Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 10
Helgarblað 22.–26. maí 201510 Fréttir
V
ið sitjum á hlýlegu heimili
hennar og sambýlismanns
hennar í Reykjavík. Hér
líður Andreu vel, en taka
skal fram að þetta er ekki
hennar rétta nafn.
Hún er að byggja sig og lífið í
kring um sig upp og vill fá tækifæri
til þess. „Ég er að átta mig á alls kon-
ar litlum hlutum, sem skiptu mig
engu máli áður en eru allt í dag.
Ég á bókasafnskort, heimasíma,
internettengingu og fallegt heimili.
Hver hefði eiginlega trúað því?“ seg-
ir hún.
En það er fleira sem þarf að huga
að. Að byggja upp líf sitt, stein fyr-
ir stein, eftir algjört niðurbrot felur í
sér mikla vinnu, sem er sársaukafull
og erfið bæði fyrir Andreu og henn-
ar nánustu.
En hún hefur tekið á málunum
og reynt að mæta þeim af eins mikl-
um heiðarleika og innsýn í gamalt
líferni og henni er unnt.
„Ég er búin að ganga hringinn
einu sinni á milli vina og fjölskyldu.
Sumir eru tilbúnir til að hlusta á
mig, gefa mér séns og leyfa mér að
biðjast afsökunar. Aðrir eru það ekki
og það er alveg skiljanlegt,“ segir
hún en segist áskilja sér rétt til að
reyna aftur síðar. Eftirsjáin er mik-
il og þungbær. „Svo sjáum við til,
kannski verða sumir aldrei tilbúnir
en vonandi fæ ég einhvern daginn
tækifæri til þess að segja fyrirgefðu.“
„Óþekk og frek“
Þrátt fyrir ungan aldur er saga
Andreu Ránar bæði löng og flók-
in. Hún ólst að mestu upp í bæ á
Norðurlandi ásamt móður sinni og
stjúpföður sem kom inn í líf hennar
þegar Andrea var mjög ung.
„Mamma var bara 18 ára þegar
hún átti mig. Við bjuggum saman,
við mamma og amma og afi, hérna
í Reykjavík. Svo kynntist mamma
manni sem var í Stýrimannaskól-
anum og þau urðu ástfangin. Í
kjölfarið fluttum við norður,“ seg-
ir hún en hún var einnig mikið hjá
móðurömmu sinni og -afa. Sam-
band Andreu og stjúpföður henn-
ar, sem hún kallar pabba, var ekki
gott. „Mér leið eins og ég væri mjög
týnd. Mamma og pabbi voru eigin-
lega búin að stofna nýja fjölskyldu
og mér fannst ég hvergi eiga heima,“
segir hún en þegar hún var fimm ára
fæddist yngri systir hennar.
„Ég er greind ofvirk með athyglis-
brest og mótþróaþrjóskuröskun. Ég
var greind frekar seint og var orðin
hálfgerður unglingur. Þegar ég var
barn var þetta hins vegar ekki kallað
svona fínum nöfnum. Þá var þetta
bara kallað óþekkt og frekja. Ég var
fyrir vikið „mjög óþekk og ótrúlega
frek“,“ segir hún.
Samskipti þeirra mæðgna voru
erfið og mamma hennar hafði í
raun gefist upp á að reyna að aga
Andreu. „Mamma elskaði mig út af
lífinu, en hann réð ferðinni. Ég var
erfið og á milli þess sem hann var
á sjó og í landi gafst hún upp á að
skamma mig og safnaði því frekar
saman þegar hann kom í land. Og
þá var ég í miklu klandri,“ segir hún
og bætir því við að refsingarnar hafi
einkennst af líkamlegu og andlegu
ofbeldi. „Þegar ég lít til baka og horfi
á þessa litlu stelpu þá sé ég þessa
alka-tendensa sem ég þekki vel í
dag.“
Lífið er ekki náttfatapartí
Þau fluttu aftur suður þegar hún
var táningur þegar foreldrar henn-
ar skildu. Þá fluttu þær mæðgur
ásamt móðursystur Andreu í íbúð
í Reykjavík. Frænka hennar var að-
eins níu árum eldri og segist Andr-
ea hafa séð það fyrir sér að lífið í
Reykjavík yrði eitt stórt náttfatapartí
þar sem kæruleysið myndi ráða ríkj-
um. Vonbrigðin voru því mikil þegar
það reyndist tálsýn. „Ég hélt að líf-
ið yrði bara vídeógláp og stanslaust
stuð – sem var fullkomlega óraun-
hæft,“ segir hún.
Í skólanum fyrir norðan hafði
Andrea orðið fyrir einelti, en í
Reykjavík var hún skyndilega orðin
manneskjan sem lagði önnur börn
í einelti. „Mér leið svo ógeðslega
illa og þetta var ein birtingarmynd
þess,“ segir hún.
Í Reykjavík kynntist Andrea
tveimur vinahópum. Í öðrum
hópnum voru stelpur sem voru
duglegar að læra, stunduðu
íþróttir af kappi og voru mjög
samviskusamar. „Ég segi að hinn
hópurinn séu stelpur sem máluðu
sig svartar í kringum augun. Þær
voru byrjaðar að reykja og gera alls
konar hluti sem mér fannst vera
flottir. Brotin sjálfsmynd mín dró
mig að þeim,“ segir hún.
Mamma hennar var þó, líkt og
flestir foreldrar, hrifnari af fyrri
hópnum og reyndi að ýta henni í átt
að honum, án árangurs. Í raun ýtti
það Andreu lengra frá þeim hóp.
„Þegar ég var tólf ára prófaði ég að
drekka í fyrsta skiptið. Ég man að
við stálum áfengi frá vinkonu minni.
