Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Qupperneq 3
Vikublað 12.–14. maí 2015 Fréttir 3
Stytta sumarlokanir
R
úmlega fimm þúsund manns
hafa bókað skoðunarferðir
um íshellinn sem verður
opnaður í Langjökli 1. júní
næstkomandi. Mestmegnis
er um útlendinga að ræða.
Verið er að leggja lokahönd á hell-
inn og eru átta manns að störfum,
meðal annars við að setja upp lýs-
ingu.
„Þetta virðist ætla að nást. Veðrið
er að vinna með okkur þessa dagana,“
segir Sigurður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri Ísganga. „Þegar færðin
og skyggnið er svona gott þá styttir
það ferðalagið að sjálfum jöklinum.“
Voru orðnir svartsýnir
Hann segir að framkvæmdirnar síð-
ustu vikur hafi gengið mjög vel en
að veturinn hafi verið mjög erfið-
ur. „Hann hægði á öllu og við vorum
orðnir svartsýnir á tímabili. Svo hef-
ur gengið mjög vel síðustu vikur og
mannskapurinn er gríðarlega öflug-
ur. Það eru allir að gera sitt besta.“
Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafa
skoðað göngin. Um síðustu helgi
komu þangað meðal annarra blaða-
menn frá enska dagblaðinu The
Times og frá tímaritinu National
Geographic.
Göngin eru fimm hundruð metra
löng og tekur ferðalagið í gegnum
þau eina klukkustund með leiðsögu-
manni.
30 þúsund gestir 2017
Reiknað er með 15 þúsund gestum
á þessu ári, 25 þúsund á næsta ári
og 30 þúsund árið 2017. Aðal ferða-
mannatíminn er frá júní til septem-
ber þar sem þrjár ferðir verða í boði
á hverjum einasta degi. Eftir það
minnkar framboðið og verður opið
þrjá daga í viku fyrir einstaklinga en
alla daga vikunnar fyrir hópa.
Þrenns konar ferðalög að göngun-
um eru í boði. Frá Jökulrönd kostar
17.900 krónur, frá Reykjavík klukkan
9 um morguninn kostar 29.900 krón-
ur og annað fyrirtæki býður upp á
hádegisferð frá Reykjavík á 27.900
krónur.
Forsendur hafa breyst
Kostnaðurinn við göngin nemur
rúmlega 300 milljónum, sem er
meira en lagt var upp með í byrjun.
Verkefnið er fjármagnað af Icelandic
Tourism Fund, sem er í eigu Lands-
bankans, Icelandair Group og
nokkurra lífeyrissjóða.
„Forsendur hafa allar breyst. Við
stækkuðum verkefnið og lentum í
þessum vetri líka. Það er talsverður
munur á kostnaðinum en hann er
ásættanlegur,“ segir Sigurður. n
„
Þetta
virðist
ætla að
nást
n Þrjár vikur í opnunina í
Langjökli n Gott veður síðustu
vikur hefur skipt sköpum
5.000
gestir eru
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Snjóbíll Þessi bíll verður notaður til að flytja fólk á áfangastað.
Sigurður Skarphéðinsson Veðrið
hefur verið Sigurði og hans samstarfsfólki
hliðhollt að undanförnu.
Inni í
íshellinum
Verið er að
leggja loka-
hönd á hellinn.
bókaðir í
íshellinn
Lífrænt
Valið besta
heilsuefnið
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
www.thebeautyshortlist.com
Best Health Supplement - Overall Wellbeing
Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt,
fegrar og frískar húðina
Bætir meltingu, gerir líkamann basískan,
kemur á réttu pH gildi
Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku,
einbeitingu og vellíðan
Spirulina, Chlorella & Barleygrass
Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru,
eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu.
Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks
upptaka og nýting á næringarefnum.
120 hylki.
Hlaðin búnaði: Bakkskynjarar - Loftkæling - Cruise
Control - Skilrúm - 250° opnun á afturhurðum - Spólvörn
Stöðugleikakerfi - Handfrjáls búnaður fyrir síma - USB tengi ofl.
Okkar verð :
3.900 þús án vsk.
(4.836. þús með vsk.)
Nýr 2015 Renault Master L2H2 ←