Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 44
Helgarblað 22.–26. maí 201544 Lífsstíll Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Einfaldir réttir í Eurovision-partíið n Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram dýrindis veislumat n Fljótlegt og þægilegt G óðar veitingar eru alveg ómissandi í Eurovision- partíið, en þær þurfa alls ekki að vera flóknar eða krefjast mikils undirbúnings. Snakk og ídýfur standa alltaf fyrir sínu, en í ljósi þess að Eurovision-keppn- in er nú bara einu sinni á ári, þá vilja margir gera vel við sig. Auðvitað ligg- ur eldamennska eða hvers kyns fönd- ur í eldhúsinu misvel fyrir fólki, en hér eru nokkrar hugmyndir að einföldum veitingum í partíið sem standa alltaf fyrir sínu, og geta ekki klikkað. n Eðlan Heit nachos-ostadýfa, sem í daglegu tali hefur fengið nafnið Eðlan, er einn vinsælasti saumaklúbba- og partíréttur landsins. Rétturinn er einstaklega einfald- ur og það er óhætt að fullyrða að það sé á allra færi að útbúa hann. Það sem þarf: n Hálf dós af rjómaosti, um 200 grömm n Ein krukka af taco-sósu n Einn poki af gratínosti n Einn poki nachos Aðferð: Smyrjið rjómaosti í botninn á eldföstu móti. Hellið taco-sósunni yfir og toppið með ostinum. Þessi hlutföll eru ekki heilög og einfalt að prófa sig áfram. Eitt er þó víst, að rétturinn er alltaf betri með miklum osti. Hitað í ofni við 180 gráður, þangað til osturinn er vel bráðinn, í um það bil tíu til fimmtán mínútur. Borið fram með nachos. Ostasalat Þetta salat er klassískt á veisluborðið. Það er eitthvað einstakt við osta og vínber, löðrandi í sýrðum rjóma og/eða majónesi. Það eru til nokkrar útgáfur af salatinu og auðvelt að þróa eigin útgáfu af því. Sumir kjósa að nota eingöngu sýrðan rjóma í blönduna en aðrir bæta við majónesi eða grískri jógúrt. Það sem þarf: n Einn hvítlauksostur n Einn mexíkóostur n Ein dós sýrður rjómi n Hálfur til einn desilítri majónes eða grísk jógúrt (má sleppa, en salatið verður aðeins blautara með þessari viðbót) n Ein rauð paprika n Púrrulaukur eftir smekk n Vínber eftir smekk Aðferð: Skerið ostinn, papriku, púrrulauk og vínber í litla bita og blandið saman í skál. Setjið svo sýrða rjómann út í og hrærið vel saman. Ef notað er majónes eða grísk jógúrt líka er best að blanda því við sýrða rjómann áður en honum er hellt út í ostablönduna. „Mini“ pítsur Litlar pítsur, sem eru einn eða tveir munnbitar, eru sérlega vinsælar sem fingramatur í partíum og börnum finnst þær einstaklega spennandi. Slíkar pítsur er vissulega hægt að kaupa frosnar og hita upp, en þær eru klárlega betri ef maður gerir þær sjálfur. Það er reyndar hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúið pítsudeig og pítsurnar verða ekkert síðri við það. Áleggið er nefnilega rúsínan í pylsuendanum. Það sem þarf: n Tilbúið pítsudeig (fæst í flestum mat- vöruverslunum) n Pítsusósa n Skinka n Pepperóní n Rjómaostur n Piparostur n Pítsuostur Athugið að hér er aðeins um að ræða hugmyndir að áleggi, en það má í raun setja hvaða álegg sem er á pítsurnar, það sem hverjum og einum þykir best. Og magnið fer auðvitað eftir því hve margar pítsur á að útbúa. Aðferð: Skerið litla pítsubotna úr þeim stóra með því að nota glas. Skerið áleggið smátt niður, í anda pítsanna. Smyrjið pítsusósu á litlu botnana og dreifið álegginu og ostinum yfir. Svo er gott að krydda með óreganó og basilíku. Bakað í ofni í um fimmtán mínútur við 180 gráður. Grísir í teppi Hér er um að ræða klassískan pinnamat sem hefur verið mikið notaður í veislum í gegnum tíðina. Nafnið á réttinum er kannski ekkert sérstaklega girnilegt en dregur nafn sitt að sjálfsögðu af pylsunum sem eru vafðar inn deig, líkt og um dún- mjúkt teppi væri að ræða. Alveg skotheld blanda. Í þennan rétt er einmitt líka hægt að nota tilbúið pítsudeig til að auðvelda vinnuna, eða smjördeig. Það sem þarf: n Tilbúið pítsudeig eða smjördeig n Pylsur, annað hvort venjulegar vínar- pylsur eða litlar partípylsur Aðferð: Skerið deigið niður í litla þríhyrninga og hverja pylsu í fjóra bita (nema partípylsur séu notaðar, þá þarf ekkert að skera). Vefj- ið svo deiginu utan um pylsurnar og setjið á bökunarplötu. Bakað í ofni í fimmtán til tuttugu mínútur við 200 gráður. Niðurskorið grænmeti með ídýfu Þetta er líklega einfaldasta lausnin í partíið, og ekki skemmir fyrir að hér er um að ræða tiltölulega hollt partísnakk. Það þarf allavega ekki mikla kunnáttu í eldhúsinu til að skera niður nokkrar gerðir af grænmeti og bera fram á diski. Í þessari uppskrift er notast við hálftilbúna dýfu, en hana er vissulega hægt að gera sjálfur frá grunni. Það sem þarf: n Gúrka n Gulrætur n Blómkál n Sellerí n Brokkólí n Paprika n Tómatar n Ein dós sýrður rjómi n Eitt bréf Knorr-salatdressing mix Athugið að hér er aðeins um að ræða hugmyndir að grænmeti, en vissulega má nota hvaða grænmeti sem er. Aðferð: Skerið grænmetið niður í litla strimla, nema tómatana. Best er að stinga tann- stönglum í þá svo þægilegt sé að dýfa þeim í ídýfuna. Ídýfan er svo útbúin eftir leiðbeiningum á pakkanum. Raðið fallega á bakka, berið fram og njótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.