Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 28
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 28 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 22.–26. maí 2015 Við erum svo hamingjusöm Fyrir tveimur vikum féll ég aftur Ég ældi út um allt Hæstiréttur – hin æpandi þögn Sigrún Eva Rúnarsdóttir í Götusmiðjunni gekk að eiga Mumma Tý Þórarinsson nýlega. – DV Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, tjáði sig um alkóhólismann á Facebook. – Facebook E inn af fyrrverandi dómurum við Hæstarétt hefur gagnrýnt réttinn harðlega og það með haldbærum rökum. Jón Stein- ar Gunnlaugsson telur álag á Hæstarétt alltof mikið og gagnrýnir þá „fjölskyldustemningu“ sem þar ku ríkja. Jón Steinar er virtur fræðimaður á sínu sviði og afskaplega reynslumik- ill. Það er ekki hægt að afgreiða gagn- rýni hans með léttvægum hætti eins og borið hefur á. Hæstiréttur er einn af hornstein- um samfélagsgerðar okkar og þar má ekki bera skugga á. Stofnunin hefur ekki svarað gagnrýninni með nokkrum hætti. Þá er eftirtektar- vert að málsmetandi lögmenn virð- ast tregir til að koma að umræðunni með rökum. Hinum haldbæru rökum sem Jón Steinar hefur sett fram verð- ur ekki lengur mætt með þögninni, ætli Hæstiréttur sér að njóta þeirrar virðingar sem nauðsynlegt er. Minnsta grun um annarleg sjónar- mið og klíkuskap hjá æðsta dómstigi landsins verður að ræða og uppræta ef grunur verður að vissu. Löngu er orðið ljóst að það andaði köldu milli Jóns Steinars og einhverra dómara við réttinn. Jón Steinar fullyrðir að sér hafi verið boðið inn í eins konar fjöl- skyldustemningu við réttinn. Hvað er það? Hvorki stjórnar skrá né lög mæla fyrir um stemningu við Hæsta- rétt. Minnsti vottur af slíku gengur gegn réttaröryggi í landinu. Við skul- um ekki gleyma að í Hæstarétti eru á hverjum degi teknar ákvarðanir sem varða örlög og æru einstaklinga og fyrirtækja. Réttvísin skal vera blind. Með lögum skal land byggja. Allir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Þessar þrjár lykilsetningar verða að standa óhaggaðar. Annars búum við ekki í lýðræðisríki. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, þarf að taka til máls og svara þeirri gagnrýni sem Jón Steinar hefur sett fram. Almenningur á rétt á svörum. Almenningur sem getur hvenær sem er lent í því að standa frammi fyrir Markúsi og „fjölskyldu“ hans í Hæstarétti. Hver og einn sem þangað kemur á að geta treyst því að fá réttláta og ígrundaða meðferð. Ekki er hægt að bjóða upp á hraðsuðu þar sem Hæstarétti er gert skylt að tala einni röddu. Eru sér atkvæði einstakra dómara kveðin í kútinn? Hver stjórn- ar því? Jón Steinar kallar eftir vandaðri ráðningum í þessi mikilvægu embætti sem hæstaréttardómarar skipa. Það ákall er eðlilegt. Ef fjölskyldustemn- ing ríkir í Hæstarétti þarf að brjóta hana upp. Kannski er fyrsta skref- ið í þá átt að breyta ráðningarferlinu. Enginn á að geta handvalið í Hæsta- rétt. Hina æpandi þögn sem ríkir um Hæstarétt verður að rjúfa. Líti nú hver í eigin barm og geri það sem honum ber til að hreinsa Hæstarétt, annað tveggja, af sökum eða þeirri stemn- ingu sem þar er sögð ríkja. n Fara frá Straumi til Fossa markaða Það vakti mikla athygli á fjár- málamörkuðum þegar tveir lykilstarfsmenn í markaðsvið- skiptum Straums fjárfestinga- banka, þeir Haraldur I. Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson, hættu hjá bankanum í ársbyrjun. Skömmu síðar keyptu þeir fé- lagið ARM Verðbréf, ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Lehman Brothers, og var nafni þess í kjöl- farið breytt í Fossar markaðir. Þrír aðrir fyrrverandi starfs- menn markaðsviðskipta Straums hafa núna einnig gengið til liðs við Fossa. Þeir eru Þorbjörn Atli Sveinsson, Hannes Árdal og Gunnar Freyr Gunnarsson. Foss- ar markaðir hafa hins vegar ekki látið þar staðar numið heldur hefur fyrirtækið að auki fengið til sín móttökudömu Straums fjár- festingabanka. Helgi og Hringbrautin Sjónvarpsstöðin Hringbraut þykir fara ágætlega af stað, þar er fjölbreytt íslensk dagskrár- gerð. Stöðin hefur gefið sig út fyrir að tala máli atvinnulífsins og þykir höll undir málstað aðildar að Evrópusam- bandinu. Sagt er að bakhjarl hennar sé Helgi Magnússon, kenndur við Málningu, sem er einn áhrifa- mesti viðskiptamaður landsins gegnum stöðu sína í lífeyris- sjóðunum og eigin fjárfestingar. Óánægður með Illuga Helgi Magnússon talar kjarnyrta íslensku og liggur ekki á skoðun- um sínum. Hann hefur um árabil verið einn helsti stuðn- ingsmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra en nú ber svo við að vík er milli vina. Helgi fer ekki leynt með óánægju sína með störf Illuga og hefur ekki fyrirgefið honum 360 gráðu viðsnúning í ESB-málun- um. Eru þetta talin nokkur ótíð- indi fyrir ráðherrann og stórt skarð hoggið í bakland hans. Ásmundur Einar Daðason, kastaði upp í flugi WOW air á dögunum. – DV Gott tilboð S tefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið