Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 40
Vikublað 27.–28. maí 201528 Fólk
Fæst í Lyfjum & Heilsu Austurveri og í Kringlunni,
Apóteki Garðabæjar, Apóteki Hafnarfjarðar,
Lyfjaveri og á heimkaup.is
Líka stjörnur í eldhúsinu
Þ
ótt þær hefðu auðveldlega
efni á að láta stjörnukokk
sjá um matseld hvert einasta
kvöld velja sumar stjörnur
að sjá um matseldina sjálf-
ar. Eftirfarandi Hollywood-stjörnur
elska að elda og margar þeirra eru
duglegar við að deila ráðum og upp-
skriftum í gegnum samfélagsmiðl-
ana til aðdáenda sinna. n
Sumar Hollywood-stjörnur njóta þess að elda
Stórstjarnan Julia
Julia Roberts er víst ekki aðeins stórstjarna á hvíta tjaldinu heldur í eldhúsinu líka. Í við-
tali við tímaritið People sagði leikkonan frá því að uppáhaldsmatur tvíburanna hennar
sé heimatilbúinn matur. „Þau elska matinn minn og hafa raunar sagt mér að ég eigi að
opna veitingastað.“
Lét draum mömmu rætast
Leikarinn Tobey Maguire ætlaði alltaf að verða kokkur. Í viðtali við KNG sagðist Tobey
hafa valið leiklistina fyrir móður sína. „Mömmu langaði alltaf til að verða leikkona svo
ég ákvað að fara þá leið fyrir hana. Mig langaði samt miklu meira að verða kokkur eins
og pabbi.“Gaman í eldhúsinu
Kris Jenner hefur alltaf fundist matseld skemmtileg. „Ég byrjaði að elda mjög ung,“ sagði
Kris í viðtali við Ryan Seacrest í tilefni af útgáfu uppskriftarbókar hennar.
Getur allt
Blake Lively er ekki aðeins ung, falleg og
hæfileikarík leikkona því hún er afbragðs
kokkur að auki. Ryan Reynolds er
heppinn.
Deilir uppskriftum
Leikkonan Lea Michele er dugleg við að nota Instagram til að deila uppskriftum og
myndum af matnum sem hún eldar. Oftar en ekki er um dásamlega girnilega ítalska rétti
að ræða.
Ræðst á
kalkúninn
Jessica Alba vílar ekki fyrir sér að sjá um
þakkargjörðarmáltíðina. Eiginmaður
leikkonunnar birti þessa mynd af henni
þar sem hún var að útbúa kalkúninn.
Rokkar í eldhúsinu
Gavin Rossdale er ekki aðeins rokkstjarna þegar kemur að tónlistinni því að sögn eigin-
konunnar, Gwen Stefani, rokkar Gavin einnig í eldhúsinu.
Einkakennsla stjörnukokks
Sagan segir að Brad Pitt hafi fengið einkakennslu frá engum öðrum en sjónvarpskokkn-
um Jamie Oliver því hann hafi viljað læra grunnatriðin í eldhúsinu eftir að börnunum
fjölgaði. Kunningi hjónanna, Brad og Angelinu Jolie, segir þau hafa verið alveg úti að aka
í matseld. „Það eina sem þau gátu var að hella mjólk út á morgunkorn barnanna. Þau
kunnu ekki einu sinni á bakaraofninn enda höfðu þau treyst á einkakokka og veitingahús
svo lengi.“