Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 23
Kynningarblað - Sumarnámskeið 7Vikublað 27.–28. maí 2015
G
olfklúbbur Kópavogs og
Garðabæjar (GKG) býður
upp á golfleikjanámskeið
fyrir börn á aldrinum 5–12
ára. Börnunum er skipt í
tvo aldurshópa 5–8 ára og 9–12 ára.
Haldin verða tvö námskeið á
dag í sjö vikur, eða alls 14 vikulöng
golfnámskeið. Hægt er að velja um
námskeið klukkan 9–12 eða 13–
16. Öllum námskeiðum lýkur með
pylsuveislu og afhendingu viður
kenningarskjals frá GKG.
Úlfar Jónsson er íþróttastjóri
GKG og að hans sögn er markmið
golfleikjanámskeiðanna að kynna
golfíþróttina fyrir börnunum og
ýta undir áhuga þeirra á að leggja
stund á þessa fjölskylduvænu
íþrótt.
„Farið verður í helstu þætti
golfleiksins, allt frá púttum til upp
hafshögga og eru leiðbeiningar
gjarnan í formi golfleikja ýmiss
konar. Einnig verður lögð áhersla
á að kynna helstu golfsiði og golf
reglur fyrir nemendum,“ segir Úlfar.
Fjölbreyttir leikir
Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu
séu einnig fjölbreyttir leikir sem
efla hreyfiþroska barnanna, svo
sem samhæfingu, liðleika og jafn
vægi, enda eru það mikilvægir
þættir í hreyfingum golfsveiflunnar.
„Forgangsatriði námskeiðanna er
að þau séu skemmtileg, að börnin
njóti sín og að þróa jákvætt viðhorf
til golfíþróttarinnar,“ segir Úlfar.
Þátttaka á golfleikjanámskeiðunum
veitir einnig aukafélagsaðild í GKG.
Innifalinn í henni er aðgangur
að litla fimm holu vellinum fyrir
barnið og fjölskyldumeðlimi til að
koma og leika sér á þegar nám
skeið eru ekki í gangi. Einnig er
hægt að nýta höggæfingasvæðið og
eru seldar æfingafötur í golfverslun
GKG.
„Meira verður lagt upp úr tækni
legum atriðum, æfingum og golf
siðum og reglum í eldri hópunum.
Yngsti hópurinn mun frekar fást
við léttar og skemmtilegar æfingar,
fjölbreytta og skemmtilega hreyf
ingu, keppni af ýmsum toga og ör
lítið af golfsiðum og reglum,“ segir
Úlfar.
Leiðbeinendur:
Yfirumsjónarmaður námskeið
anna er Hulda Birna Baldursdóttir,
PGA leiðbeinandi. Leiðbeinendur
námskeiðanna koma úr hópi af
rekskylfinga úr GKG, á aldrinum
16–21 árs, langflestir eru þeir með
verulega reynslu af námskeiða
haldi. n
Skráning fer fram rafrænt á gkg.is
og í síma 565-7373.
Námskeið fyrir börn á aldrinum 5–12 ára sem þróa jákvætt viðhorf barna til golfíþróttarinnar
Golfleikjanámskeið GKG
Dagsetningar:
n 8.–2. júní - 5 dagar
n 15.–19. júní - 4 dagar (frí 17. júní)
n 22.–26. júní - 5 dagar
n 6.–10. júlí - 5 dagar
n 13.–17. júlí - 5 dagar
n 20.–24. júlí - 5 dagar
n 27.–31. júlí - 5 dagar
Verðskrá:
n 5 daga námskeið - 10.500 kr.
n 4 daga námskeið - 8.400 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Einnig er veittur 20% afsláttur
ef sótt eru fleiri en eitt námskeið.