Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Page 36
Vikublað 12.–14. maí 201528 Fólk
Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is
Fermax mynd-
dyrasíma kerfi
er bæði fáguð
og flott vara
á góðu verði
sem hentar
fyrir hvert
heimili. Hægt
að fá með eða
án myndavélar
og nokkur útlit
til að velja um.
Krúttleg
konungs-
fjölskylda
Nú þegar litla prinsessan Charlotte Elizabeth Diana hefur
heillað heimsbyggðina upp úr skónum er við hæfi að rifja upp
gamlar barnamyndir af fjölskyldu hennar. Afi prinsessunnar,
Karl Bretaprins, var nefnilega einu sinni krúttlegur smákrakki
og eflaust finnst mörgum stutt síðan pabbi hennar var það.
Eugenie og Beatrice Prinsessurnar tvær,
Eugene fædd 1990 og Beatrice fædd 1988, eru dætur Andrews prins
og Söruh Ferguson.
Charlotte
Elizabeth
Diana
Prinsessan, sem
fæddist laugar-
daginn 2. maí á St.
Mary's-sjúkrahúsinu
í London, er sú fjórða
í erfðaröðinni.
Kate
Middleton
Af öllum meðlimum
konungsfjölskyldunn-
ar fylgjast Bretar
mest með hertoga-
ynjunni. Kate fæddist
9. janúar 1982 en hitti
Vilhjálm prins í St.
Andrews-háskólan-
um í Skotlandi árið
2001. Þau trúlofuðu
sig í nóvember 2010.
Díana prinsessa
Prinsessan af Wales fæddist 1. júlí 1961
og lést 31. ágúst 1997. Prinsessan var
gífurlega vinsæl og daglegur gestur
í glanstímaritunum. Meira en 750
milljónir aðdáenda um allan heim
horfðu á beina útsendingu þegar hún og
Karl Bretaprins gengu í það heilaga í St.
Paul's-dómkirkjunni árið 1981.
Karl Bretaprins Elísabet II drottning og Filippus prins eignuðust sitt
fyrsta barn 14. nóvember 1948. Karl hefur verið annar í erfðaröðinni frá árinu 1952.
Harry prins Rauðhærði fjörkálfurinn fæddist 15.
september 1984. Þegar hann kom í heiminn var hann sá þriðji í
erfðaröðinni en í dag er hann sá fimmti.
Vilhjálmur Bretaprins
Vilhjálmur fæddist 21. júní 1982. Prinsinn er
þriðja elsta barnabarn drottningarinnar og
annar í erfðaröðinni.
George Alexander Louis Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton
eignuðust sitt fyrsta barn þann 22. júlí 2013. Litli prinsinn fékk nafnið George Alexander
Louis og sá þriðji í erfðaröðinni.