Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201524 Fólk
Föst á eyðieyju
Hvern myndir þú taka með og hvað mynduð þið gera?
Þ
ú tapaðir veðmáli og þarft að
dvelja á eyðieyju frá verslun
armannahelginni og til árs
loka. Hnattstaða eyjunnar er
með besta móti. Loftslagið er
milt og frekar hlýtt og þar drýpur smér
af hverju strái. Til afnota muntu hafa
hús með flestum nútímaþægindum,
en því miður ekkert internet.
Þér hefur tekist að semja um að
fá að taka með þér eina manneskju
og þrjár bækur – manneskjan má þó
ekki vera tengd þér fjölskyldubönd
um. Hver yrði fyrir valinu? Hvað
í ósköpunum mynduð þið gera,
og hvaða þrjár bækur eru nógu
spennandi til að þær verði eina les
efnið þessa fimm mánuði?
DV leitaði til nokkurra einstakl
inga með yfir meðallagi frjótt
ímyndunarafl og bað þá að svara
þessum spurningum. n
Guðrún Margrét
Guðmundsdóttir,
doktorsnemi í mannfræði
Ég myndi fá ofurfemínistann Fríðu Rós Valdimarsdóttur, formann
stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stórvinkonu mína, með á
eyðieyjuna. Svo þætti mér viðeigandi að taka með þrjár klassískar
feminískar bækur til innblásturs, The Feminine Mystique eftir Betty
Friedan, The Second Sex eftir Simone de Beauvoir og Feminism is for
Everybody eftir Bell Hook.
Við myndum nota tímann til að skrifa saman sögu sem ég hef lengi
gengið með í maganum. Um tilveruna í óræðinni framtíð í óskilgreindri
norður-evrópskri borg þegar konur hafa loks tekið yfir og eru orðnar
normið, en ekki lengur frávik. Í bókinni verður rakið hvernig sá veruleiki
varð til, fjallað um lykilþætti og hvernig feðraveldið smám saman
molnaði og varð loks að engu.
Söguhetjurnar eru stórhættulegir og eldklárir femínistar sem fundu
aðferðir til að breyta hugsun og normum og fylgst er með framferði
þeirra um árabil. Þetta er æði snúið og flókið verkefni og Fríða yrði hinn
fullkomni meðhöfundur. Fyrir utan að vera skemmtileg og fyndin hefur
hún einstaklega frjótt ímyndunarafl og hugmyndafræðilegan styrk og
gæti því leikandi farið á flug og skapað þessa kærkomnu framtíðarsýn
með mér. Bókin gæti heitið: Hinum megin við jafnréttið.
Árni Svanur Daníelsson prestur
Ég tæki Hauk Inga Jónasson, vin minn, með mér. Hann er guðfræðingur, sálgreinir og
sérfræðingur í stefnumótun og stjórnun. Haukur er skarpur og skemmtilegur og alltaf til í
ævintýri. Það er gott að tala við hann og gott að þegja með honum.
Við tækjum Biblíuna með okkur, og bókina Blueprint for Revolution. How to use rice
pudding, lego men, and other nonviolent techniques to galvanize communities, overthrow
dictators, or simply change the world eftir Srdja Popovic og Matthew Miller. Báðar fjalla
um byltingar, vekja athygli á ofbeldi í samskiptum fólks og ranglæti í heiminum. Þær
benda á leiðir til að berjast gegn ranglæti án þess að beita ofbeldi. Þriðja bókin væri þykk
glósubók sem við myndum fylla af hugmyndum um bætt samfélag án ofbeldis.
Eyðieyjan
Það gæti nú
verið verra!
Mynd www.123rf.coM
Árni Svanur daníelsson Stefnan verður
sett á bætt samfélag án ofbeldis.
Guðrún Margrét
Guðmundsdóttir Mun
skrifa bók um feminíska
byltingu framtíðarinnar.
Mynd SiGtryGGur Ari
ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is