Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015 Slagsmál á hlaðinu H jalti Stefánsson, mynda­ töku maður og ábúandi á Tókastöðum, skammt utan Egilsstaða, er þrautreyndur náttúruskoðandi. Meðfylgj­ andi mynd af Hjalta og steggnum tók eiginkona hans, Heiður Ósk Helga­ dóttir, rétt við íbúðarhúsið á Tóka­ stöðum í vikunni. Á bak við myndina er forvitnileg saga. „Nágranni okkar tók sex grágæsar egg fyrir tveimur árum og klakti þeim út. Þegar ungarnir uxu tóku þeir að sækja hingað til okkar,“ segir Hjalti. „Smám saman fækkaði í hópnum, en ein var áfram að vappa hér hjá okkur út sumarið. Svo kom hún í apríl með öðrum villtum gæs­ um, sennilega frá Skotlandi. Svo fóru einhverjir villisteggir að bera víurnar í hana. Hún virtist draga þá að hús­ inu en um leið og þeir urðu varir mannaferða styggðust þeir. Fyrir fjórum til fimm dögum var allt í einu kominn steggur með henni alveg heim að bæ, sá sem sést með mér á myndinni. Ég ræddi við vin minn, fuglaskoðara, um það hvort þessi steggur gæti verið úr upphaflega hópnum en það töldum við frekar ólíklegt. Hvort tveggja er að steggirn­ ir verða kynþroska ári síðar en kven­ fuglinn og svo voru ungfuglarnir sex merktir. Þannig að þetta er að veru­ legum líkum villisteggur sem kven­ fuglinn okkar teymir heim að bæ. Hann virðist treysta henni.“ Síðan gerðist það að Hjalti fann gæsahreiður 200 metra frá íbúðar­ húsinu og í því þrjú egg. Þar bar vel í veiði því Hjalti hefur lengi lagt rækt við að kvikmynda fugla og líf villtra dýra með ærinni fyrirhöfn. Svo styggar eru gæsirnar að nær ógern­ ingur hefur verið fyrir hann að taka nærmyndir af villtum grágæsum sem liggja á eggjum. Hann hyggst því fylgjast með „vinkonu“ sinni með kvikmyndatökuvélina á lofti. En hvernig vildi það til að steggur­ inn fór upp á bak Hjalta? „Þau komu hér í hlaðið á miðvikudag og og ég fór út að gefa þeim brauð. Svo fór ég að ögra steggnum eitthvað og þá réðst hann á mig og beit í peysuna. Ég sneri mér undan og hann hélt fast og lenti uppi á bakinu á mér. Þetta voru slagsmál. Þeir bíta fast og lemja. Það liggur í eðlinu. Hver sem fortíð hans er þá fylgir hann sinni spúsu. Nú fylgist ég með og bíð eftir ungun­ um með tökuvélina á lofti. Það er einstakt að ná því,“ segir Hjalti. n Einstæð mynd af villtum grágæsarstegg í átökum við ábúanda á Tókastöðum Jóhann Hauksson johannh@dv.is Lífið í hlaðinu Hjalti Stefánsson: „Svo fór ég að ögra steggnum eitthvað og þá réðst hann á mig og beit í peysuna.“ Mynd HS / HÓH „Þeir bíta fast og lemja. Það liggur í eðlinu Hvað vilt þú upp á dekk? Hjalti Stefánsson snýr sér undan villtum og árásargjörnum grá- gæsarstegg. Mynd Heiður ÓSk HeLgadÓttir „Ég var mjög reið“ Björk Vilhelmsdóttir óánægð eftir íbúafund B jörk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur­ borgar, segist hafa orðið mjög reið á íbúafundi í Seljahverfi á miðvikudag. Gestir hefðu fyrirfram verið búnir að ákveða að tala niður þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Þá sé hún einnig verulega óánægð með að Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur Seljakirkju, hafi lánað kirkjuna undir fundinn. „Já, ég var mjög reið á fundinum. Mér fannst upplag fundarins vera með ólíkindum þar sem það var fyrir­ fram búið að ákveða hegðun fólks til framtíðar. Ég varð svo reið út af því að þarna voru 200 manns saman komn­ ir, og fyrirfram búnir að ákveða sína skoðun, til að skrifa undir ályktun sem úthrópar þá íbúa hverfisins sem verst eru settir,“ segir Björk við DV en blað­ ið sagði frá því á fimmtudag að margir hefðu verið óánægðir með hegðun Bjarkar. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hvort fíkniefnaneytend­ ur ættu að fá þar athvarf. Hún var líka ósátt við prestinn. „Ég húðskamm­ aði sóknarprestinn því mér finnst það ekki í anda Jesú Krists að nota guðs­ hús til þess að tala niður íbúa hverfis­ ins, sérstaklega þá íbúa hverfisins sem verst eru staddir. Þetta er eins mikið gegn allri kristinni trú eins og hugsast getur. Það liggur við að ég klagi hann til biskups.“ n johannskuli@dv.is Björk Vilhelms- dóttir Segir að fundargestir hafi ekki hagað sér kristilega á íbúa- fundi í Seljakirkju í gær. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.