Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Page 32
28 Menning Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Skuggamyndir andlita í hönnun n DV tekur dæmi um hönnun nokkurra menningarafurða sem eru áberandi í dag S kuggamyndir sjálfsins eru ekki bara í forgrunni í skáldævisögum sem hafa verið áberandi í yfirstand- andi jólabókaflóði. Tíðar- andinn er sterkur í hönnun eins og öðru. Eitt helsta trendið í hönnun kynningarefnis fyrir menningar- afurðir á Íslandi í dag eru skugga- myndir af andlitum, með einlitan bakgrunn utan við útlínur andlitsins sem er svo fyllt með annarri mynd – helst af íslenskri náttúru. DV tók saman nokkur dæmi. n  Þrestir Á hvítu kynningarplakati kvikmyndarinnar Þrestir er andlitum aðalleikaranna, Atla Óskars Fjalarssonar og Ingvars E. Sigurðssonar, skellt saman í einn Janusarhaus sem er svo fylltur með mynd af náttúru Vestfjarða.  Kristín Guðmunds- dóttir Fjallkona Ingibjargar minnir umtalsvert á skuggamynd af andliti Kristínar Guðmundsdóttur, híbýlafræðings, sem prýðir nýja bók um ævi hennar og hönnun. Skuggamynd Kristínar er fyllt með litarenningum sem gætu sæmt sér vel í innanhússhönnun hennar.  Stelpur Kápuna á nýrri sjálfstyrkingar- bók Kristínar Tómasdóttur, Stelpur – tíu skref að sterkari sjálfsmynd, prýðir mynd af höfundinum sjálfum. Fínni drættir andlitsins eru sýnilegir á ljósmyndinni, en skyggða hluta andlitsins er blandað saman við aðra mynd af tjátoppum, sindrandi stjörnuhimni og fuglum.  Fjallkonan Sama má segja um andlit sögupersónunnar Ríkeyjar sem prýðir kápu skáldsögunnar Fjallkonan eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Þetta er hrein skuggamynd af konuandliti með uppsett hár, en himinn, fjöll og fjörður fylla inn í myndina. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is  Helgi Björns Blá fjöll og fjörður fylla einnig upp í skeggjaða skuggamynd Helga Björnssonar á hulstri nýjustu plötu hans, Veröldin er ný. Þ að er hægt að gera margt annað við þrívídd en að sprengja upp byggingar. Fyrr á árinu sáum við franska ný (gömlu)bylgjuþrívídd hjá Jean-Luc Godard og um daginn fengum við tvíburaturnana í öllu sínu veldi þegar Frakki gekk á milli þeirra á stálvír (The Walk). Hér er það hins vegar kynlífið sem um ræðir. Nóg er af því, og er það notað á hugmyndaríkan (eða kannski öllu heldur augljósan) hátt þar sem það sprettur út úr skjánum. Það sem hneykslar hvað mest er þó hve amerísk mynd hins argentínska Noé er. Hinn vel limaði en annars persónuleikalausi Murphy kemur til Parísar þar sem evruskvísurnar eiga erfitt með að standast hann. Hann byrjar með einni og barnar aðra, sem setur tilvistarkreppu hans af stað. Í millitíðinni lemur hann fyrr- verandi kærasta annarrar þeirra og lendir á lögreglustöð þar sem hann heldur hina óhjákvæmilegu ræðu um að Kanar séu duglegri í stríðum en Frakkar. Hann fer á kynlífsklúbb eins og lenska er þar um slóðir en tryllist af afbrýðisemi þegar konan hans hagar sér þar eins og hann. Að lokum segja evrómennirnir honum að hann verði að hætta að vilja eigna sér allt og læra að deila. Love 3D er nýjasta myndin sem reynir að þurrka út mörkin milli kláms og listar, en virðist þó liggja lítið annað á hjarta, ólíkt til dæmis Paradise: Love eða jafnvel hinni ís- lensku Webcam. Megingalli henn- ar er hve litla samúð maður hefur með persónum sem búa um rúm sitt sjálfar en vilja síður sofa í því. Gaspar Noé getur talsvert betur en þetta. n Þrenning í þrívídd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Love 3D IMDb 6,4 RottenTomatoes 40% Metacritic 51 Leikstjórn og handrit: Gaspar Noé Aðalhlutverk: Karl Glusman og Aomi Muyock 135 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.