Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 3
Vikublað 27.–28. maí 2015 Fréttir 3
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
Fíkniefnabrotum ökumanna
hefur fjölgað um 200 prósent
Brotum vegna ölvunar við akstur á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 34 prósent frá árinu 2007
F
jöldi brota vegna aksturs undir
áhrifum ávana- og fíkniefna á
höfuðborgarsvæðinu jókst um
tæplega 200 prósent frá árinu
2007 til 2014. Á sama tímabili
fækkaði brotum vegna ölvunar við
akstur um tæplega 34 prósent.
Þetta kemur fram í svari lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu við
fyrirspurn DV.
Árið 2007 voru 337 skráð brot
vegna aksturs undir áhrifum ávana-
og fíkniefna en í fyrra voru þau orðin
1.008 talsins. Til samanburðar voru
brot vegna ölvunar við akstur 1.254
árið 2007 en í fyrra hafði þeim fækk-
að niður í 835.
Það sem af er þessu ári er þróun-
in sú sama, þ.e. að fleiri hafa verið
teknir vegna aksturs undir áhrifum
ávana- og fíkniefna en ölvaðir. Fjöldi
brotanna í báðum málaflokkum er þá
aðeins lægri miðað við á sama tíma í
fyrra. Á síðasta ári voru í fyrsta sinn
fleiri teknir vegna aksturs undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna en vegna ölv-
unar við akstur.
Breytt verklag lögreglunnar
Ýmislegt fleira skýrir þessa fjölgun
en að þeim hafi bara fjölgað sem eru
farnir að aka undir áhrifum ávana-
og fíkniefna. Árið 2006 var lögum og
verklagi lögreglu vegna aksturs und-
ir áhrifum ávana- og fíkniefna breytt.
Fram að því hafði lagagrunnurinn
verið veikur sem gerði lögreglu erfitt
fyrir að takast á við brotin. Þá hefur
aukin þekking og betri búnaður lög-
reglunnar einnig haft áhrif.
Hver var við stýrið?
Hafa ber í huga að sami einstaklingur
getur verið tekinn oftar en einu sinni
og eins geta nokkrir verið teknir í
einu vegna óvissu um það hver var
raunverulega við stýrið. Vegna þeirra
breytinga sem voru gerðar á lögum og
verklagi lögreglu vegna aksturs und-
ir áhrifum ávana- og fíkniefna voru í
samantektinni ekki teknar út eldri töl-
ur en fyrir árið 2007.
Miða við tíðni umferðarbrota
Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð-
stjóri umferðardeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, segir að
vandinn sé að aukast varðandi ávana-
og fíkniefnanotkun ökumanna, ef
litið er til tölfræðinnar. Hann tekur
þó fram að lögreglan noti ekki tíðni
brota sem mælikvarða á hvort þess-
um ökumönnum sé að fjölga. Þess í
stað miðar lögreglan við það hversu
margir lenda í umferðaróhöppum
undir áhrifum.
„Það er algjörlega óháð eftirliti lög-
reglunnar og ætti að vera betri mæli-
kvarði á hvort brotunum er að fjölga
eða fækka,“ segir Guðbrandur og bætir
við að það sé árstíðabundið hvað lög-
reglan hafi mikinn tíma til að sinna
hverjum málaflokki fyrir sig.
Víð eða þröng sjáöldur
Hann telur að meira sé um ítrekunar-
brot hjá þeim sem aka undir áhrifum
ávana- og fíkniefna en þeirra sem aka
ölvaðir og því séu fyrrnefndu öku-
mennirnir færri. Einnig hafi færni
lögreglumanna aukist við málaflokk-
inn. „Menn eru að verða færari í því
að meta útlit og önnur einkenni,
hvort sjáöldur séu víð eða þröng og
hvort menn eru þurrir í munni eða
annað slíkt. Þannig vaknar grunur
um neyslu.“
Aukning um 86 prósent
Þegar tölfræði yfir fjölda umferðar-
slysa tengdum ávana- og fíkniefnum
er skoðuð þá jukust þau um 86 pró-
sent frá árinu 2008 til 2014. Slysin
voru 42 árið 2008 en þeim hafði fjölg-
að í 78 árið 2014.
Fjöldi umferðarslysa tengdum
ölvunarakstri dróst á sama tímabili
saman um 45 prósent. Árið 2008 voru
þau 204 talsins en sex árum síðar
voru þau komin niður í 112.
Þótt prósentutölurnar séu ekki þær
sömu og þær sem mæla hversu oft
ökumenn voru teknir undir áhrifum
ávana- og fíkniefna og ölvunar, er ljóst
að þær sýna að þróunin er sú sama. n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Lögreglan Fjöldi þeirra ökumanna sem eru teknir undir áhrifum ávana- og fíkniefna hefur
aukist gífurlega á undanförnum árum. Mynd EytHor ArnAson
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
33
7
32
0
4
41 5
0
9 5
8
5
70
0
8
16
1.
0
0
8
1.264
1.089
834 816 810 838
892
835
n Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna
n Ölvun við akstur
Vímuefnaakstur
Þróun skráðra brota vegna ölvunar við akstur og aksturs undir áhrifum ávana– og fíkniefna
árin 2007-2014.
Lífrænt
Valið besta
heilsuefnið
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
www.thebeautyshortlist.com
Best Health Supplement - Overall Wellbeing
Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt,
fegrar og frískar húðina
Bætir meltingu, gerir líkamann basískan,
kemur á réttu pH gildi
Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku,
einbeitingu og vellíðan
Spirulina, Chlorella & Barleygrass
Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru,
eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu.
Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks
upptaka og nýting á næringarefnum.
120 hylki.