eða eftir að sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra lagði fram frum- varp um makrílkvóta. Við í Sam- fylkingunni höfum bent á það árum saman að við úthlutun veiði- leyfa eigi lögmál markaðarins að ráða og kostir þess fái að njóta sín við nýtingu fiskveiðiauðlindarinn- ar. Við höfum talað fyrir tilboðum og tilboðsmörkuðum sem beinast liggur við að nota þegar að kvótum nýrrar fiskveiðitegundar er útdeilt. Við teljum reyndar að sátt náist aldrei um upphæð veiðigjalds yfir höfuð fyrr en það verði ákvarðað á markaðslegum forsendum. Kostir tilboðsleiðar Einn af kostum tilboðsleiðar er að leigugjaldið sem greitt er fyrir aflahlutdeildir sveiflast sjálfkrafa með arðsemi veiða og dregur úr líkum á pólitískum inngripum um ákvörðun leiguverðs. Þannig byggist upphæðin ekki á mats- kenndum ákvörðunum og eigend- ur auðlindarinnar, fólkið í landinu, geta treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Út- gerðin ákvarðar sjálf það gjald sem hún telur sér fært að greiða fyrir aðgengi að auðlindinni með til- boðum á markaði og það kemur líka í veg fyrir brask með kvót- ann. Einnig styrkir tilboðsleiðin rekstrarumhverfi sjávar útvegsins til lengri tíma vegna þess að duttl- ungar stjórnmálamanna ráða ekki með ófyrirséðum breytingum á milli kjörtímabila. Svigrúmið inn- an kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum og nýliðun möguleg, sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu tilboðsleiðar er auð- velt að taka tillit til byggðasjónar- miða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Reynsla af tilboðsleið til úthlutun- ar auðlinda er víðtæk um allan heim og auðvelt væri að leita í smiðju nágrannaþjóða eftir góð- um fyrirmyndum. Ef rétt er á mál- um haldið leiðréttir tilboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinn- ingurinn af hagræðingunni innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnað- inn. Góðar fyrirmyndir Fiskmarkaðir á Íslandi eru góðar fyrirmyndir þar sem markaðs- lausnir ráða. Þar kaupa fiskvinnsl- ur án kvóta fisk daglega á tilboðs- markaði. Þessi fyrirtæki hafa enga aðra rekstrartryggingu en þá að tilboðsmarkaðurinn verði starf- andi á morgun. Aldrei er deilt um fiskverð á fiskmarkaði enda hafa bæði kaupandi og seljandi boð- ið verðið sem samið var um. Allar fiskvinnslur landsins hafa jafnan aðgang að fiskmörkuðum. Nýliðun í fiskvinnslu er því miklu auð- veldari en í útgerðinni. Fleiri góð dæmi má nefna. Loftslagsheim- ildir eru boðnar út og flugfélögin okkar, álverin og fleiri verksmiðjur gera tilboð í loftslagsheimildir á evrópskum markaði en tekjurnar renna í ríkissjóð. Við notum útboð til að velja á milli símafyrirtækja þegar úthluta þarf tíðnisviðum fyrir fjarskipti og þegar ríkið felur einka- aðilum verkefni í samgöngum gera menn tilboð í sérleyfin. Þegar við kaupum okkur þak yfir höfuðið gerum við tilboð á markaði sem stýrt er af fasteignasalanum. Það er því góð og víðtæk reynsla af til- boðsleiðinni í ýmsum myndum og hún á mjög vel við þegar úthluta á takmörkuðum gæðum s.s. náttúru- auðlindum. Brýnasta verkefnið Jafnaðarmenn vilja að tryggt sé að arður af sameiginlegum auðlindum skiptist á réttlátan hátt á milli fólks- ins í landinu og þeirra sem nýta auðlindirnar. Á sama hátt þarf að tryggja réttláta skiptingu á þjóðar- auðlindum milli kynslóða. Það þýðir að nýting auðlinda, hvort sem er til lands eða sjávar, þarf að vera í sam- ræmi við skilyrði sjálfbærrar þróun- ar. Brýnasta verkefnið í auðlinda- málum hér á landi er að fylgja eftir afgerandi niðurstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslu um efnisatriði nýrrar stjórnarskrár frá því í október 2012. Þar lýstu stuðningi sínum 84.760 kjósendur eða 83% þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, við ákvæði um ævarandi þjóðareign á náttúru auðlindum. Þar er áskilið að nýtingarétti verði aðeins úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn fullu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Á vefnum thjodareign.is hafa þegar að þessi grein er skrifuð um 35.000 manns skrifað undir áskorun til forseta Ís- lands um að hann vísi í þjóðar- atkvæðagreiðslu hverjum þeim lög- um sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekk- ert ákvæði um þjóðareign á auð- lindum hefur verið sett í stjórnar- skrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra. Beðið er eftir viðbrögðum við þessum skýru skilaboðum fólksins í landinu til stjórnvalda um auðlindarákvæði í stjórnarskrá. n „ Jafnaðarmenn vilja að tryggt sé að arður af sameigin- legum auðlindum skipt- ist á réttlátan hátt á milli fólksins í landinu og þeirra sem nýta auðlind- irnar. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar Kjallari „Almenningur á rétt á svörum. Al- menningur sem getur hvenær sem er lent í því að standa frammi fyr- ir Markúsi og „fjölskyldu“ hans í Hæstarétti. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.