Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 42
Vikublað 27.–28. maí 201530 Fólk
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
Myndir tala á
Listasafni Íslands
Framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík
S
ýningin Saga – þegar myndir
tala, var opnuð í Listasafni Ís-
lands síðastliðinn föstudag
og er hún framlag safnsins
til Listahátíðar í Reykjavík. Á sýn-
ingunni eru valin verk fjölda ís-
lenskra samtímalistamanna, auk
nokkurra erlendra, sem endur-
spegla frásagnarþátt íslenskrar
sjónmenningar. Verkin voru
gaumgæfilega valin af safnstjóra
Listasafns Íslands, Halldóri Birni
Runólfssyni, og þýskum sýningar-
stjóra, Norbert Weber. Meðal þeirra
sem eiga verk á sýningunni eru
Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela
Friðriksdóttir, Ragnar Kjartans-
son, Jóhannes S. Kjarval og Ólafur
Elías son. Margt var um manninn á
opnuninni og forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, lét sig ekki
vanta. Það gerðu heldur ekki fjöl-
margir stjórnmálamenn og stór
hluti listaelítu landsins. n
Systur Systurnar Helga Guðrún og Áslaug Friðriksdætur mættu saman á sýninguna. Sú
síðarnefnda er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en sú fyrrnefnda hefur getið sér gott orð
sem skartgripahönnuður. Systir þeirra, Gabríela, á verk á sýningunni.
Stund milli stríða Vilhjálmur Bjarnason,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf sér
tíma frá stífum fundahöldum á Alþingi og
naut listarinnar.
Spekingslegir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri
Listasafns Íslands, virtu fyrir sér verkin á sýningunni, ansi alvörugefnir og spekingslegir á svip.
Leikhússtjórar Sveinn Einarsson, fyrrverandi leikhússtjóri Þjóðleihússins, og Ari
Matthíasson, núverandi þjóðleikhússtjóri, voru kampakátir.
Glæsileg Hjónin Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra, og Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari voru ánægð með sýningunni og
nutu sín vel.
Gerir fólk sterkara
n Ingimundur þjálfar heimsmeistarann n Kærasti Mörtu Maríu
É
g hef æft með litlum hléum
frá 14 ára aldri eða í 19 ár.
Ég byrjaði að æfa heima í
sveitinni og fann strax að
það hentaði mér að æfa til að
verða sterkari. Ég vissi þá að ég ætl-
aði mér að starfa í þessum heimi,“
segir kraftlyftingaþjálfarinn Ingi-
mundur Björgvinsson sem segir
kraftlyftingar loksins vera að fá þá
viðurkenningu sem þær eiga skilda.
Þjálfar heimsmeistarann
Ingimundur hætti sjálfur að keppa
fyrir tveimur árum en er geysilega
vinsæll þjálfari í dag og þjálfar með-
al annars heimsmeistarann Fann-
eyju Hauksdóttur. „Ég æfði kraft-
lyftingar með keppni í huga í tíu
ár en hætti að keppa fyrir tveimur
árum. Í dag einbeiti ég mér að því
að þjálfa aðra. Ég slæ samt ekkert
af í æfingunum þótt ég sé ekki sjálf-
ur að keppa,“ segir Ingimundur sem
er stoltur af Fanneyju. „Hún er góð
manneskja og hefur unnið vel fyrir
þeim afrekum sem hún hefur náð.
Eins og segja má um margt af því af-
reksfólki sem ég er að þjálfa.“ Ingi-
mundur segir kraftlyftingar fyrir
alla. „Það hentar öllum að styrkjast.
Þegar ég var að byrja þá höfðu kon-
ur stórar áhyggjur af því að verða of
stórar með því að lyfta, sem var í takt
við tíðarandann þá. Í dag, þegar vit-
neskjan er orðin meiri, þá er þetta
ekki eitthvað sem konur óttast. Það
verður enginn kona afmynduð af
vöðvum nema hún noti ólögleg lyf.“
Nammidagar óheilbrigðir
Aðspurður segir hann mataræðið
skipta miklu máli. „Auðvitað skipt-
ir miklu máli að borða reglulega,
hafa nægilega orku fyrir æfingar og
næra sig vel eftir æfingar. Fólk ætti
að temja sér heilbrigðar matarvenj-
ur. Sjálfur reyni ég að borða hrein-
an mat. Á venjulegum degi, þar sem
oft gefst ekki mikill tími til að borða,
borða ég mikið af eggjum, hnetu-
smjöri og bönunum.“
En svindlarðu aldrei? „Það er
ekkert sem heitir svindl. Venju-
leg vika kallar á 35–40 máltíðir
og mögulega slæðast inn máltíð-
ir sem eru ekki jafnfullkomnar og
hinar. Og mér finnst ekki bera vott
um heilbrigt mataræði að þurfa sér-
stakan nammidag,“ segir hann og
bætir við að hann sé einnig laus við
löngun í áfengi.
Aldrei of seint að byrja
Inntur eftir ráðum handa þeim
sem langar að ná árangri nefn-
ir hann tvennt: „Ef mælikvarðinn
á árangur er að missa kíló þá gef-
ur auga leið að fólk þarf að fara í ít-
arlega naflaskoðun á mataræðinu.
En ef mælikvarðinn er styrktar-
aukning og almenn vellíðan þá er
spurning hvort þú ert að hámarka
nýtingu þíns tíma, hvort æfingarn-
ar séu nægilega krefjandi og hvort
ákefðin sé nægilega mikil,“ segir
hann og bætir við að það sé aldrei
of seint að byrja. „Ég vinn með iðk-
endur frá 14 ára upp í 85 ára. Þar af
eru til dæmis keppendur á sjötugs-
aldri. Það er aldrei of seint að verða
sterkari og öðlast þau lífsgæði sem
aukinn styrkur gefur í daglegu
amstri.“ n
„Það verður
enginn kona
afmynduð af vöðvum
nema hún noti ólögleg
lyf.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Stjörnuþjálfari
Ingimundur er gríðar-
lega vinsæll þjálfari.
MyNd SIGtryGGur ArI
Heimsmet í undir-
búningi Ingimundur
þjálfar Fanneyju
Hauksdóttur sem er
heimsmeistari ung-
linga í bekkpressu.
Kærustupar Ingimundur og
fjölmiðlakonan Marta María
Jónasdóttir hafa verið kærustupar
í eitt ár.