Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 34
Vikublað 27.–28. maí 201522 Menning Erum flutt að Strandgötu 24, Hafnarfirði Opið virka daga kl. 10-18, laugardag kl. 11-15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Sófab. Sandra 120x80 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður – Sími 565 4100 – www.nyform.is Sófab. Sandra 60 Camilla sjónv.skápur 150 cm Torino sjónv.skápur 135 cm Sófab. Sharon 120x75x50 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Roma 3 – 1 – 1 tau sófasett Tokyo rafm. lyftustóll Tungusófar m. svefnplássi og rúmfatag. M aður getur mælt hitastigið í Kalda stríðinu út frá Hollywood. Í seinni heimsstyrjöld voru Rússarnir góðir (Mission to Moscow) en þar eftir afar vondir. Undir lok 9. áratugarins varð þíða með myndum eins og Red Heat, og eftir fall múrsins fóru þeir jafnvel að verða góðu gæjarnir. Jude Law lék hetjulega sovéska leyniskyttu og Harrison Ford hugrakkan kafbátafor- ingja ásamt Ingvari Sigurðssyni. Nú er farið að kólna á ný, og er gamla Sovétinu lýst á svartari hátt en nokkurn tímann. Myndin hefst á orr- ustunni um Berlín og virðist í fyrstu eins og sovéska hliðin á Flags of Our Fathers, þegar fáninn er dreginn að húni yfir þinghúsinu fyrir framan ljós- myndara. Síðan er klippt yfir til ársins 1953, þegar hetjurnar úr Föðurlands- stríðinu mikla starfa hjá leyniþjónust- unni við að hafa uppi á föðurlands- svikurum. Almennir glæpir eru ekki á þeirra könnu, enda slíkir ekki til í paradís verkalýðsins, en þegar hetjan reynir að hafa uppi á fjöldamorðingja mætir hann andstöðu kerfis sem ekki er síður hallt undir fjöldamorð. Einvalalið evrópskra leikara er í hlutverki Rússanna, Bretarnir Tom Hardy og Gary Oldman, Frakkinn Vincent Cassel, Svíarnir Noomi Rapace og Fares Fares og Daninn góðkunni Nicholas Lie Kaas, en leik- stjórinn er hinn sænski Daniel Esp- inosa, þekktur fyrir Snabba Cash. Ástralinn (eru þeir ekki orðn- ir evrópskir núna?) Jason Clarke er pyntaður hrotta- lega, og fær þar makleg málagjöld fyrir meðferð sína á talíbönum í Zero Dark Thirty. Hinn stanslausi ótti sem hér er lýst er að mestu leyti sannsögulegur, í Sovéti Stalíns gat jú hver sem er verið hand- tekinn hvenær sem er fyrir hvað sem er og háttsettir lögreglumenn á engan hátt undanskildir. Dauði Stalíns sem breytti öllu er einnig heppilegt deus ex machina. Umgjörðin er því hin heppilegasta fyrir æsispennandi trylli og dystópíuhöfundar mega hafa sig alla við til að skapa samfélag sem er jafn skelfilegt og þetta. n Vandræði í Paradís Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Child 44 IMDb 6,4 RottenTomatoes 51% Metacritic 41 Leikstjórn: Daniel Espinosa Handrit: Richard Price Aðalhlutverk: Tom Hardy, Noomi Rapace og Gary Oldman Sýnd í Sambíóunum Álfabakka J o Strømgren-leikhópurinn frá Noregi sýndi um helgina barnaleikritið Eldhúsið í Tjarnarbíói. Þetta er farand- sýning sem farið hefur ver- ið með víða um lönd og jafnframt fyrsta barnasýning leikhópsins. Í heimsókn sinni hingað til lands sýndi leikhópurinn jafnframt leik- ritið The Border og dansverk- ið Czterdziesci. Sviðsmynd Eld- hússins er einföld, borð, stóll og tveir skápar. Í minni skápnum er að finna klósett og stærri skápinn má leggja á bakið og nota sem rúm. Að auki er þarna ein fata, tvö pör af skeiðum og göfflum, útvarp, upp- þornað sætabrauð og gómsætur skósóli. Þetta heimili fárra en nyt- samra gnægta liggur í útjaðri bæj- arins og hefur staðið autt. Dag einn, nánast á sama augnabliki, villast þangað inn óttaslegin stúlka sem strokið hefur af munaðarleysingja- hæli og groddalegur sjóaradurgur með pípuna sína. Bæði eru þau allslausir einstæðingar, óvön því að byggja upp og búa í sambandi við fjölskyldu eða vini. Það reynir því á þolrifin þegar