Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Qupperneq 16
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201516 Umræða
Reynir Pétur, Forrest Gump og lífið í borginni
Þ
að var verið að rifja það
upp í blöðunum að núna
eru þrjátíu ár frá því Reyn-
ir Pétur gekk í kringum
landið, en það er mjög
eftirminnilegt af ýmsum ástæð-
um. Níu árum seinna var frum-
sýnd í Bandaríkjunum sú fræga
kvikmynd Forrest Gump með Tom
Hanks í aðalhlutverki, en hún segir
frá manni sem á einhverjum tíma-
punkti æðir af stað eitthvað út í
buskann og linnir ekki sprettinum,
og innan skamms fer fólk að fylgja
honum eftir og út úr öllu saman
verður einhvers konar vakning og
fjöldahreyfing. Og einhvern veginn
þá minnti það mig á hann Reyni
Pétur okkar.
Drunginn yfir landinu
Ég fluttist hingað heim eftir eftir
fjögurra ára dvöl í Danmörku vor-
ið 1983 og þá voru strembnir tím-
ar í landinu. Það urðu ríkisstjórnar-
skipti daginn sem við fluttum heim,
við völd hafði verið undarlega sam-
sett stjórn Gunnars Thoroddsen
sem var þá fyrir nokkru búin að
missa meirihlutann og kom fáu í
verk, verðbólga var nálægt hundrað
prósentum og nýja stjórnin, und-
ir forystu Steingríms Hermanns-
sonar, felldi gengið og herti að
öllu. Það kostaði mikla kaupmátt-
arskerðingu, þá varð „forsendu-
brestur“ eins og var síðar farið að
kalla það, til varð „misgengiskyn-
slóð“ sem missti híbýli sín í stórum
stíl og almennt varð mjög þungt
yfir öllu. Ég gaf út Djöflaeyjuna það
haust og sat tvö næstu ár flestum
stundum niðrá lessal gamla Lands-
bókasafnsins við Hverfisgötu við að
setja saman Gulleyjuna, og það var
lifað spart, hvergi var dekrað við
landsfólkið eða mulið undir það.
Glaðlegi reiknimeistarinn
Maður hafði fylgst með Reyni Pétri
í fréttunum, Ómar Ragnarsson
hafði talað við þennan glaðlega og
skemmtilega mann sem átti frum-
leg svör við flestu og snöri hvern
mann niður í hugarreikningi. Og
fjölmiðlarnir fylgdust með för hans
um Suðurland og svo Austurland
og svo var hann kominn til Akureyr-
ar og móttökur urðu sífellt veglegri.
Svo einn daginn þetta sumar 1985
var ég mjög niðursokkinn við að
reyna að klára bókina og sat í þögn-
inni inni á lessal. Ákvað að standa
upp og rétta úr mér einhvern tím-
ann síðdegis og ganga aðeins út,
gott ef ég var ekki að hugsa um að fá
mér kaffi á Prikinu. En á neðanverð-
um Laugavegi og í Bankastrætinu
var þá mannhaf og mikil stemning,
allir gengu á eftir hinum glaðværa
og brosmilda manni sem fremstur
fór og hafði þá gengið allan hring-
veginn, svo var honum fagnað niðrá
Lækjartorgi. Og ég fékk þennan
dag og á þessari stundu þá tilfinn-
ingu að það væri að birta yfir landi
og þjóð. Loksins. Það þurfti eitt-
hvað svona til að auka fólki bjart-
sýni. Þessi drungi sem verið hafði
undanfarin tvö ár eftir gengisfell-
ingu og kjaraskerðingar fór að láta
undan síga. Enda fór landið að rísa
úr þessu. Og því ekki undarlegt að
þegar myndin kom um göngu-
hrólfinn Forrest Gump nokkrum
árum síðar, að þá minnti hún mann
á Reyni Pétur.
