Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 10
10 Fréttir T ugir núverandi og fyrrver­ andi starfsmanna Kaup­ þings munu fá greiddar milljónir króna hver í bónus takist að ljúka uppgjöri slita­ búsins með nauðasamningum sem verði í kjölfarið samþykktir af íslensk­ um dómstólum. Þeir sem fá hæstu greiðslurnar, ýmsir lykilstarfsmenn og æðstu stjórnendur slitabús fallna bankans, eiga von á því að fá bónusa sem nema allt að árslaunum þeirra, samkvæmt öruggum heimildum DV. Það jafngildir bónusgreiðslum að fjár­ hæð um 30 til 50 milljónir króna. Flestir starfsmenn Kaupþings hafa hins vegar samið um bónus­ greiðslur sem nema 3 til 6 mánaðar­ launum þeirra verði nauðasamning­ ur samþykktur af dómstólum. Þeir starfsmenn fá því bónusa greidda frá slitabúinu að fjárhæð um 5 til 10 milljónir króna, samkvæmt heim­ ildum DV. Samkvæmt ársreikn­ ingi Kaupþings fyrir árið 2014 námu laun á hvern starfsmann að meðal­ tali 1,6 milljónum króna á mánuði. Starfsmönnum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum samhliða því að slitabúið hefur umbreytt eignum yfir í lausafé en að meðaltali störfuðu 50 manns hjá Kaupþingi á síðasta ári. Samið um bónusa 2012 og 2013 Ljóst er að bónusgreiðslur til starfs­ manna Kaupþings hlaupa að lágmarki samtals á mörg hundruð milljónum króna, ef ekki yfir milljarði króna. Samningar um bónusgreiðslur við samþykkt nauðasamnings voru gerðir við stærstan hluta starfsmanna, sam­ kvæmt upplýsingum DV, á árunum 2012 og 2013. Á þeim tíma var orðið ljóst að áform slitastjórnar Kaupþings um ljúka uppgjöri með nauðasamn­ ingum myndi að líkindum frestast um ófyrirséðan tíma. Seðlabanki Íslands hafði ekki í hyggju að veita slitabú­ inu undanþágu frá fjármagnshöftum í tengslum við nauðasamning sem var lagður fyrir Seðlabankann í október 2012. Enn í dag er sú afstaða Seðla­ bankans og stjórnvalda óbreytt þar sem ekki hefur verið talið forsvaran­ legt að taka afstöðu til undanþágu­ beiðni slitabús Kaupþings – og einnig Glitnis – fyrr en heildstæð áætlun um losun hafta liggur fyrir. Sú áætlun verður kynnt von bráðar. Kaupþing vildi ekki svara fyrir­ spurn DV um hversu margir núver­ andi og fyrrverandi starfsmenn slita­ búsins myndu fá greidda bónusa við staðfestingu nauðasamnings. „Upp­ lýsingar um kjör eru trúnaðarmál á milli starfsmanna og vinnuveitenda,“ segir í svari Kaupþings. Samkvæmt heimildum DV munu starfsmenn Kaupþings fá greidda bónusa í sinn hlut óháð því hver niðurstaða nauðasamnings verður – eina skilyrðið er að slíkur samningur verði samþykktur af íslenskum dóm­ stólum. Á meðal þeirra lykilstarfs­ manna og stjórnenda Kaupþings sem munu fá hæstu greiðslurnar eru Jóhann Pétur Reyndal, Marinó Guðmundsson, Hilmar Þór Kristins­ son og Þórarinn Þorgeirsson. Jóhann Pétur er yfir eignastýringu Kaupþings en þeir Marinó og Hilmar Þór starfa einnig undir því sviði. Þórarinn er hins vegar yfirlögfræðingur slitabús­ ins og tók hann við því starfi þegar Kolbeinn Árnason hætti hjá Kaup­ þingi sumarið 2013. Fá tugmilljónir fyrir stjórnarsetu Til viðbótar við ríflegar launagreiðsl­ ur frá slitabúinu þá fá einnig sumir af þessum sömu starfsmönnum laun í erlendum gjaldeyri fyrir stjórnar­ setu í erlendum félögum sem eru enn í eigu Kaupþings. Þannig er Hilm­ ar Þór varaformaður stjórnar finnska fjárfestingafélagsins Norvestia auk þess að vera í stjórn evrópska drykkj­ arvöruframleiðandans Refresco Ger­ ber. Þá situr Jóhann Pétur einnig í stjórn bresku verslunarkeðjunnar Karen Millen og Aurora Fashions, fé­ lags sem var stofnað 2009 af Kaup­ þingi og yfirtók rekstur helstu versl­ unarkeðja Mosaic Fash ions. Fram kemur í síðasta birta ársreikningi hjá Karen Millen Group fyrir rekstrarár­ ið sem lauk 1. mars 2014 að þóknanir til fimm manna stjórnar félagsins hafi samtals numið 1,4 milljónum punda, jafnvirði um 290 milljóna króna. Að meðaltali námu laun á hvern stjórn­ armann því um 58 milljónum króna á ári. Jóhann Pétur hefur setið í stjórn Karen Millen frá því í ársbyrjun 2011. Haldið aftur af sölu eigna Á það hefur verið bent í ritum Seðla­ banka Íslands um fjármálastöð­ ugleika að slitabú föllnu bankanna hafi á undanförnum misserum haldið aftur af því að umbreyta fastafjár­ munum sínum í laust fé – og þar hefur Kaupþing helst haldið að sér höndum. Þannig kemur fram í síð­ asta riti Seðlabankans að Kaupþing hafi umbreytt um 60% af uppruna­ legu eignasafni búsins í laust fé, bor­ ið saman við 70% hjá Glitni og 80% hjá gamla Landsbankanum (LBI). Takmarkað innstreymi af lausu fé bendir því til þess, útskýrir Seðla­ bankinn, að Glitn­ ir og Kaupþing séu að „halda að sér höndum þegar kem­ ur að sölu á fasta­ fjármunum, meðal annars vegna þess að ávöxtun á lausu fé er lítil og óvissa er uppi um það hvernig útgreiðslum til almennra kröfuhafa verður hátt­ að.“ Heildar­ eignir Kaup­ þings námu 800 millj­ örðum króna í árslok 2014 og þar af nam reiðufé tæplega 402 milljörðum. Inn­ lendar eignir Kaupþings – bæði eign­ ir í krónum og gjaldeyriskröfur á inn­ lenda aðila – eru 222 milljarðar, eða um 28% allra eigna slitabúsins. Lang­ samlega stærsta innlenda eign Kaup­ þings er 87% eignarhlutur slitabúsins í Arion banka en sá hlutur er metinn á 140 milljarða í ársreikningi Kaup­ þings. Rétt er að taka fram að slitastjórn Kaupþings er ekki hluti af þeim hópi starfsmanna slitabúsins sem á von á því að fá bónusgreiðslur við það að nauðasamningur verði staðfestur af dómstólum. Þeir sem sitja í slitastjórn eru ekki skilgreindir sem starfsmenn Kaupþings enda eiga þeir að vera hlutlausir aðilar sem eru skipað­ ir af héraðsdómi. Slitastjórn Kaup­ þings er sem kunnugt er skipuð þeim Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, sem er formaður slitastjórnar, Feldísi L. Ósk­ arsdóttur og Theodóri S. Sigurbergs­ syni. Á síðasta ári námu greiðslur til slitastjórnarinnar samtals 248 millj­ ónum króna, eins og fjallað var með­ al annars um í úttekt DV um þóknan­ ir slitastjórna gömlu bankanna þann 8. apríl síðastliðinn. Ef þeim þóknun­ um er deilt á milli slitastjórnarmanna Kaupþings þá gera það ríflega 82,6 milljónir á mann, eða tæpar 6,9 milljónir á mánuði. DV hef­ ur ekki tekist að fá staðfestar upplýsingar um að slitastjórn­ armenn Kaupþings muni, rétt eins og starfsmenn slita­ búsins, jafnframt fá í sinn til hlut bónusgreiðslur takist að ljúka uppgjöri búsins með nauðasamningi. THM látið fjúka Yfir 91% kröfu hafa Kaupþings eru erlendir aðilar, að langstærst­ um hluta alþjóðlegir vogunar­ sjóðir. Á meðal helstu ráð­ gjafa er­ lendra kröfuhafa Vikublað 27.–28. maí 2015 Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Fá tugi milljóna í bónus við samþykkt nauðasamnings n Stór hluti starfsmanna slitabús Kaupþings fær bónus verði nauðasamningar kláraðir Hörður Ægisson hordur@dv.is Bónusar Kaupþings Helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn munu fá bónusa sem nema allt að árslaunum þeirra. Mynd SigTryggur Ari JóHAnnSSon Formaður slitastjórnar Jóhannes Rúnar Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.