Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Page 37
Vikublað 27.–28. maí 2015 Menning 25 sig í kvikmyndaforminu með því að taka upp eigin myndir í kjallaran- um heima hjá sér í París. Eftir að hafa starfað með Béla Tarr fór hann til New York þar sem hann lærði kvik- myndalistina. Árið 2011 fór hann að þróa handritið að Son of Saul og fjór- um árum síðar var myndin tilbúin. Fyrir hefur hann aðeins gert örfáar stuttmyndir. Það er því óhætt að segja að stjarna sé fædd og Cannes tók eft- ir henni. Ótrúlegur árangur Grímur Hákonarson forsýnir mynd sína Hrútar í kvöld, en hún verður frumsýnd á morgun, fimmtudaginn 28. maí. Hrútar er önnur kvik- myndin sem hann gerir í fullri lengd en áður leikstýrði hann myndinni Sumarlandið sem fékk blendnar viðtökur gagnrýnenda. Grímur út- skrifaðist úr tékkneska kvikmynda- skólanum FAMU árið 2004 og hef- ur verið iðinn við kolann síðan þá. Bræðrabylta er líklega þekktasta stuttmyndin hans, en hún fjall- aði um tvo samkynhneigða glímu- kappa. Þá fékk hann Edduna fyrir hina frábæru heimildamynd Hreint hjarta, sem fjallaði um prestinn Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hans daglega líf og ekki síst hans innri baráttu. Myndin fékk einnig Einar- inn, áhorfendaverðlaun Skjald- borgar. Árangur Gríms er einstakur í íslenskri kvikmyndasögu en sjálfur varð Grími hugsað til kollega sinna á Íslandi þegar hann var spurður út í viðbrögð eftir að úrslitin voru kynnt. „Þetta er sigur íslenskrar kvik- myndagerðar,“ sagði hann. n Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Láttu þér líða vel meccaspa.is Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Torino Rín Mósel Lyon Basel Nevada Roma Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Áklæði Óvæntir sigrar og athyglisverðar kvikmyndir Þessir unnu á Cannes n Gullni pálminn: Dheepan, leikstýrt af Jacues Audiard n Grand Prix-verðlaunin: „Son of Saul,“ leikstýrt af Laszlo Nemes n Besti leikstjórinn: „The Assassin,“ leikstýrt af Hou Hsiao-Hsien n Besta handritið: „Chronic,“ skrifað af Michel Franco n Camera d'Or (Besta frumraunin): „La Tierra y la Sombre,“ leikstýrt af Cesar Acevedo n Sérstök verðlaun dómnefndar: „The Lobster,“ leikstýrt af Yorgos Lanthimos n Besta leikkonan: Rooney Mara fyrir hlutverk sitt í „Carol“ og Emmanuelle Bercot fyrir „Mon Roi“ (þær deildu verðlaununum) n Besti leikarinn: Vincent Lindon fyrir hlutverk sitt í myndinni „The Measure of a Man“ n Gullni pálminn fyrir stuttmynd: „Waves '98,“ leikstýrt af Ely Dagher n Un Certain Regard: Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar Jacques Audiard Audiard er einn af óvæntum sigurvegurum Cannes, en þeir voru nokkrir. Grímur Hákonarson Grímur afrekaði það sem flesta leikstjóra ver- aldar dreymir um, að sigra á Cannes. Gaspar Noé Gaspar (annar f.v.) frumsýndi eina umdeildustu mynd ársins, Love, á Cannes. Það má segja að myndin sé hálgerð klámmynd í þrívídd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.