Önnur heimkoma, 2001
Af einhverjum ástæðum þá rifjast
stundum líka upp fyrir mér hvern-
ig var að flytja aftur hingað heim til
Reykjavíkur eftir ársdvöl í Berlín.
Þetta var nokkru seinna, eða árið
2001. Þá var mikið talað um það
að miðbær Reykjavíkur væri hrein-
lega að lognast út af. Verslanir við
Laugaveg lokuðu ein af annarri, allir
keyptu inn í Kringlunni eða Smára-
lind, það voru viðtöl við kaupmenn
og veitingamenn sem sögðu að allt
væri á síðasta snúningi í miðbæn-
um.
Ég hafði búið í Vestur-Berlín,
við vesturenda hinnar löngu
Kurfürstendamm, sem er helsta
verslunargata þess borgarhelmings,
og var reyndar enn aðalgata borg-
arinnar; lífið var þá ekki nema að
litlu leyti farið að færast út í gömlu
höfuðborgina austan múrsins sem
verið hafði. Og við gerðum það oft
þarna í Berlín að labba í bæinn á
kvöldin, ganga niður á Ku´damm
eins og heimamenn kalla þessa
löngu og líflegu götu. Og alls stað-
ar var fólk, á öllum tímum ársins.
Veitingastaðir úti um allt, og þeim
fjölgaði stöðugt eftir því sem við
gengum lengra og nálguðumst
meir miðborgina. Víða var setið úti
á gangstéttum, matarilmur og ská-
laglamm barst út af veitingastöð-
um, tónlist ómaði í loftinu og götu-
listamenn skemmtu fólki. Og það
var eitthvað notalegt við að verða á
þennan hátt partur af iðandi mann-
lífi.
Miðborgin líflausa
Svo vorum við semsé komin heim
snemma árs 2001, og við búum í
Hlíðunum, í göngufæri frá Lauga-
veginum og miðborginni. Fram-
an af viðraði ekkert sérstaklega
til gönguferða, eins og títt er hér
á landi á vetrum. En það var vor í
lofti eitt kvöldið, gott ef það var ekki
sunnudagur, og við ákváðum að
bregða undir okkur betri fætinum
og rölta í bæinn til að skoða mann-
lífið. Og af stað héldum við, gegn-
um hina værðarlegu Norðurmýri,
og niður á Laugaveg. En þar greip
mann undarleg tilfinning. Það var
næstum eins og maður væri kom-
inn í draugaborg. Ekki ósvipað
þorpunum við Route 66 sem tæmd-
ust þegar hraðbrautin var byggð og
umferð við gamla veginn lagðist af.
Það var bókstaflega enginn á ferli á
Laugaveginum, og það sem meira
er, mörg húsanna stóðu tóm, versl-
anir voru farnar, og sums staðar
hafði krossviðarplötum verið neglt
fyrir gluggana. Hvergi matarilm-
ur eða skálaglamm, varla heyrð-
ist annað en gnauð í vindi. Á allri
leiðinni niðrí Bankastræti mættum
„ Jafnvel þó að
Landsbankinn
vilji byggja, þá er óþarfi
að afskrifa þá hugmynd
að óathuguðu máli með
ópum og formæling-
um; Landsbankinn hef-
ur byggt sér mörg hús á
landinu í gegnum tíðina
sem eru bæjarprýði þar
sem þau standa.
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
Forrest Gump „Einhvern veginn þá minnti það mig á hann Reyni Pétur okkar.“
Blómstrandi miðbær „Það merkilega er að núna er Laugavegurinn og raunar allur miðbærinn farinn að minna miklu meira á Ku´damm í
Berlín og þannig götur þar sem lífið blómstrar.“ MynD HÖrður SvEinSSon
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur,
jákvæður, harðduglegur, góður sölumaður, samviskusamur,
heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður og hafa áhuga á
markaðsmálum og sölumennsku.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir
góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á Steinn@dv.is
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir
góðan og harðduglegan sölumann.