Ég blandaði til helminga kóki og 80
prósent Stroh. Ég hélt fyrir nefið
þegar ég var að kyngja þessu. Mér
leið illa þegar ég var að drekka þetta
og ég hafði enga stjórn á þessu.
Þetta var ekki ég og ég vildi losna við
þessa vímu. Samt endurtók ég leik-
inn næstu helgi. Ég vildi bara vera
með, vera eins og þær. Okkur fannst
við vera mjög kúl,“ segir hún.
Stuttu síðar prófaði hún að reykja
hass. „Við vorum allar í litlu þröngu
kjallaraherbergi að reykja. Glugg-
arnir voru lokaðir og ég man að ég
var eldrauð í augunum og ég angaði
eins og hassbútur. Mamma er auð-
vitað ekki hálfviti og vildi vita hvað
hefði gengið á þegar ég kom heim.
Ég reyndi að ljúga að henni að vin-
kona mín hefði úðað ilmvatni beint
í augun á mér. Þarna var lygin strax
komin inn,“ segir hún og segir lygina
hafa fylgt sér allt of lengi.
Dagreykingabarn
Sumarið eftir ferminguna hennar
var hún komin í dagreykingar. „Ég
hékk á Hlemmi og mér fannst ég
vera svo ótrúlega mikill töffari.“
Lögreglan byrjaði að hafa af-
skipti af Andreu og þau voru ófá
skiptin sem hún var send rakleiðis
í neyðarvistun á meðferðarheimilið
Stuðla. „Mamma var alltaf að reyna
að passa mig og vernda. Hún reyndi
allt sem hún gat.“ En neyslan bara
jókst. Andrea prófaði sveppi, am-
fetamín og e-töflur og var fljótlega
orðin fíkill.
Í október, árið sem hún varð
fjórtán ára tók móðir hennar svo
eina erfiðustu ákvörðun sem hún
hefur þurft að taka. „Hún ákvað að
senda mig til blóðföður míns í Nor-
egi. Þar mætti mér strangt uppeldi
og mikill einmanaleiki,“ segir Andr-
ea. Hún var þar í níu mánuði, var
mjög einmana og átti erfitt með að
kynnast öðrum krökkum. „Ég þekkti
engan þarna. Mér leið svo ótrúlega
illa. Mér leið eins og ég væri í ein-
hverjum herbúðum.“ Viðbrögð við
óhlýðni hennar eða uppreisn voru
mikil og var hún jafnvel sett í straff
í nokkra mánuði í senn.
Gat engum sagt frá
Eitt kvöldið í Noregi hafði hún mælt
sér mót við vini frænda síns, sem þá
bjó þar, og ætlaði að eyða kvöldstund
með þeim. Piltarnir gengu á hana
þegar hún kom til þeirra og sögðu
að hún hefði lofað þeim kynlífi. „Þeir
nauðguðu mér,“ segir hún og bæt-
ir við: „og ég gat engum sagt frá því.“
Hún komst heim við illan leik frá
piltunum, en löngu eftir útivistar-
tíma sinn. Skammirnar sem fylgdu
í kjölfarið voru gríðarlegar og henni
var refsað. Fyrir vikið sagði hún eng-
um frá og treysti sér ekki til þess.
Andrea burðaðist ein með af-
leiðingar nauðgunarinnar. Ofbeldið
hafði mikil áhrif á líf hennar og hún
upplifði andlegt niðurbrot og sjálfsá-
sakanir. Hún gat ekki sagt föður sín-
um hvað hefði gerst og ekki móður
sinni því samskiptin við hana voru
mjög takmörkuð á þessum tíma. Á
endanum tókst henni þó að ná sam-
bandi við móður sína og fékk leyfi til
að snúa aftur heim. Það leið langur
tími áður en hún gat sagt frá því sem
gerðist í Noregi.
Við heimkomuna fór allt í sama
farið og áður. Við tóku tvær grein-
ingarmeðferðir á Stuðlum, erf-
ið samskipti við fjölskylduna, mikil
neysla og, eins og Andrea kallar það
sjálf, „bullandi óheiðarleiki.“ Hún fór
í langtímavistun á Laugaland, vist-
heimili og meðferðarstofnun fyrir
ungar stúlkur og dvaldi þar um tíma.
Hún náði engum tökum á fíkninni og
þegar tækifærið gafst fór hún strax
aftur til Reykjavíkur.
„Ég var alltaf að leika mér að lífinu“
„Ég er fíkill í eðli mínu. Margt sem ég geri ber þess
merki og mun líklega alltaf gera. En ég er edrú í dag
og hef verið í nokkurn tíma,“ segir Andrea Rán,
26 ára kona sem á að baki 21 mánuð á batavegi frá
heimi fíkniefna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andrea
séð, heyrt og gert hluti sem fæstir vilja vita af og hef-
ur innsýn inn í heim fíknarinnar sem flestir þakka fyrir
að vera án. Í dag er lífið breytt, hún stendur á kross-
götum og ætlar að láta gott af sér leiða með því að
aðstoða börn og unglinga sem eru alveg jafn týnd og
hún var. Þau komast enda ekki upp með neitt múður
– hún þekkir tilveru þeirra allt of vel til þess.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Einn dagur í einu Að byggja upp
lífið sitt, stein fyrir stein, eftir algjört
niðurbrot felur í sér mikla vinnu, sem er
sársaukafull og erfið, bæði fyrir Andreu
og hennar nánustu. MynD SiGtryGGur Ari
„Ég skil þau – ég
skil þau svo ótrú-
lega vel. Þegar ég sest
niður með þessum krökk-
um þýðir ekkert fyrir þá
að segja: Þú skilur þetta
ekki.