Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 9
Vikublað 27.–28. maí 2015 Fréttir 9
Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is
GÆÐAVARA Á GÓÐA BÍLA
Með amfetamín í strætó
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast um helgina
U
m hvítasunnuhelgina bárust
lögreglunni á Suðurlandi til-
kynningar um ellefu þjófnaði.
Á Selfossi var brotist inn í tvö
fjölbýlishús og var par handtekið sem
viðurkenndi innbrot á annan staðinn.
Þá reyndust börn hafa brotist inn í
sumarbústaði við Bláskógabyggð.
Lögreglumenn á Hvolsvelli fengu
á dögunum upplýsingar um að lík-
lega væri fíkniefni að finna í strætó
sem væri á leið að Landeyjahöfn.
Við leit í vagninum var pakki sem í
var krukka með hvítu dufti, um 30
grömm, sem prófun benti til að væri
amfetamín. Við nánari rannsókn
kom í ljós að kona í Vestmannaeyjum
átti að fá pakkann. Enginn sem var í
vagninum tengdist málinu. Efnið
verður rannsakað nánar og rann-
sakað með tilliti til þess að efnið hafi
verið ætlað til sölu.
Lögreglumenn á Kirkjubæjar-
klaustri stöðvuðu erlendan öku-
mann sem ók of hratt á þjóðvegi 1 við
Klaustur á sunnudag. Ökumaðurinn
var á bílaleigubíl sem síðar kom í
ljós að var ótryggður, en óheimilt er
að aka eða leigja út ökutæki sem eru
ótryggð.
Bílvelta varð á laugardagskvöld
á Laugarvatnsvegi við Laugardals-
hóla. Vitni sem komu skömmu síð-
ar á vettvang sáu til tveggja manna
við bílinn. Þegar lögreglan og sjúkra-
lið kom á staðinn var annar maður-
inn farinn af vettvangi en hinn enn
á staðnum enda slasaður. Hann var
fluttur á slysadeild til frekari skoðun-
ar. Þegar hann var laus af slysa-
deildinni var hann handtekinn og
yfirheyrður af lögreglu. Hinn mað-
urinn gaf sig fram síðar. Hvorugur
gekkst við akstrinum en þeir eru
báðir grunaðir um ölvun.
Maður sem var að fara að kafa
í Silfru á Þingvöllum eftir hádegi á
föstudag missti meðvitund á leið
niður stiga í vatnið. Hann féll í vatn-
ið og sökk niður á um tíu metra dýpi.
Leiðsögumenn brugðust skjótt við
og náðu honum upp og hófu strax
lífgunartilraunir sem báru árang-
ur. Maðurinn var fluttur með þyrlu á
Landspítala og heilsast vel. n
astasigrun@dv.is
Lenti í vandræðum
Ferðamaður í Silfru
missti meðvitund á
leið niður stiga í vatnið.
Vilja nota
vatnið
Norðurorka kannar nú möguleika
á að nýta kalda vatnið sem streymir
inn í Vaðlaheiðargöng sem neyslu-
vatn á Akureyri og í Eyjafirði. Vatns-
magnið er þrefalt meira en í vatns-
bóli Akureyrarbæjar í Hlíðarfjalli.
RÚV greinir frá. Líkt og DV greindi
frá fyrir skemmstu verður ekki
hægt að opna göngin vorið 2017 og
mun framkvæmdinni seinka um að
minnsta kosti nokkra mánuði. Ekk-
ert hefur verið sprengt í göngun-
um í tæpan mánuð, eða síðan mis-
gengissprunga, sem dælir nú inn
um 350 lítrum á sekúndu af köldu
vatni, opnaðist Fnjóskadalsmegin
og göngin fylltust af vatni á löngum
kafla. Áður hafði heitt vatn streymt í
gegnum göngin sem varð til þess að
ekki var hægt að vinna í þeim. Nú er
skoðað hvort hægt sé að nota kalda
vatnið, koma því á tanka og nýta í
þéttbýli fyrir norðan.
Sjóðurinn
aftur tómur
Frá og með 25. maí til. 30. júní
verður ekki veitt endurgjaldslaus
táknmálstúlkaþjónusta þar
sem fjármagn sem ætlað er til
túlkaþjónustu þetta tímabil
er uppurið. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Félagi
heyrnarlausra. Í þriðja skiptið á
rúmum tveimur árum er lokað fyrir
táknmálstúlkaþjónustu í daglegu lífi.
„Enn og aftur eru „sett bönd“ á
samskipti heyrnarlausra – þátttöku
þeirra í íslensku samfélagi. Þetta
þýðir að fólk sem reiðir sig á íslenskt
táknmál til samskipta er útilokað
frá því að taka þátt í t.d. húsfundum
og í íþrótta- og tómstundastarfi
barna sinna. Túlkaþjónusta
vegna samskipta við t.d.
vinnufélaga, bankastarfsmanninn,
fasteignasalann, tryggingafélagið,
lögmanninn. Búið er að loka á öll
þessi samskipti eina ferðina enn,“
segir í tilkynningu frá félaginu. Þar
er einnig bent á að í lögum um
stöðu íslenskrar tungu og íslensks
táknmáls frá 2011 segi að íslenskt
táknmál sé jafnrétthátt íslensku sem
tjáningarform í samskiptum manna.