Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 11
Fréttir 11Vikublað 27.–28. maí 2015
Ekinn aðeins 19 þús. km. - Bensín / Rafmagn
Uppgefin eyðsla er 4 L á 100 km. - Einn eigandi
Bíllinn er sem nýr. - Sumar og vetrardekk bæði á alfelgum
Bakkmyndavél - og allur luxus búnaður.
Þennan færðu
á 3.990. þús.
Nýr bíll kostar 6.150 þús.
Toyota Prius Sol Hybrid 5/2012 ←
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
Frumvarp Eyglóar fær falleinkunn
Fjármálaráðuneytið segir frumvarpið gagnast þeim efnameiri betur
N
ýtt húsnæðisbótafrumvarp
Eyglóar Harðardóttir félags-
málaráðherra er ekki til þess
fallið að bæta hag launafólks,
jafnvel þó að það hafi verið tilgang-
ur þess. Að auki mun frumvarpið,
verði það að lögum, auka útgjöld
ríkissjóðs um tvo milljarða á ári.
Þetta er á meðal þess sem fram
hefur komið á RÚV um frumvarp-
ið. Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra hefur deilt við Eygló um
frumvarpið og látið hafa eftir sér að
það sé ekki tilbúið til framlagningar.
Í umsögn fjármálaráðuneytisins
kemur fram að afkoma ríkissjóðs
yrði tveimur milljörðum lakari en
að sveitarfélögin myndu losna við
700 til 800 milljóna útgjöld, þar
sem bótakerfið myndi færast til
ríkisins. Sveitarfélögin myndu þó
áfram greiða sérstakar húsaleigu-
bætur. Í umsögninni kemur fram að
niðurgreiðsla húsaleigu yrði hlut-
fallslega meiri hjá þeim tekjuhærri
og gæti leitt til hækkun leiguverðs.
Það sé ekki í anda markmiðs frum-
varpsins. DV náði ekki tali af Eygló
Harðardóttur í gær, þriðjudag,
vegna málsins, frekar en aðrir fjöl-
miðlar, til að fá viðbrögð hennar við
þessu. Þeir eru til sem telja að Eygló
standi höllum fæti í ríkisstjórninni
eftir þetta. „Tilgangurinn getur að-
eins verið sá að taka Eygló pólitískt
af lífi,“ segir Björn Valur Gíslason,
varaformaður VG og segir að frum-
varp Eyglóar virðist ónýtt. n
Skipta á milli sín 3.400 milljónum
Þrátt fyrir að ýmsir lykilstarfsmenn
slitabús Kaupþings eigi í vændum
tugmilljóna bónusgreiðslur takist að klára
nauðasamning þá komast þær greiðslur
ekki í hálfkvisti við það sem núverandi og
fyrrverandi starfsmenn íslenska eigna-
umsýslufélagsins ALMC, áður Straumur-
Burðarás fjárfestingabanki, munu fá í sinn
hlut í formi bónusa.
Frá því var greint í forsíðufrétt DV fyrir
viku að ALMC hefði sett til hliðar tæplega
23 milljónir evra, jafnvirði um 3,4 milljarða
íslenskra króna, sem félagið hyggst greiða
í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnar-
manna. Að meðaltali munu greiðslurnar
nema yfir 100 milljónum króna á starfs-
mann en þeir sem fá hæstu greiðslurnar
geta átt von á því að fá hundruð milljóna
í sinn hlut. Í þeim hópi er meðal annars
Jakob Ásmundsson, núverandi forstjóri
Straums fjárfestingabanka, en hann
gegndi áður starfi fjármálastjóra ALMC.
Samkvæmt heimildum DV er fjöldi
þeirra starfsmanna sem fá slíkar
kaupaukagreiðslur frá ALMC á bilinu 20
til 30. Meirihluti þeirra er erlendir aðilar
en einnig er um að ræða Íslendinga sem
hafa starfað fyrir bæði ALMC og Straum
fjárfestingabanka á undanförnum
árum. Eignaumsýslufélagið ALMC varð
til í kjölfar þess að kröfuhafar Straums-
Burðaráss, sem fór í greiðslustöðvun í
mars 2009, samþykktu nauðasamninga
félagsins sumarið 2010 og fengu þá um
leið yfirráð í félaginu.