þau ákveða að búa saman í húsinu. Í upphafi skipta þau eldhúsinu í tvennt með skýr- um landamærum en með nánari kynnum og þjálfun í samskiptum hverfa þessi landamæri að lokum og á endanum eignast sjómaður- inn dóttur og munaðarleysinginn föður. Kennslustund í norsku Stór hluti sögunnar er fluttur af sögumanni og var hann þýddur á íslensku. Ívar Örn, í hlutverki sjó- mannsins, fór jafnframt með sitt hlutverk á móðurmálinu en Hanne Gjerstad talaði norsku í bland við íslensk orð á stangli. Þetta sam- bland tungumálanna tókst einstak- lega vel, áhorfendur á öllum aldri fylgdu söguþræðinum þrátt fyrir að norskan væri ef til vill ekki öllum töm. Þannig fylgdi sýningunni afar jákvæð kynning og kennslustund- in í norsku fyrir yngstu leikhús- gestina. Þetta er mikilvægur punkt- ur, nú þegar áhugi yngri kynslóða á erlendum tungumálum virðist fyrst og fremst vera bundinn við ensku. Fjölmargir sviðsgaldrar Að baki söguþræðinum liggur margþætt lag af pælingum um sam- búð og samskipti ólíkra einstak- linga. Á sviðinu spruttu fram fjöl- margir galdrar í formi haganlega útfærðra sviðslausna og þar var sannarlega líf og fjör, ekki síst þegar gáskafull tónlist og smellin leik- hljóð blönduðust í leikinn. Leik- ararnir sýndu fimi sína og færni oft á óvæntan hátt og stóðu sig báðir með prýði. Hanne Gjerstad sveifl- aðist á milli þess að vera brot- hætt barn og almáttug Lína lang- sokkur í hlutverki sínu, en alltaf með áhorfendur í vasanum. Leik- húsgestir hlógu þegar hún brosti og klemmdu hnefana þegar hún var reið. Ívar Örn, í hlutverki sjó- mannsins, var svolítið einfaldari karakter, viðkvæmur hávaðabelgur og varnarlaus einfari. Það var erf- iðara fyrir leikhúsgesti að falla fyrir honum í fyrstu. En þegar hann hélt að stelpan hefði yfirgefið sig og það skein svolítið í kvikuna á honum, sást að félagsskapur barnsins var honum mikilvægari en allt annað. Frumleg kynning Einn veikleiki sýningarinnar er bak- svið stelpunnar. Munaðarleysingja- hæli eru íslenskum börnum fjar- lægur heimur og dálítið margnota og gamaldags pakkalausn á upp- runa. Eitthvað sem helst kemur fyrir í gömlum barnabókum. Þá komu einnig nokkrir kaflar í síðari hluta sýningarinnar sem hefði mátt þétta en í heildina var þetta góð skemmt- un og, eins og áður sagði, frumleg kynning á tungumáli frændþjóðar. Einnig var til fyrirmyndar hvernig komið var upp aðstöðu fyrir yngstu áhorfendurna til að sitja á dýnum uppi við sviðið. n Landamæri afmáð Norskur leikhópur sýndi barnaleikritið Eldhúsið í Tjarnabíói Frumleg tungu- málakynning Jo Strømgren-leik- hópurinn frá Noregi sýndi um helgina barnaleikritið Eld- húsið í Tjarnarbíói. Eldhúsið Leikstjóri, höfundur texta, sviðshreyfinga og leikmyndar: Jo Strømgren Leikarar: Hanne Gjerstad Henrichsen og Ívar Örn Sverrisson Þýðing: Ívar Örn Sverrisson Lýsing: Stephen Rolfe Tónlist: Viljo Vesterinen Sýnt í Tjarnarbíói Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús „Að baki sögu- þræðinum liggur margþætt lag af pæling- um um sambúð og sam- skipti ólíkra einstaklinga. Dagbókin hennar Lindu Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell er fyrsta bókin í bókaflokki um Lindu og leyndar- málin hennar. Í þessari bók koma meðal annars við sögu nýr skóli, leiðinleg stelpa, sætur strákur og ný dagbók sem hin unga Linda trúir fyrir hinum ýmsu málum. Erfið mál Í sænsku glæpasögunni Mamma, pabbi, barn eftir Carin Gerhard- sen tekst lögregluforinginn Conny Sjöberg á við erfið mál ásamt félögum sínum á lögreglu- stöðinni. Sextán ára stúlka hefur fundist myrt og óttast er að systur hennar bíði sömu örlög. Smábarn finnst illa til reika í runna rétt hjá líki móður sinnar. Mögulegt er að þessi tvö mál tengist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.