk- uðu, fer allt eftir skuldahlutfalli hvers og eins. En þak aðgerðarinnar var fjórar milljónir. Ef litið er til heilbrigðismála og fjárlaga fyrir árið 2016, þá eru heildarútgjöld til málaflokksins rétt tæplega 162 milljarðar. Raunaukning til málaflokksins er 4,4 milljarðar á milli ára en ef við berum saman fjár- lög frá 2013 til 2016 þá er raunaukn- ing til málaflokksins um 16,4%. Þarna er um að ræða verulega fjár- muni enda var þörfin orðin mikil og nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut. Auk þessa munu bætur almanna- trygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9,4%, samkvæmt fjárlaga- frumvarpi næsta ár. Samtals leið- ir þetta til 9,6 milljarða útgjalda- auka en þegar tekið hefur verið tillit til fjölgunar lífeyrisþega og annarra, nemur hækkunin samtals 11 millj- örðum. Hvað er framundan? Eins og fram kemur hér að framan þá höfum við náð árangri. Sá árangur er hvatning til að halda áfram á sömu braut. Þau verkefni sem framund- an eru, eru m.a. að halda áfram að byggja upp innviði samfélags- ins, heilbrigðiskerfið og önnur vel- ferðarmál eins og húsnæðismálin. Vinna að afnámi verðtryggingar og endurskipulagningu fjármálakerf- isins. Auk þessa verður klárað að endurskoða stjórnarskrá, unnið að ljósleiðaravæðingu Íslands og kom- ið fram með byggðastefnu þar sem markmiðið er að styrkja byggð- ir landsins og bæta þjónustu. Í lok þessarar greinar vil ég gera orð sem ég heyrði, að mínum orðum. Þessi orð eru „ég hafna goðsögninni um hið ömurlega Ísland. Hér er margt gott en annað sem þarf að bæta. En Ísland er ekki alslæmt og alls ekki ömurlegt.“ n „Hér er margt gott en annað sem þarf að bæta. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari mynd dV SigtRyggUR ARi Ég var rúmliggjandi í næstum þrjá mánuði Róbert Wessman um afleiðingar reiðhjólaslyss. – PedalarAníta margrét Aradóttir tók þátt í erfiðustu kappreiðum heims. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.