Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 14
Vikublað 27.–28. maí 201514 Fréttir Erlent
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
Mánuður af eyðileggingu
Á
mánudag, annan í hvíta-
sunnu, var liðinn mánuð-
ur frá fyrri jarðskjálftanum
í Nepal – jarðskjálfta sem
var 7,8 að stærð og breytti
öllu. Hans varð vart alls staðar í
Nepal, sem og í nágrannaríkjun-
um á Indlandi og í Bangladess.
Þúsundir hafa farist, auk þess sem
skemmdir eru miklar á mannvirkj-
um og vegum. Þegar hafa á níunda
þúsund fundist látin.
Fjöldi fólks á í engin hús að
venda eftir skjálftana, aðrir reyna
að byggja heimili sín upp úr
rústunum og aðrir hafa reynt að
flytjast búferlum til nágrannaríkja.
Senn líður að rigningartímabili í
Nepal og óttast stjórnvöld og al-
þjóðasamfélagið mjög um íbúa
þar. Erfiðlega hefur gengið að
koma birgðum og hjálpargögn-
um til þeirra sem á þurfa að halda,
enda eru samgöngur í slæmu
ástandi eftir jarðskjálftann, sem og
seinni jarðskjálftann sem reið yfir
þann 12. maí.
Indversk stjórnvöld hafa á síð-
ustu dögum bjargað 20 börnum
frá glæpalýð sem hugðist selja þau
mansali. Sameinuðu þjóðirnar
hafa sent út neyðarkall og segjast
þurfa meira fjármagn til að sinna
björgunar- og hjálparstarfi. Enn sé
langt í að hægt sé að hefja endur-
uppbyggingu. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Steinn fyrir stein Karlmaður vinnur að því að endurbyggja
hús sitt í þorpinu Barpak í Gorkha. Eins og sést á myndinni á hann mikla vinnu
fyrir höndum.
Inn og út
um glugg-
ann Ungur drengur
yfirgefur hús út um
gluggann. Pilturinn
vinnur við að hreinsa
frá rústunum,
fjarlægja drasl og
tekur þátt í
enduruppbyggingu.
Börn eru viðkvæmur
hópur sem í
aðstæðum sem
þessum þurfa að
fullorðnast hratt og
sinna verkefnum sem
þau alla jafna hafa
hvorki aldur né þroska
til. Þau missa af
menntun og námi og
er hætt við að veikjast
eða lenda í höndunum
á glæpalýð sem svífst
einskis.
Nýfædd
Dóttir Maya Tamang
fæddist sama dag
og seinni skjálftinn
reið yfir Nepal, þann
12. maí síðastliðinn.
Litla telpan er
dagsgömul á
myndinni. Hún og
móðir hennar dvelja
í búðum sem settar
hafa verið upp beint
fyrir utan spítalann.
Ekki er pláss fyrir
alla veika eða
slasaða þar og hefur
því verið reynt að
koma fólki fyrir, fyrir
utan hann.
Minningin lifir Nepalir héldu minningarathöfn, mánuði eftir
fyrri skjálftann, þann 25. maí. Hér kveikir fjölskylda á kertum.
Eyðileggingin Á meðfylgjandi mynd sjást afleiðingar
skjálftans mjög greinilega. Hér var áður heilt þorp, Barpak.
Fara
aftur
heim
Þorpsbúar í
Barpak reyna
að nota hluta
af rústunum til
þess að
endurbyggja
hús og byggja
skjól fyrir
fjölskyldur
sínar. Sumir
hafa reynt að
byggja á
rústunum, en
aðrir sækja
efniviðinn
þangað og
reyna að koma
sér upp
húsnæði í
næsta
nágrenni.
Skoðar aðstæður Tes
Bahadur Ghal, 60 ára, vefur sig ullarteppi
þegar hann heimsækir heimili sitt í Barpak
og skoðar aðstæður. Hann bjó í þorpinu fyrir
jarðskjálftann og er eins og svo margir aðrir
heimilislaus.