Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 31
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Umræða 31 Minnistöflur www.birkiaska.is Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og nemendum í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Bodyflex Strong Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.  Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva- jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og dregur úr bólgum. Evonia færir hárrótinni næringu og styrk til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia En veltum því samt fyrir okkur að sett yrði upp ein af helstu óperum heimsins, söngvararnir færu í gegnum allan textann og allar fetturnar og bretturnar og tækju allt sönglesið (sem gjarnan er það sem heitir á góðri íslensku „lag- leysa“) en öllum söngvunum yrði sleppt. Og ég held að allir sjái strax að það yrði ærið sorgleg skemmt- un, sem enginn myndi vilja borga sig inn á. Og munu þá margir segja: það er ekki von að þetta gangi vel, enda bara hálft verk á fjölun- um. En svo er hinn möguleikinn. Semsé að setja upp óperuna, en fara eingöngu í gegnum tónlistina; sönginn, hljómsveitarkaflana og kórverkin. Og það yrði auðvitað stórkostleg skemmtun, hálft verk eða ekki. Eigin upplifun Eina merkilega óperuupplifun langar mig að rifja upp, en það var árið 2000 er ég var búsettur í Berlín. Þá var Ingimundur Sigfús- son sendiherra í Þýskalandi og bjó ekki langt frá mér, en hann og kona hans Valgerður Valsdóttir eru, auk þess að vera gegnheilt sóma- og gæðafólk, miklir menningarunn- endur, og fylgdust með því sem var helst að gerast í leiklist, myndlist og tónlist þar í borginni. Og Ingi- mundur hafði samband og vildi bjóða okkur til lítils samsætis á til- teknu kvöldi, eða eftir þann við- burð að Kristján okkar Jóhanns- son ætlaði að syngja aðalhlutverk í stórri sýningu í Deutsche Oper þar í borginni – þar var verið að flytja óperuna La Gioconda eftir Pontichelli. Ingimundur gekk út frá því að ég vissi um þennan væntanlega viðburð og væri jafn- vel búinn að tryggja okkur miða, en svona er maður nú mikill plebbi, þetta hafði alveg farið fram hjá mér, en ég þakkaði auðvitað gott boð og sagði að við myndum að sjálfsögðu mæta, og fór svo daginn eftir út í Deutsche Oper að kaupa miða. Óperur í Berlín Þess má geta að það eru tvö svona meginóperuhús í Berlín, en þannig var það auðvitað með margt í þessari borg sem hafði verið tví- skipt með múr í áratugi. Gamla miðborgin lenti austan megin múrs og þar er gamalt og virðu- legt ríkisóperuhús, Staatsoper. Þar hafði ég meðal annars séð upp- færslu á Mozartóperunni „Brott- námið úr kvennabúrinu,“ og það var dálítið hátíðlegt vegna þess að í aðalhlutverkum voru tveir Íslendingar, þeir Gunnar Guð- björnsson tenórsöngvari og Bjarni Þór Kristinsson bassi. Það var ekki svo að þetta væri einhver sér- íslensk sýning, eða okkar landi og þjóð til heiðurs að hafðir voru Ís- lendingar í forgrunni, heldur voru þetta bara bestu mennirnir sem þá var völ á í hlutverkin, enda megin- snillingar báðir. Hin óperan sem ég nefndi, „Þýska óperan“ er í vesturhlut- anum og byggð eftir stríð, mikill funkis kassi eins og þá tíðkuðust, en með risastórum og fínum sal og miklum hljómburði. Þar var semsé í gangi uppfærsla á nefndu verki eftir Pontichelli, og með mismun- andi hetjutenórum frá einni sýn- ingu til annarrar, og nú var semsé væntanlegt heimsstjarna frá Ítalíu til að taka hlutverkið, sjálfur Krist- ján Jóhannsson sem þá hafði átt langan og glæsilegan feril, enda var hann stóra nafnið á auglýs- ingaskiltum fyrir sýninguna. Fjögur hlé! Þegar maður var kominn með mið- ana í hendur var næst á dagskránni að reyna að kynna sér verkið og höfund þess, til að koma ekki alveg eins og grænjaxl í óperuhúsið. Ég gúgglaði höfundinn og las að hann hefði verið mikilsvirtur höfund- ur á Ítalíu á nítjándu öldinni og samið fjöldann allan af óperum, en að hann hafi síðan mjög fall- ið í skuggann af yngri mönnum, eins og Verdi og Puccini. Og ég rakst líka á þær upplýsingar að verk hans séu mörg alveg gleymd, og næstum bara þessi eina ópera, La Gioconda, væri enn sett á svið. Þar las ég einnig að hún væri óra- löng, eitthvað vel á fimmta klukku- tíma. Og hugsaði að þeir hlytu nú að vera með eitthvað stytta útgáfu svona á seinni tímum. Það reyndist tálsýn. Við komum í óperuhúsið, þessa risastóru byggingu og mikill mannfjöldi saman kominn, skipti þúsundum, og fengum strax að vita að það yrðu fjögur hlé á sýningunni, eða um það bil á klukkutíma fresti. Og því eins gott að vera í góðu formi, andlega og líkamlega. Svo