Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 18
2 Afþreying - Kynningarblað Vikublað 12.–14. maí 2015
Kynnstu verkum
Richards Serra
Listasmiðjur, sýning og fjölskylduferðir
L
istasafn Reykjavíkur mun
bjóða upp á skemmtilega og
viðamikla dagskrá tengda
sýningu á verkum Richards
Serra, en hann er einn virt-
asti listamaður samtímans. Sýn-
ingin verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 21.
maí nk. og ber heitið Áfangar, eins
og umhverfisverk listamannsins í
Viðey, en á þessu ári er aldarfjórð-
ungur síðan verkið var sett þar
upp.
„Við munum auk sýningarinnar
bjóða upp á fjölskylduferð um
áfanga Richards Serra, leiðsagnir
um sýninguna í Hafnarhúsi og
Viðey auk grafíksmiðju fyrir ung-
menni og listsmiðjur fyrir börn,“
segir Berghildur Erla Bernharðs-
dóttir, deildarstjóri markaðs- og
kynningarmála hjá Listasafni
Reykjavíkur. Dagskráin er hluti af
dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Sýning á verkum
Richards Serra
Á sýningunni í Hafnarhúsi eru 19
teikningar og 30 grafísk verk sem
eru í eigu Landsbanka Íslands sem
Serra gerði í tengslum við Áfanga
auk myndbanda af uppsetningu
verksins og viðtals við listamann-
inn. Verkið Áfangar er einstakt í
ferli Serra, bæði vegna umfangs
þess og efnis, en þetta er eina stóra
verk hans úr steini. Sýningarstjóri
er Hafþór Yngvason.
Fjölskylduferð um Áfanga
Richards Serra
Laugardaginn 30. maí verður boðið
upp á leiðsögn um sýningu Richards
Serra í Hafnarhúsinu og gestum boðið
að skoða verk listamannsins og njóta
veitinga í Naustinu í Viðey. Ferjusigl-
ingar verða frá Ægisgarði yfir daginn.
Leiðsögn um sýninguna verður í
Hafnarhúsi og í Viðey á laugardögum
frá júní–ágúst
Boðið verður upp á leiðsögn um
sýninguna í Hafnarhúsi alla laugar-
daga í sumar kl. 11 og gengið verður
um verk Serra í Viðey kl. 12.30.
Grafíksmiðja á Menningarnótt
Á Menningarnótt laugardaginn 22.
ágúst verður grafíksmiðja fyrir ung-
menni í tengslum við grafísk verk
Richards Serra sem eru til sýnis í
Hafnarhúsinu.
Listsmiðjur fyrir börn í Viðey
Listsmiðjur um myndlist og nátt-
úruskoðun fyrir börn og unglinga í
tengslum við verk Richards Serra í
Viðey. Námskeiðin verða haldin 8.–
12. júní, 22.–26. júní, 20.–24. júlí og
10.–14. ágúst.
Skráning í listsmiðjur fer fram
á info@halendisferdir.is Allar frek-
ari upplýsingar má fá hjá Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, síminn er
590-1200, netfangið er listasafn@
reykjavik.is n
F
eðgarnir Elís Hólm Þórðar-
son og Þórður Guðmundsson
bjóða einstaklingum og hóp-
um upp á snjótroðaraferðir
á fjallið Múlakollu við Ólafs-
fjörð. Fyrirtækið er nýtt, en starf-
semi hófst um miðjan mars. Ferðun-
um hefur verið vel tekið hjá bæði
einstaklingum og starfmannahóp-
um og eru ferðamenn sérstaklega
hrifnir af norðurljósaferðunum.
„Við keyrum á snjótroðara upp
á Múlakollu og fólk velur svo hvort
það fer með troðaranum aftur til
baka eða rennir sér á skíðum niður
fjallið,“ segir Elís.
Feðgarnir smíðuðu sjálfir hús-
ið á troðarann, það er upphitað og
með öryggisbeltum. Það var teikn-
að á verkfræðistofu, en lög sem eru
í undirbúningi gera kröfu um lokað
hús. „Húsið mun því standast allar
öryggiskröfur, en það tekur 28 far-
þega og allan skíðabúnað sem þeim
fylgir,“ segir Elís.
Feðgarnir hafa einnig boðið upp
á norðurljósaferðir á kvöldin, en því
tímabili er lokið núna.
„Þegar þú ert uppi á Múlakollu
þá sérðu inn Eyjafjörðinn, Hrísey
og Grímsey og Vestfjarðakjálkann
ef það er sérstaklega gott útsýni.
Þetta er langbesta útsýnið á þessu
fjalli,“ segir Elís. Hann bætir við að
útlendingum finnist sérstaklega
spennandi að sjá sjóinn, að skíða
niður og horfa á sjóinn um leið.
Nálgast má frekari upplýs-
ingar hjá Arcticfreeride, Ólafs-
fjarðarmúla, Ólafsfirði, síminn
er 859-8800, netfangið er info@
arcticfreeride.com, heimasíða er
arcticfreeride.com. n
Upplifðu útsýnið af Múlakollu
Ferðastu með snjótroðara
MyndiR GiSLi KRiStinSSon