Ákvörðun um kaupaukagreiðslur (e.
long term incentive plan) til lykilstarfs-
manna byggir á samþykkt hluthafa á
aðalfundi ALMC frá árinu 2011. Á meðal
þeirra sem munu fá bónusgreiðslur frá
ALMC eru stjórnarmenn félagsins,
samkvæmt heimildum DV. Þeir eru Óttar
Pálsson, eigandi og hæstaréttarlögmaður
hjá Logos, Christopher Perrin, stjórnarfor-
maður ALMC, og Andrew Bernhardt, en
hann var einnig áður framkvæmdastjóri
ALMC. Þær greiðslur munu koma til
viðbótar við rífleg stjórnarlaun þeirra
en á síðasta ári námu greiðslur ALMC
til þriggja manna stjórnar félagsins
samtals 943 þúsund evrum, jafnvirði um
140 milljóna króna. Að meðaltali námu
stjórnarlaunin því um 46,5 milljónum
króna á ári á mann sem gerir tæplega 3,9
milljónir á mánuði.
Þeir lykilstjórnendur sem fá hlut-
fallslega hæstu bónusgreiðslurnar frá
ALMC, samkvæmt heimildum DV, eru
Andrew Bernhardt, Jakob Ásmundsson,
Christopher Perrin og Daninn Oscar Crohn
sem hafði umsjón með eignum ALMC í
Danmörku. Jakob var sem fyrr segir fjár-
málastjóri hjá ALMC, samhliða störfum
sínum hjá Straumi fjárfestingabanka,
en lét hins vegar af því starfi þegar hann
tók við starfi forstjóra Straums af Pétri
Einarssyni í ársbyrjun 2013.
Aðrir Íslendingar sem eru hluti af
kaupaukakerfi ALMC eru meðal annars
Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur
Straums fjárfestingabanka, og Magnús
Ingi Einarsson, forstöðumaður fjárstýr-
ingar hjá bankanum. Þau hafa á undan-
förnum árum einnig unnið fyrir ALMC
samhliða störfum sínum fyrir Straum
fjárfestingabanka.
Fá tugi milljóna í bónus við
samþykkt nauðasamnings
Var ráðgjafi eftir starfslok
Þrátt fyrir að Kolbeinn Árnason hafi
látið af störfum sem framkvæmdastjóri
lögfræðisviðs Kaupþings fyrir nærri
tveimur árum gegndi hann hlutverki
ráðgjafa eftir starfslok sín
vegna verkefna í tengslum við
fyrirhugaðan nauðasamning
slitabúsins. Kolbeinn tók við
starfi framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra
útgerðarmanna (sem núna
heitir Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi) í ágúst 2013.
Í tilkynningu Kaupþings
vegna starfsloka Kolbeins kom
fram að hann myndi áfram
starfa sem ráðgjafi
Kaupþings. Að ósk
slitastjórnar búsins myndi hann sinna
„verkefnum sem tengjast undirbúningi
að framlagningu fyrirhugaðs nauða-
samnings Kaupþings,“ var haft eftir
Kolbeini í tilkynningunni.
Í svari við fyrirspurn DV um
hvort Kolbeinn starfi enn
sem ráðgjafi slitabúsins
segir Kaupþing að Kolbeinn
„mun ekki veita ráðgjöf
komi til nauðasamnings.“
Auk þess að vera fram-
kvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi
á Kolbeinn jafnframt sæti
í stjórn Samtaka atvinnu-
lífsins.
Kaupþings er alþjóðlega lögmanns-
stofan Akin Gump, sem starfar einnig
fyrir kröfuhafa Glitnis, en fulltrúi á
vegum fyrirtækisins situr til að mynda
í óformlegu kröfuhafaráði Kaupþings.
Lögmannsstofan Logos starfar síðan
náið með ráðgjöfum Akin Gump fyrir
stærstu kröfuhafa slitabúanna og þar
fer Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmað-
ur og meðeigandi að Logos, fremstur
í flokki sem áhrifamesti ráðgjafi kröf-
uhafa á Íslandi. Fram til ársins 2014
var breska ráðgjafafyrirtækið Talbot
Hughes & McKillop (THM) fjármála-
ráðgjafi fyrir kröfuhafa Kaupþings
en fyrirtækinu var hins vegar skipt
út fyrir bandaríska fjárfestingafélag-
ið Blackstone. Sú ákvörðun stafaði af
ónægju kröfuhafa um hversu hægt
miðaði að því að ljúka uppgjöri bús-
ins með nauðasamningi sem undan-
þága gæti fengist frá lögum um gjald-
eyrismál. Helsti ráðgjafi THM, sem
starfar fyrir hönd stærstu kröfuhafa
Glitnis, er Bretinn Matt Hinds sem
hefur komið að fjárhagslegri endur-
skipulagningu fjölmargra íslenskra
fyrirtækja frá bankahruni.n
n Lykilmenn fá 30–50 milljónir króna
Óttar Pálsson
Daniel Svanström
Christopher Perrins
Jakob Ásmundsson
Birna Hlín Káradóttir Magnús Ingi Einarsson
Andrew Bernhardt Oscar Crohn