Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Qupperneq 19
Kynningarblað - Afþreying 3Vikublað 12.–14. maí 2015
Farþegastökk er einföld
leið til að kynnast íþróttinni
H
já Fallhlífastökksfélaginu
Frjálsu falli býðst
áhugasömum að prófa fall-
hlífarstökk á einfaldan hátt,
ýmist með farþegastökki
eða námskeiði í fallhlífarstökki. FFF
hefur verið starfrækt síðan 2011, en
kennarar þess hafa iðkað fallhlífar-
stökk síðan 2002.
„Ef þig langar bara að prófa þá er
farþegastökk málið, þá mætir þú og
færð hálftíma undirbúning áður en
þú stekkur,“ segir Hjörtur Blöndal hjá
Fallhlífastökksfélaginu Frjálsu falli.
„Ef þú vilt læra fallhlífarstökk, þá
fer einn dagur í bóklegan undirbún-
ing, síðan stekkur þú þrjú stökk með
tveimur kennurum og síðan fjögur
stökk með einum kennara, eftir það
ertu tilbúin/n að stökkva sjálfur,“
segir Hjörtur.
Farþegastökk
Farþegastökk er einföld leið og
er algengt að fyrstu kynni fólks af
íþróttinni verði með þeim hætti.
Farþegastökk er það nefnt þegar
nemandinn hangir í ólum fram-
an á kennaranum sem sér um að
koma báðum aðilum niður á jörðina
með öruggum hætti. Saman stekkur
„parið“ yfirleitt úr 9.000–13.000 feta
hæð og varir frjálsa fallið í allt að
einni mínútu en því fylgir svo fimm
mínútna flug undir fallhlíf.
„Í farþegastökki getur þú öðlast
grunnþjálfun í réttri líkamsbeitingu
í frjálsu falli og eins lært tökin á
stjórnun fallhlífarinnar með lág-
marks áhættu þar sem kennarinn
getur gripið í taumana á hvaða tíma-
punkti sem er. Nemandinn þarf því
aðeins grunnfræðslu á jörðu niðri
fyrir stökkið sjálft því kennarinn
fræðir farþegann um flugið undir
fallhlíf þegar búið er að opna hana,“
segir Hjörtur.
Kennsla í fallhlífarstökki
FFF sér um alla kennslu í fallhlífar-
stökki á Íslandi sem framkvæmd er
utan björgunarsveita. Fyrstu nám-
skeiðin verða haldin um miðjan maí.
Skráning fer fram á skydive@skydi-
ve.is eða í síma 699-5867.
„Hraðvirkasta, einfaldasta og
besta leiðin til að læra fallhlífar-
stökk er „Hraðþjálfun í frjálsu falli“,
þá stekkur nemandinn úr flugvél í
fullri hæð (10.000–14.000 fet) með
tvo kennara sér við hlið og ber eigin
fallhlíf á baki sér. Þessi leið hefst á
ítarlegu bóklegu námskeiði áður en
haldið er af stað í verklegu þjálfun-
ina sem samanstendur yfirleitt af sjö
þrepum,“ segir Hjörtur.
Lágmarksaldur til að stunda
fallhlífarstökk er 18 ár
Starfsemin fer fram á flugvellinum
á Hellu sem er einungis í 85 kíló-
metra fjarlægð frá útjaðri borgar-
innar eða 95 kílómetra frá miðbæ
Reykjavíkur, frá miðjum apríl fram í
lok september, stokkið er alla daga
frá 1. júní og fram yfir verslunar-
mannahelgi og allar helgar fyrir og
eftir það. „Bæði Íslendingar og er-
lendir ferðamenn mæta og stökkva
og konur stökkva í auknum mæli
og í dag eru um 35–45 prósent
stökkvara konur, við förum einnig
mikið í farþegastökk þegar vina-
hópar koma með gæsir og steggi
til meðhöndlunar hjá okkur og fá
þau alveg sérstaka meðferð,“ segir
Hjörtur.
Allar nánari upplýsingar má fá
í síma 699-5867, netfang skydive@
skydive.is, heimasíða skydive.is. n
Prófaðu fallhlífarstökk hjá Fallhlífastökksfélaginu Frjálst fall