hófst sýningin. Það var frem- ur dimmt á sviðinu, eða öllu held- ur drungalegt. Og helstu persón- ur dökkklæddar, en bættu það upp með töluverðum presens. Manni sýndist vera eitthvað mikið ástar- drama í gangi, svona haltu mér/ slepptu mér ástand, og kveikti það miklar tilfinningar í brjóstum elsk- endanna, sem voru túlkaðir af ba- ssasöngvara afar umfangsmiklum, og með undirhökur eins og dóm- kirkjutröppur, og messósópran- söngkonu sem var ekki mikið minni; bæði virtust heldur aldur- hnigin. Þegar alllangur tími var liðinn, með mælandi sönglesi, kom svo hetjan stökkvandi inn, eða ofan af skipsstefni sem kom inn á sviðið. Var þar komin tenórhetjan Kristján, okkar samlandi, og bar með sér æskuþokka miðað við það sem á undan var gengið, sprækur í hreyfingum og bjartleitur og veif- aði sverði. „Dísilbarki“ Það væri ofmælt að allir söngvarnir hafi verið grípandi, og ekki kveikti dramað á sviðinu mikla spennu í brjóstum, þetta seig svona heldur þykkt fram, þótt alltaf lyftist mað- ur spönn í sætinu þegar Krist- ján lét að sér kveða, enda lang- flottastur með sína öflugu rödd sem fyllti út í öll horn hússins. Ég hafði einu sinni hitt Kristján áður, það var á aðventusamkomu sem bílaverkstæðið Svissinn, sem þá var uppi á Ártúnshöfða, hélt fyr- ir starfsmenn og nágranna. Við Kristján tróðum þar báðir upp en Tolli Morthens kynnti. Og þar sem Kristján er útlærður dísilvélsmiður kynnti Tolli hann sem „dísilbarka að norðan“ enda var Kristján þá í kakískyrtu með uppbrettar ermar og með gamla smurolíuderhúfu frá BP, eins og hæfði staðnum. Og var auðvitað frábær rétt eins og þarna í Deutsche Oper. En með því að sýningin var löng og ekki alltaf lífleg voru hléin kærkomin, og líka þjónustan sem vínstúkur hússins buðu fram. „Halló pabbi/halló mamma …“ Það var einhvern tíma eftir þriðja hlé að skyndilega glaðnaði yfir öllu; björt ljós kviknuðu og inn á sviðið tipluðu svona sextíu ball- ettstelpur í hvítum pífum, og nú tók allur salurinn að dilla sér, enda brast á með langfrægasta lagið úr óperunni, og heitir „Dans stund- anna“. En er okkur Íslendingum mikla kunnara sem „Halló pabbi/ halló mamma/ég er hér austur í sveit að djamma …“ og Ómar Ragnarsson gerði frægt hér á árunum. Enda glaðvöknuðu held ég margir í salnum við þessa góðu tilbreytingu. Svo lauk sýningunni, en þannig fer það oftast á endanum, og flytj- endur fengu mikið lófaklapp og bravó. Þó fékk Kristján ekki mestu fagnaðarlætin, eins og mér sjálfum hefði þótt eðlilegt og skylt, heldur var mun meira stapp og hú og hei þegar bassasöngvar- inn kom fram. Það var afa stór- vaxinn maður, mikill „utanumsig“ eins og sagt var fyrir vestan, en í heldur óklæðilegum sokkabuxum, þröngum. Á leiðinni út, þegar ég hitti meira kunnáttufólk en sjálf- an mig, og fór að tala um þau firn að það hafi verið minna klapp- að fyrir hetjutenórnum en þess- um bassadurg var mér sagt að sér- fræðingar í salnum hefðu fundið, í tveimur eða þremur lykiltónum í verkinu, að rödd Kristjáns hefði ekki verið alveg jafngóð og hún vanalega er, kannski hafi hann verið með örlítinn vott af kvefi, og þá sé nú ekki meiri miskunn sýnd en þetta í óperuhúsum heimsins; menn fái minna stapp og klapp en næsti maður. Fírspýtur og bolla Það var frábært að koma í boðið hjá sendiherrahjónunum, margt skemmtilegt fólk og móttökur elsku- legar. Þarna voru meðal annars helstu listamenn óperusýningar- innar, meðal annars Kristján Jó- hannsson, en hann er sérlega líf- legur og hláturmildur maður, eins og flestir vita. Ég þakkaði honum kærlega fyrir skemmtunina og hans framlag; hann mundi nú ekkert hver ég var, það sá ég á honum, frekar en vonlegt er, við höfðum bara einu sinni hist í svip þarna í Svissinum. Ég hafði fundið á honum, eða gat mér þess til réttilega, að honum hefði þótt í meðallagi sniðugt að einhver annar skyldi fá æstara klapp í lokin en hann sjálfur fékk. Svo að ég ákvað að reyna að gleðja hann með því að segja eitthvað um bassaróminn marguppklappaða, og sagði að hann minnti mig á lýsingu á dönskum embættismanni eins og honum væri lýst í Íslandsklukku HKL – sá var líka vambmikill í sokkabuxum – og sagð- ur hafa verið eins og tveimur fírspýt- um hefði verið stungið upp í bollu. Kristján var svo ánægður með þetta að hann skoraði á mig að þýða þetta fyrir sem flesta þarna í veisl- unni. Svona getur nú verið gaman að fara á óperusýningu. n „Þar las ég einnig að hún væri óra- löng, eitthvað vel á fimmta klukkutíma. Og hugsaði að þeir hlytu nú að vera með eitt- hvað stytta útgáfu svona á seinni tímum. Það reyndist tálsýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.